Author: Árni Svanur Daníelsson

Kirkjuverðlaun og kvikmyndahátíðir

Í fyrri pistli mínum um Gautaborgarhátíðina og kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar kynnti ég stuttlega verðlaunin og hátíðina. Í framhaldi af því langar mig til að beina kastljósinu að kirkjulegum kvikmyndaverðlaunum. Á Norðurlöndum hefur sænska kirkjan haft frumkvæði á þessu sviði. Kvikmyndaverðlaun hennar voru fyrst veitt árið 2002. Mér er ekki kunnugt hver átti frumkvæði að þessu, en veit það þó fyrir víst að Gautaborgarstifti, ekki síst fyrir tilstuðlan prestins Mikael Ringlander, hefur lengi verið til fyrirmyndar hvað samræðu kvikmynda og kirkju varðar. Hér á landi hefur rannsóknarhópurinn Deus ex cinema staðið fyrir afar þróttmiklu starfi á sviði guðfræði og kvikmynda frá árinu 2000. Hópurinn var stofnaður 4. júlí á því ári og síðan þá hafa meðlimir hópsins staðið fyrir vikulegum seminörum um guðfræði og kvikmyndir, gefið úr þrjár bækur um þessi mál, fjallað um meira en 400 kvikmyndir á vef hópsins (www.dec.is) og staðið fyrir fjölda málþinga, fyrirlestra og námskeiða. Margir meðlimir Deus ex cinema eru jafnframt virkir í kirkjulegu starfi og víst er að þjóðkirkjan hefur að mörgu leyti verið opin fyrir þessu samtali guðfræði og …

Drömmen eftir Niels Arden Oplev

Kvikmyndirnar, kirkjan og bíóhátíðin í Gautaborg

Himnaríki og helvíti, Guð, þroski, trú og efi eru meðal umfjöllunarefna í myndunum sem keppa um aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg í ár. Myndirnar átta sem keppa um verðlaunin eru: Beowulf & Grendel, leikstjóri Sturla Gunnarsson Wellkåmm to Verona, leikstjóri Suzanne Osten Voksne mennesker, leikstjóri Dagur Kári Om Gud vill, leikstjóri Amir Chamdin Matti – Hell is for Heroes, leikstjóri Aleksi Mäkelä Izzat, leikstjóri Ulrik Imtiaz Rolfsen Drømmen, leikstjóri Niels Arden Oplev (Denmark) A Little Trip to Heaven, leikstjóri Baltasar Kormákur Margir hafa eflaust heyrt af Gautaborgarhátíðinni og þekkja til aðalverðlaunanna þar – þetta er jú ein þekktasta kvikmyndahátíði Norðurlanda. Þau hafa meðal annars komið í skaut íslenskra kvikmynda, til að mynda Nóa Albinóa um árið. Færri vita hinsvegar af því að myndirnar átta keppa einnig um önnur verðlaun, kirkjuleg kvikmyndaverðlaun. Sænska kirkjan veitir nefnilega árlega kvikmyndaverðlaun á Gautaborgarhátíðinni. Um þau verðlaun keppa sömu myndir og eru í aðalkeppninni og þau falla í skaut þeirri mynd sem þykir áhugaverðust sem glíma við trúar- og tilgangsspurningar. Slík mynd þarf ekki að vera lögð upp eða skilgreind sem trúarmynd og trúarstefin þurfa …

What Remains of Us

Leikstjórn: Hugo Latulippe og François Prévost Handrit: Hugo Latulippe og François Prévost Leikarar: Kalsang Dolma og Dalai Lama Upprunaland: Kanada Ár: 2004 Lengd: 77mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ung flóttakona frá Tíbet heldur frá Quebec í Kanada aftur til heimalands síns með stuttan boðskap frá Dalai Lama, útlægum trúarleiðtoga tíbetískra búddhista, á myndbandi til landa sinna. Heimildamyndin greinir frá ferð hennar um landið og varpar ljósi á ástandið þar undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Almennt um myndina: Þessi kanadíska heimildamynd vakti mikla athygli á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík haustið 2005 og var uppselt á fyrstu sýningarnar á henni. Annar leikstjóranna var viðstaddur frumsýninguna og svaraði hann nokkrum spurningum að henni lokinni. Myndin var tekin upp í Tíbet án formlegs leyfis frá stjórnvöldum í Kína og því eru allir þeir sem fram koma í henni sjálfkrafa brotlegir við landslög en allt að 15 ára fangelsi getur beðið þeirra ef upp um þá kemst. Af þeim sökum var heilmikil öryggisgæsla við sýningu myndarinnar og engar myndavélar fengu að fara í salinn. Í heimildamyndinni er tekin …

