Crime Boss
Leikstjórn: Alberto De Martino Handrit: Lucio Battistrada og Alberto De Martino Leikarar: Antonio Sabato, Telly Savalas, Paola Tedesco, Giuliano Persico, Guido Lollobrigida, Nino Dal Fabbro, Sergio Rossi, Sergio Tramonti, Piero Morgia og Carlo Gaddi Upprunaland: Ítalía Ár: 1972 Lengd: 98mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Launmorðingi á vegum ítölsku mafíunnar á harma að hefna og kemur sér ásamt bróður sínum í mjúkinn hjá einni fjölskyldunni í Þýzkalandi til þess eins að sundra henni og þeim sem hann egnir henni gegn, en sem á líður taka völdin ekki síður að freista hans. Almennt um myndina: Þessi ítalska mafíumynd er alls ekki jafn slök eins og margar kvikmyndahandbækur halda fram en þar fær hún að jafnaði *½ af fjórum. Vissulega er framsögn margra leikaranna bæði ófhefluð og óþjál, a.m.k. í enskri talsetningu myndarinnar, en það er ekki laust við að það hæfi sögupersónunum einkar vel sem eru upp til hópa glæpamenn sem svífast einskis. Söguþráðurinn er tiltölulega fyrirsjáanlegur og atburðarrásin hæg en hún heldur samt áhorfandanum allan tímann við efnið og er það aðeins kostur …