Author: Árni Svanur Daníelsson

Smultronstället

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Viktor Sjöström, Bibi Anderson, Ingrid Thulin, Gunnar Björnstrand, Max von Sydow, Jullan Kindahl, Folke Sundquist, Björn Bjelfvenstam og Naima Wifstrand Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1957 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 1:37:1) Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Ísak Borg horfist í augu við líf sitt, gerir upp fortíðina og verður að betri manni á ferðalagi sínu frá Stokkhólmi til Lundar þar sem hann á að taka við heiðursdoktorsnafnbót. Almennt um myndina: Smultronstället var frumsýnd árið 1957, sama ár og Det sjunde inseglet. Hún þykir vera ein af betri myndum Bergmans og vakti mikla athygli erlendis. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna og Bafta verðlauna og hún vann gullbjörnin í Berlín árið 1958 og vann auk þess verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og Golden Globe verðlaun í Bandaríkjunum sem besta erlenda myndin. Kvikmyndatakan er í höndumGunnars Fischer og þykir hún almennt góð. Það sama má segja um tónlist Eriks Nordgrens. Fischer og Bergman nota myndatöku og klippingar skemmtilega til að tjá umskiptin frá raunveruleika til minningar og draums, en það er gert …

Smultronstället

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Viktor Sjöström, Bibi Anderson, Ingrid Thulin, Gunnar Björnstrand, Max von Sydow, Jullan Kindahl, Folke Sundquist, Björn Bjelfvenstam og Naima Wifstrand Framleiðsluland: Svíþjóð Framleiðsluár: 1957 Lengd: 88 Útgáfa: Criterion Hlutföll: 1.33:1 Tegund: Drama Stjörnur: 4 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Ísak Borg horfist í augu við líf sitt, gerir upp fortíðina og verður að betri manni á ferðalagi sínu frá Stokkhólmi til Lundar þar sem hann á að taka við heiðursdoktorsnafnbót. Almennt um kvikmyndina: Smultronstället var frumsýnd árið 1957, sama ár og Det sjunde inseglet. Hún þykir vera ein af betri myndum Bergmans og vakti mikla athygli erlendis. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna og Bafta verðlauna og hún vann gullbjörnin í Berlín árið 1958 og vann auk þess verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og Golden Globe verðlaun í Bandaríkjunum sem besta erlenda myndin. Kvikmyndatakan er í höndum Gunnars Fischer og þykir hún almennt góð. Það sama má segja um tónlist Eriks Nordgrens. Fischer og Bergman nota myndatöku og klippingar skemmtilega til að tjá umskiptin frá raunveruleika til minningar og draums, …

Líkbíll upprisunnar

Það er svo yndislegt við Sælureitinn hvað það er mikil von í myndinni. Þetta verður kannski endanlega ljóst í lokadraumi Ísaks, drauminum þegar Sara leiðir hann til foreldranna og þau veifa honum. Sjáið svipinn sem kemur þá á Ísak. Þarna er eiginlega að finna eins konar himnaríkisminni. Í ljósi þessarar vonar er íslenskunin á titlinum svo afskaplega viðeigandi: Sælureiturinn. Ekki Við leiðarlok, ekki Villt jarðarber heldur Sælureiturinn. Dauð þrenning En Sælureiturinn geymir líka kulda og dauða. Í myndinni er að finna dauða þrenningu. Þrjá einstaklinga sem vissulega eru lifandi, en eru samt dauðir. Hér á ég við móður Ísaks, Ísak sjálfan og soninn Evald. Kuldinn og dauðinn hefur erfst frá móður til sonar til sonarsonar. Erfist hann áfram? Takið eftir því á eftir þegar Ísak og Marianne heimsækja gömlu konuna og hún talar um hvað sér sé kalt. Hvernig hún talar um börn sín og barnabörn. Og hvernig Marianne upplifir heimili hennar eiginlega sem líkhús. Takið eftir því hvernig Ísak lýsir sjálfum sér eftir þriðja drauminn: „Mig hefur dreymt undarlega upp á síðkastið … Það …

