Author: Bjarni Randver Sigurvinsson

Crime Boss

Leikstjórn: Alberto De Martino Handrit: Lucio Battistrada og Alberto De Martino Leikarar: Antonio Sabato, Telly Savalas, Paola Tedesco, Giuliano Persico, Guido Lollobrigida, Nino Dal Fabbro, Sergio Rossi, Sergio Tramonti, Piero Morgia og Carlo Gaddi Upprunaland: Ítalía Ár: 1972 Lengd: 98mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Launmorðingi á vegum ítölsku mafíunnar á harma að hefna og kemur sér ásamt bróður sínum í mjúkinn hjá einni fjölskyldunni í Þýzkalandi til þess eins að sundra henni og þeim sem hann egnir henni gegn, en sem á líður taka völdin ekki síður að freista hans. Almennt um myndina: Þessi ítalska mafíumynd er alls ekki jafn slök eins og margar kvikmyndahandbækur halda fram en þar fær hún að jafnaði *½ af fjórum. Vissulega er framsögn margra leikaranna bæði ófhefluð og óþjál, a.m.k. í enskri talsetningu myndarinnar, en það er ekki laust við að það hæfi sögupersónunum einkar vel sem eru upp til hópa glæpamenn sem svífast einskis. Söguþráðurinn er tiltölulega fyrirsjáanlegur og atburðarrásin hæg en hún heldur samt áhorfandanum allan tímann við efnið og er það aðeins kostur …

Ringo: The Mark of Vengeance

Leikstjórn: Mario Caiano Handrit: Mario Caiano og Eduardo Manzanos Brochero Leikarar: Anthony Steffen, Frank Wolff, Eduardo Fajardo, Armando Calvo, Alejandra Nilo, Alfonso Godá, Antonio Orengo, Manuel Bermúdez ‚Boliche‘, Ricardo Canales, Amedeo Trilli og Rafael Vaquero Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1967 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Tveir byssumenn bjarga tvívegis lífi mexíkansks bófa samdægurs og komast að því að helmingurinn af fjársjóðskorti hefur verið tattóveraður á baki hans en hinn helminginn er að finna á baki spillts lögreglustjóra sem lætur einskis ófreistað að ná því öllu. Kortið hafði verið tattóverað á bök þeirra af samfanga þeirra sem átti skammt eftir ólifað þegar þeir sátu allir í fangelsi nokkrum árum áður. Byssumennirnir semja við Mexíkanann um hlut í fjársjóðinum ef þeir finni hann en brátt fjölgar þeim sem sýna honum áhuga og tvístrar græðgin hópnum að lokum. Almennt um myndina: Fjársjóðsleit fégráðugra byssumanna í villta vestrinu er eitt af nokkrum hefðbundnum þemum spaghettí-vestranna og nægir þar að nefna meistaraverkið The Good, the Bad and the Ugly (Sergio Leone: 1966) og gamanmyndina misheppnuðu …

Baran

Leikstjórn: Majid Majidi Handrit: Majid Majidi Leikarar: Hossein Abedini, Zahra Bahrami, Mohammad Amir Naji, Hossein Mahjoub, Abbas Rahimi, Gholam Ali Bakhshi, Jafar Tawakoli, Yadollah Hedayati, Parviz Larijani, Mahmoud Behraznia, Pasha Barabadi og Kamal Parto Upprunaland: Íran Ár: 2001 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þegar afganskur byggingaverkamaður í Teheran í Íran slasast alvarlega við vinnu sína í vetrarkuldanum, þrýsta félagar hans á verkstjórann að leyfa unglingssyni hans, Rahmat, að hlaupa í skarðið til að geta framfleytt barnmargri fjölskyldunni, en flestir afgönsku verkamannanna eru flóttamenn sem er nauðugur einn kostur að stunda láglaunaða svarta vinnu. Þegar í ljós kemur að Rahmat veldur ekki erfiðsvinnunni með góðu móti er hann brátt látinn skipta um starf við Lateef, húðlatan og uppstökkan 17 ára íranskan pilt af azerskum ættum, sem séð hefur um matreiðsluna fyrir verkamennina og ýmis íhlaupaverk. Fyrir vikið leggur Lateef megna fæð á nýja starfsmanninn og reynir að gera honum allt til miska þar til hann kemst óvænt að leyndarmáli hans en þá gjörbreytist afstaða hans og reynir hann upp frá því allt …