My Summer of Love

Leikstjórn: Pawel Pawlikowski Handrit: Pawel Pawlikowski, byggt á skáldsögu eftir Helen Cross Leikarar: Nathalie Press, Emily Blunt, Paddy Considine, Dean Andrews, Michelle Byrne, Paul Antony-Barber, Lynette Edwards og Kathryn Sumner Upprunaland: Bretland Ár: 2004 Lengd: 86mín. Hlutföll: Sennilega um 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær ungar stúlkur, Mona og Tasmin, hittast að sumarlagi og takast með þeim náin kynni. Mona er lágstéttarstúlka sem býr með bróður sínum, faðirinn er fyrir löngu horfinn og móðirin látin. Tasmin er hins vegar yfirstéttarstúlka sem þarf lítið að hafa fyrir lífinu. Þær bralla mikið saman þetta sumar, prófa sig áfram í ástarmálum, prakkarast og njóta lífsins. En ekki er allt sem sýnist. Almennt um myndina: My Summer of Love er önnur kvikmynd pólska leikstjórans Pawels Pawlikowskis í fullri lengd, en áður hafði hann gert kvikmyndina Last Resort (2000). Þeirri mynd var víðast hvar vel tekið og var hún sýnd á fjölda kvikmyndahátíða þar sem leikstjórinn hlaut m.a. BAFTA verðlaun sem besti nýgræðingurinn árið 2001. Nýjasta kvikmynd hans hefur jafnframt fengið góðar viðtökur og honum féllu m.a. í skaut …

Adams æbler

Adams æbler

Leikstjórn: Anders Thomas Jensen Handrit: Anders Thomas Jensen Leikarar: Ulrich Thomsen, Mads Mikkelsen, Paprika Steen, Nicolas Bro, Ali Kazim, Lars Ranthe, Tomas Villum Jensen, Ole Thestrup, Gyrd Løfqvist, Nikolaj Lie Kaas og Peter Reichhardt Upprunaland: Danmörk Ár: 2005 Lengd: 94mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Ivan er óvenju jákvæður prestur sem leggur mikið upp úr því að sinna sínum minnstu bræðrum þar sem hann starfar á landsbyggðinni í Jótlandi. Einn þeirra er ný-nazistinn Adam sem lýkur fangelsisafplánun sinni með 12 vikna samfélagsþjónustu í kirkjunni þar sem Ívan þjónar. Hann fær það verkefni að annast eplatré fyrir utan kirkjuna og baka eplaköku þegar eplin hafi náð fullum þroska en það reynist hægara sagt en gert enda er sem sjálf máttarvöldin reyni að hindra það með öllum ráðum. Almennt um myndina Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anders Thomas Jensen gert nokkrar kvikmyndir sem náð hafa töluverðum vinsældum og jafnvel uppskorið viðurkenningar fyrir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Áður hefur hann t.d. leikstýrt myndunum Blinkende lygter (2000) og De grönne slagtere (2003), sem fengu báðar almennt góða dóma. …

Super Size Me

Super Size Me

Leikstjórn: Morgan Spurlock Handrit: Morgan Spurlock Leikarar: Morgan Spurlock, Bridget Bennett, Dr. Lisa Ganjhu, Dr. Daryl Isaacs,Alexandra Jamieson, Dr. Stephen Siegel Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.78:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock lifir á fæðu frá McDonalds í 30daga. Við fylgjumst með ferlinu og líðan hans á meðan á þessu stendur. Á meðan á þessu stendur rannsakar hann neysluvenjur Bandaríkjamanna. Almennt um myndina Super Size Me! er ein af mörgum áhugaverðum áróðurs-heimildamyndum semhafa verið gerðar á síðustu árum. Líklega eru myndir bandarískakvikmyndagerðarmannsins Michael Moore þekktastar þessara mynda, en hann fékk óskarsverðlaun 2004 fyrir myndina Bowling for Columbine og hlaut síðar á sama ári gullpálmann í Cannes fyrir myndina Fahrenheit 9/11.Myndin er prýðilega gerð og það er greinilegt að Spurlock hefur gott vald á miðlinum. Rauði þráðurinn í myndinni er ofátsmánuður Spurlocks á McDonalds, en inn á milli máltíðanna veltir hann upp ýmsum spurningum tengdum matar- og skyndibitamenningunni þar vestra. Hann nýtur aðstoðar lækna, næringarfræðinga og leitar til margra í myndinni. Þannig má segja að myndin sé tilraun hans til að …

Saved!