Memento

Leikstjórn: Christopher Nolan Handrit: Christopher Nolan, Jonathan Nolan Leikarar: Guy Pearce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano, Mark Boone Junior, Stephen Tobolowsky og Jorja Fox Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 113mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0209144 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Maður sem þjáist af minnisleysi leitar morðingja konu sinnar. Meira verður ekki sagt af tillitssemi við þá sem eiga eftir að horfa á myndina. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Ekki er hægt að finna beinar skírskotanir til trúarstefja í þessari mynd. Það helsta sem minnir á það eru tvö atriði þar sem Biblían (sem gjöf frá Gídeonfélaginu) kemur fyrir, en í öðru tilfellinu er Biblían opnuð á bókinni Leviticus. Hugsanlegt er að það hafi einhverja sérstaka skírskotun, en það er a.m.k. ekki ljóst við fyrstu sýn. Á hinn bógin má e.t.v. finna ákveðin siðferðileg stef hérna og vangaveltur um samvisku og samviskuleysi, um það hvernig fólk getur misnotað þá sem minna mega sín og e.t.v. lítil tök á veruleikanum, jafnvel til að vinna illvirki. Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 4:9, Leviticus Siðfræðistef: samviska, hjálparleysi

The Apartment

Leikstjórn: Billy Wilder Handrit: I. A. L. Diamond, Billy Wilder Leikarar: Jack Lemmon, Shirley MacLaine, Fred MacMurray Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1960 Lengd: 125mín. Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: The Apartment greinir á gamansaman hátt frá starfsmanni í tryggingafyrirtæki, C. C. Baxter að nafni. Hann hefur komið sér í þá stöðu að lána yfirmönnum sínum íbúð sína til framhjáhalds. Baxter lendir í klemmu þegar sú staða kemur upp að einn yfirmannanna heldur við lyftustúlku sem Baxter er skotinn í sjálfur. Almennt um myndina: Billy Wilder leikstýrði The Apartment en hann kom einnig að handriti myndarinnar. Hann er einn af þekktari leikstjórum þessa tímabils og gerði margar góðar myndir. Myndin var tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna og fékk m.a. óskarinn sem besta myndin, fyrir leikstjórn og handritsgerð. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Öðru fremur geymir The Apartment áhugaverð siðferðisstef og vangaveltur. Í því sambandi má einkum tala um þrennt: 1. Baxter lánar yfirmönnum sínum íbúðina til að þeir geti framið hjúskaparbrot þar. 2. Sem endurgjald fyrir lánið lofa þeir honum því að leggja inn gott orð þannig að …

Swordfish

Leikstjórn: Dominic Sena Handrit: Skip Woods Leikarar: John Travolta, Hugh Jackman, Halle Berry, Don Cheadle, Vinnie Jones Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 99mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0244244 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Gabriel Shear, er ósvífinn og snjall njósnari. Hann hefur það markmið í lífinu (að eigin sögn) að vernda hinn „bandaríska lífsmáta“. Og hann er tilbúinn að gera það með kjafti eða klóm. Barátta sem þessi er ekki ódýr og til að fjármagna hana afræður hann að stela milljörðum bandaríkjadala sem hafa legið óhreyfðir á bankareikningum um árabil. Til að nálgast þessa peninga þarf hann að brjótast inn í tölvukerfi banka. Einn besti maðurinn til þess verks er Stanley Jobson, dæmdur tölvuglæpamaður (hakkari) og einn sá besti í sínu fagi. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Það eru ýmis trúarstef í Swordfish sem vert er að skoða. Siðferðileg álitamál og hryðjuverkGabriel er –>Adam og EvaÍ sögunni af Adam og Evu er sjálfsblekkingu Evu lýst vel: „En er konan sá,að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks þátók hún af ávexti …

Shrek

Leikstjórn: Andrew Adamson, Vicky Jenson Handrit: William Steig, Ted Elliot o.fl. Leikarar: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, John Lithgow Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 90mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0126029 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Græna tröllið Shrek er mikill einfari. Hann lendir í miklu ævintýri þegar smámennið Farquaad lávarður fær hann til að bjarga prinsessunni Fíónu úr klóm ógurlegs dreka. Fíóna hefur verið hneppt í álög sem verða ekki losuð af henni fyrr en hún gengur að eiga sína sönnu ást. Með dyggri hjálp fáksins (eiginlega asnans) berst Shrek við ofureflið og bjargar prinsessunni. En hver er hinn raunverulegi prins sem Fíónu prinsessu er ætlað að eiga og í hverju felast eiginlega álögin sem hún hefur verið hneppt í. Sönn ást, prinsessa, hetja, einræðisherra, dyggur fákur og ótrúlegur fjöldi af tilvísunum til hefðbundnari ævintýra. Shrek hefur allt sem maður gæti óskað sér og meira til. Eins og kynningartexti myndarinnar segir: „Mesta ævintýri sem aldrei hefur verið sagt frá.“ Þetta er frábært og all verulega óhefðbundið ævintýri sem hægt er að mæla með fyrir ungt fólk á …