Gaav

Leikstjórn: Dariush Mehrjui Handrit: Dariush Mehrjui, byggt á smásögu eftir Gholam-Hossein Saedi Leikarar: Ezzatolah Entezami, Mahmoud Dowlatabadi, Parviz Fanizadeh, Jamshid Mashayekhi, Ali Nassirian, Esmat Safavi, Khosrow Shojazadeh og Jafar Vali Upprunaland: Íran Ár: 1969 Lengd: 100mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hassan, fátækur íranskur þorpsbúi og smábóndi, elskar kúna sína umfram allt og gætir hennar dag frá degi eins og sjáaldurs augna sinna. Dag einn þarf hann að bregða sér frá til næstu borgar og geymir kúna tjóðraða við básinn á meðan. Þegar þorpsbúar átta sig á síðar um daginn að kýrin er örend, hugsa þeir sér til skelfingar hversu mikið áfall það eigi eftir að verða Hassan. Til að hlífa honum við því bregða þeir á það ráð að fela hræið og ljúga í staðinn því til að kýrin hafi sloppið og jafnvel verið numin burt af þjófaflokki sem herjað hefur á þá um langt skeið. Hassan, sem áttar sig strax á að ekki er allt með felldu í málflutningi þorpsbúanna, bugast smám saman undan óvissunni og tekur að líta á sjálfan …

Leila

Leikstjórn: Dariush Mehrjui Handrit: Mahnaz Ansarian og Dariush Mehrjui Leikarar: Leila Hatami, Ali Mosaffa, Jamileh Sheikhi, Mohamad Reza Sharifinia, Turan Mehrzad, Amir Pievar og Shaqayeq Farahani Upprunaland: Íran Ár: 1996 Lengd: 129mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Reza og Leila eru ung hjón sem búsett eru í Teheran í Íran og vegnar vel í lífinu. Það eina sem skyggir á hamingju þeirra er þegar læknisskoðun leiðir í ljós á afmælisdegi Leilu að hún geti ekki eignast börn. Að vísu segir Reza það engu máli skipta fyrir hjónaband þeirra og vilji hann enga aðra eiginkonu en Leilu, en móðir hans þrýstir mjög á hann og tengdardótturina að hann taki sér líka aðra konu til að geta eignast son og þannig viðhaldið heiðri ættarinnar. Framan af þverneitar Reza að verða við þessu og Leila er allt annað en sátt við sjónarmið tengdarmóðurinnar en smám saman láta þau undan þrýstingnum og neyðist Leila því til að hjálpa við að finna eiginmanni sínum aðra konu, enda mega karlmenn í Íran eiga allt að fjórar konur. Fjölkvænið reynist …

Do zan

Leikstjórn: Tahmineh Milani Handrit: Tahmineh Milani Leikarar: Niki Karimi, Marila Zare’i, Atila Pesiani, Mohammad Reza Forutan og Reza Khandan Upprunaland: Íran Ár: 1998 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.50:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær háskólastúlkur í Teheran í Íran verða vinkonur skömmu eftir islömsku byltinguna árið 1979 en leiðir þeirra skilja þegar háskólum landsins er tímabundið lokað af byltingarstjórninni og heldur önnur þá til fjarlægs heimabæjar síns eftir að hafa verið lögð í einelti af andlega sjúkum vonbiðli. Enda þótt hann sé að lokum handtekinn og dæmdur fyrir m.a. manndráp af gáleysi, tekur ekki betra við þegar hún neyðist til að ganga í hjónaband en eiginmaðurinn reynist brátt sjúklega afbrýðisamur og einangrar hana að mestu frá umheiminum. Almennt um myndina: Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn víðkunni, Roger Ebert, hefur tilgreint þessa írönsku kvikmynd sem eina af þeim eðalmyndum sem fæstir hafi heyrt um en eigi svo sannarlega það skilið að fá víðtæka dreifingu og hefur hann því sjálfur staðið fyrir sýningum á henni í landi sínu. Ástæða er til að taka undir með honum að hér sé um að …

Nimeh-ye penhan

Leikstjórn: Tahmineh Milani Handrit: Tahmineh Milani Leikarar: Niki Karimi, Mohammad Nikbin, Atila Pesiani, Soghra Abissi, Afarin Obeisi og Akbar Moazezi Upprunaland: Íran Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Íranskur dómari er sendur í kvenfangelsi víðsfjærri heimili sínu til að hlýða á kvartanir og náðarbeiðni dauðadæmdrar konu sem brátt verður tekin af lífi fyrir að hvetja til að stjórnvöldum verði steypt af stóli og kommúnísku þjóðfélagi komið á í staðinn. Þegar eiginkona dómarans, Fereshteh að nafni, kemst að því hvert hann eigi að fara, grípur hún til eigin ráða og skrifar honum bréf sem hún síðan laumar í farangur hans ásamt gamalli dagbók sinni. Kvöldið áður en dómarinn hittir dauðadæmdu konuna finnur hann bréfið og dagbókina þar sem hann kemur sér fyrir á hóteli og fer þegar að lesa það sem þar stendur. Í bréfinu ljóstrar eiginkonan ýmsu upp um fortíð sína sem hann hafði ekki vitað um, en á háskólaárum sínum skömmu eftir stjórnarbyltingu islamskra heittrúarmanna þar í landi árið 1979 hafði hún sjálf verið virkur meðlimur í kommúnistaflokki landsins …

