Hudson Hawk
Leikstjórn: Michael Lehmann Handrit: Steven E. de Souza og Daniel Waters, byggt á sögu eftir Bruce Willis og Robert Kraft Leikarar: Bruce Willis, Danny Aiello, Andie McDowell, Richard E. Grant, Sandra Bernhard, Donald Burton, David Caruso, Frank Stallone og James Coburn Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1991 Lengd: 100mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bókin opnast og sagan hefst árið 1481 í kastala Leónardó da Vinci þar sem hann er að prófa nýjustu uppfinningu sína; vél sem breytir blýi í gull. Af ótta við afleiðingarnar felur Leónardó leyndarmál gullgerðarlistarinnar í þremur listaverkum eftir sjálfan sig og tengir þar með söguna við okkar tíma. Hudson Hawk losnar úr fangelsi í nútímanum. Hann er minimalískur þjófur með meiriháttar hæfileika og von um betra líf. Hans bíður breyttur heimur og áður en dagur er liðinn er hann þvingaður aftur út á glæpabrautina ásamt vini sínum Tommy. Mayflower hjónin eru skúrkarnir og vilja leggja hagkerfi heimsins í rúst með því að flæða allt með gulli. Þau svívast einskis og láta jafnvel svívirða Péturskirkjuna í Róm til þess að ná …