Requiem for a Dream

Leikstjórn: Darren Aronofsky Handrit: Hubert Selby Jr. Leikarar: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connely, Marlon Wayans og Christopher McDonald Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 102mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0180093 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Requiem for a Dream, eða Sálumessa draums eins og kalla mætti myndina áíslensku er önnur mynd leikstjórans og handritshöfundarins Darren Aronofsky.Fyrsta mynd hans,Pi, vakti verðskuldaða athygli, en Aronofsky sótti Íslandheim þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíð hér á landi. Væntingar til næstumyndar voru því miklar en fáir bjuggust við þvílíku stórvirki og Requiem Fora Dream. Requiem er einfaldlega ein besta mynd síðasta árs. Frásagnarmáti og stíll sögunnar er kraftmikill, en myndin skiptistí þrjá hluta sem kallast: „Sumar“, „Haust“ og „Vetur“. Inn í þessa árstíðarskiptinguer ofin saga fjögurra einstaklinga: mæðginanna Söru og Harry Goldfarb,Marion kærustu Harry og Tyrone vinar þeirra tveggja. Öll eiga þau þaðsameiginlegt að vera fíklar og öll lenda þau í því að fíknin rænir þau draumum þeirra. Myndin fjallar því fyrst ogfremst um fíkn í víðustu merkingu orðsins, þ.e. áfengissýki, eiturlyfjafíkn,læknadóp, spilafíkn, kynlífsfíkn, átröskun og átfíkn, sjónvarpsfíkn ogkoffínfíkn. Myndatakan og klippingin …

Waking the Dead

Leikstjórn: Keith Gordon Handrit: Scott Spencer, Robert Dillon Leikarar: Billy Crudup, Jennifer Connely Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 105mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0127349 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þetta er vel gerð og dulítið leyndardómsfull mynd. Hún segir sögu Fielding Pierce og Söru Williams, elskenda sem hafa ólík markmið í lífinu, en eru aðskilin eftir aðeins tvö ár saman. Fielding heldur sínu striki, en minningin um Söru sækir á hann og glíman við sorgina er sístæð. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Það er tvennt athyglisvert í myndinni, annars vegar spurningin um ólík siðferðileg gildi í lífinu og hvernig beri að hrinda þeim í framkvæmd. Hins vegar spurningin um úrvinnslu sorgar og um það hvernig undir sorgarinnar eru stundum rifnar upp með harkalegum hætti. Fielding og Sara vilja bæði gera gott í lífinu, en hafa ólíkar hugmyndir um hvernig beri að ná þessum markmiðum. Sara er „aktivisti“ sem starfar innan vébanda kaþólsku kirkjunnar. Hún vinnur að því að hjálpa flóttamönnum frá Chile, sem hafa neyðst til að flýja land sitt vegna ofsókna heima fyrir. Hún vill öllum mönnum …

Tomb Raider

Leikstjórn: Simon West Handrit: Simon West, Patrick Massett og John Zinman. Byggt á sögu Sara B. Cooper, Mike Werb og Michael Colleary Leikarar: Angelina Jolie, Iain Glen, Jon Voight, Daniel Craig, Noah Taylor, Leslie Phillips Upprunaland: Bandaríkin og Bretland Ár: 2001 Lengd: 98mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0146316 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Óprúttin leyniregla hefur beðið í mörg þúsund ár eftir því að störnurnar raði sér upp í beina línu. Á þeirri stundu ætla þeir að nota fornan þríhyrning til að ná valdi yfir tímanum. Slíkt hafði einu sinni gerst áður og afleiðingarnar urðu hörmulegar. Ef þessum illu mönnum tekst ætlunarverk sitt þá gæti það leytt til heimsenda og gjöreyðingar mannkynsins. Ofurhetjan Lara Croft fær það hlutverk að gæta hagsmuna okkar, svo við hin getum varið tíma okkar í mikilvægari hluti eins og að japla á poppi og þamba kók í bíó. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Tomb Raider er hlaðin trúartilvísunum. Baráttan í myndinna snýst um að verða eins og Guð, að ná völdum og geta drottnað sem hann. Þau sem ná valdi yfir tímanum hafa …