Roozi khe zan shodam

Leikstjórn: Marziyeh Meshkini Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Marziyeh Meshkini Leikarar: Fatemeh Cherag Akhar, Hassan Nebhan, Shahr Banou Sisizadeh, Ameneh Passand, Shabnam Toloui, Sirous Kahvarinegad, Mahram Zeinal Zadeh, Norieh Mahigiran, Azizeh Sedighi og Badr Iravani Upprunaland: Íran Ár: 2000 Lengd: 74mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Dregin er upp mynd af þremur kynslóðum kvenna í Íran í þremur sjálfstæðum smásögum sem þó tengjast allar í bláendann. Á níu ára afmælisdegi sínum þarf stúlkan Hava í fyrsta sinn að axla þá skyldu kvenna að hylja hár sitt með slæðu á almanna færi. Hún semur þó við móður sína og ömmu um að bíða með að setja upp slæðuna þar til á hádegi eftir að hún hafi heimsótt Hasan, ungan vin sinn og leikfélaga, í síðasta sinn. Ahoo er ung kona sem tekur þátt í reiðhjólakeppni kvenna í óþökk eiginmanns síns sem reynir allt hvað hann getur til að telja henni hughvarfs ásamt föður hennar, afa, frændum og bræðrum, en allir ríða þeir á hestum á eftir henni í miðri keppninni. Og Hoora, öldruð kona í …

Turn Here

Leikstjórn: John Lyde Handrit: John Lyde, byggt á sögu eftir Richard A. Dove Leikarar: Adam Abram, Jesse Angeles, Linda Thornton, Jackson Newell, Brent Wursten, Ralph Crabb, Gary Downey og Lorien Lyde Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 7mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bíl með ungbarni er stolið og tilkynnir þjófurinn lögreglunni nokkru síðar símleiðis hvar hann hafði skilið hann eftir. Tveir ungir lögreglumenn eru umsvifalaust kallaðir á vettvang en finna ekkert og fellur móðirin þá örvæntingarfull á kné og leitar til Guðs í bæn. Skömmu síðar finna lögrelgumennirnir hvernig Guð leiðir þá rétta leið þar sem bíllinn hafði verið skilinn eftir á afviknum stað og reynist barnið þar óhullt. Almennt um myndina: Hér er um að ræða eina af mörgum stuttmyndum bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Johns Lydes, sem jafnan fæst við trúarlíf mormóna í verkum sínum en sjálfur er hann virkur meðlimir í trúarhópi þeirra, Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Í raun er hann einn fjölmargra mormóna sem allt frá byrjun 21. aldarinnar hafa lagt fyrir sig kvikmyndagerð með ágætum árangri, en þar …

Lobo the Bastard

Leikstjórn: Demofilo Fidani [undir nafninu Dennis Ford] Handrit: Lucio Dandolo [undir nafninu Lucio Giachin] og Diego Spataro Leikarar: Pietro Martellanza [undir nafninu Peter Martell], Lincoln Tate, Gordon Mitchell, Daniela Giordano, Xiro Papas, Marcello Maniconi [undir nafninu Marcel McHoniz], Giuseppe Scrobogna [undir nafninu Joseph Scrobogna], Luciano Conti [undir nafninu Lucky MacMurray], Amerigo Leoni [undir nafninu Custer Gail], Carla Mancini, Franco Corso [undir nafninu Frankie Coursy] og Erika Blanc Upprunaland: Ítalía Ár: 1971 Lengd: 82mín. Hlutföll: 1.85:1 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Ray og Pat vita ekkert skemmtilegra en að ræna banka. Svo fer þó að ránsfengi þeirra sjálfra er stolið af mexíkanska bófaforingjanum Lobo og verða þeir allt annað en sáttir með það. Almennt um myndina: Þetta er langdreginn og viðvaningslega gerður spaghettí-vestri sem kemur reyndar vart á óvart í ljósi þess hver leikstýrði honum en Demofilo Fidani hefur löngum þótt með síðri kvikmyndagerðarmönnum Ítalíu. Í raun einkennist myndin af löngum reiðtúrum einhvers staðar úti í buska, illa skrifuðum samtölum og bjánalegum slagsmálum með mjög svo ýktri hljóðsetningu. Það eina sem áhorfandanum kemur til hugar allan sýningartímann …