Leikstjórn: Brian Dannelly Handrit: Drian Dannelly, Michael Urban Leikarar: Jena Malone, Mandy Moore, Macaulay Culkin, Patrick Fugit, Heather Matarazzo, Eva Amurri, Chad Faust, Elizabeth Thai, Martin Donovan, Mary-Louise Parker og Kett Turton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 92mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: María er góð og prúð kristin stúlka sem sækir baptistaskóla í Baltimore. Þará hún góða vinkonur, allt góðar kristnar stúlkur, en leiðtogi þeirra er hin sjálfumglaða og trúheita Hilary Faye. Stuttu eftir að María kemst að því að kristinn kærasti hennar, Dean að nafni, er samkynhneigður rotast hún og telur sig sjá sýn þar sem Jesús kemur til hennar. Hún túlkar sýnina þannig að Jesús vilji að hún bjargi kærasta sínum og ákveður því að sænga með honum. Það hjálpar þó Dean lítið og er hann sendur í „afhommunarstöð“ sem rekin er af kirkjunni og eftir stendur María ólétt (nafn hennar líklega engin tilviljun). Þessi reynsla reynir verulega á trú hennar sem á ekki lengur samleið með vinkonum sínum en vingast þess í stað við utangarðskrakka skólans, lamaðan strák í …

Van Helsing

Leikstjórn: Stephen Sommers Handrit: Stephen Sommers Leikarar: Hugh Jackman, Kate Beckinsale, Richard Roxburgh, David Wenham Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 132mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í lok 19. aldar heldur blóðsugubaninn dr. Gabriel van Helsing til Austur-Evrópu þar sem hann hyggst ráða að niðurlögum Drakúla greifa, varúlfsins og Frankensteinskrímslsins. Hann er sérlegur útsendari Vatíkansins í baráttu við hverskyns skrímsli. Í baráttunni nýtur Van Helsing fulltingis betlimunksins Carl og sígaunaprinsessunnar Önnu Valerious, en hún er síðasti afkomandi ættar sem hefur helgað sig baráttunni gegn illu. Almennt um myndina: Van Helsing mun vera fyrsta sumarmyndin í ár – heilmikill hasar og læti og prýðilegt fjör. Á frumsýningardegi var bíósalurinn fullur af fólki og sennilega uppselt á myndina. Hún geymir fróðleg trúarstef og er fyrir unnendur blóðsugumynda. Myndin er full af fjöri og er ágætlega úr garði gerð. Hún minnir raunar nokkuð á James Bond myndirnar, ekki síst allar græjurnar sem Van Helsing notar og svo aðstoðarmaður hans, betlimunkurinn, sem minnir meira en lítið á hinn fornfræga Q úr James Bond myndunum. Niðurstaðan: Tveggja stjörnu …

Young Adam

Leikstjórn: David Mackenzie Handrit: David Mackenzie, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Alexander Trocchi. Leikarar: Ewan McGregor, Tilda Swinton, Peter Mullan, Emily Mortimer, Jack McElhone, Therese Bradley, Ewan Stewart, Stuart McQuarrie, Pauline Turner, Alan Cooke og Rory McCann Upprunaland: Bretland Ár: 2003 Lengd: 93mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Joe fær vinnu á pramma hjá Ellu og eiginmanni hennar, Leslie. Joe vingast við Leslie en á sama tíma á hann í leynilegu ástarsambandi við Ellu. Dag einn finna Joe og Leslie lík ungrar konu fljótandi í höfninni. Brátt kemur í ljós að Joe veit meira um málið en hann lætur uppi. Almennt um myndina: David Mackenzie er líttþekktur skoskur leikstjóri en þetta er önnur mynd hans í fullri lengd en hann hefur áður leikstýrt þrem stuttmyndum; California Sunshine (1997), Somersault (1999) og Marcie’s Dowry (1999). Fyrsta mynd hans í fullri lengd var The Last Great Wilderness (2002), en undirritaðir hafa hvorki séð stuttmyndir hans né þá mynd. Af þessari mynd að dæma er þó ljóst að hér er djarfur og hæfileikaríkur leikstjóri á ferð …

Rembrandt

Leikstjórn: Jannik Johansen Handrit: Anders Thomas Jensen, Jannik Johansen Leikarar: Lars Brygman, Sonja Richter, Nikolaj Coster Waldau, Jakob Cedergren, Nocolas Bro, Paprika Steen og Sören Pilmark Upprunaland: Danmörk Ár: 2003 Lengd: 109mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjórir smákrimmar eru fengnir til að stela málverki. Ránsferðin er vel heppnuð og gengur nánast áfallalaust fyrir sig, en í misgripum stela þeir vitlausu málverki: Eina Rembrandt málverkinu sem er til í Danmörku. Enda þótt auðvelt hafi verið að stela málverkinu þá reynist þeim erfiðara að selja það. Almennt um myndina: Rembrandt er fimmta kvikmynd danska leikstjórans Janniks Johansen og byggir hún á sannsögulegum atburðum, en feðgar stálu Rembrandt málverki í Danmörku árið 1999. Myndin er ágætlega leikin, en Lars Brygman, sem leikur föðurinn Mick, ber þar af enda hann hefur fengið verðskuldað lof fyrir leik sinn.Rembrandt siglir á sömu mið og myndir á borð við I Kina spiser de hunde (1999) og Gamle mænd i nye biler (2002) eftir Lasse Spang Olsen sem og Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998) og Snatch (2000) eftir …