Author: Bjarni Randver Sigurvinsson

Fast-Hand Is Still My Name

Leikstjórn: Mario Bianchi [undir nafninu FrankBronston] Handrit: Alberto Cardone, Vittorio Salerno og EduardoManzanos Brochero Leikarar: Sergio Ciani [undir nafninu Alan Steel], WilliamBerger, Frank Braña, Gilberto Galimberti [undir nafninu Gill Rolland],Fernando Bilbao, Celine Bessy, Francisco Sanz, Karin Well, Ettore Ribotta,Sergio Dolfin, Stefano Oppedisano og Francesco D’Adda Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1972 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar Suðurríkin bíða ósigur í borgarastyrjöldinni, gerastsumir af hermönnum þeirra stigamenn sem rupla og nauðga hvert sem þeir fara.Hersveit Norðurríkjanna sem send er þeim til höfuðs út í óbyggðirnar er aðlokum stráfelld og einn af yfirmönnum hennar, Madison höfuðsmaður, skilinneftir illa særður og bundinn milli tveggja staura til að deyja Drottnisínum. Indíánastúlka kemur honum þó óvænt til bjargar og hjálpar honum aðsafna krafti til að leita bófana uppi á nýjan leik. Almennt um myndina: Þó svo að framleiðslan hafi augljóslega verið hræódýr ogpersónusköpunin sé óneitanlega klisjukennd og grunn, er hér engu að síður umað ræða spaghettí-vestra í skárri kantinum enda metnaðurinn fyrir forminusannarlega fyrir hendi. Samkvæmt Internet Movie Data Base átti leikstjórinnMario Bianchi eftir að …

A Minute to Pray, a Second to Die

Leikstjórn: Franco Giraldi Handrit: Louis Garfinkle, Ugo Liberatore og Albert Band Leikarar: Alex Cord, Arthur Kennedy, Robert Ryan, Mario Brega, Nicoletta Machiavelli, Enzo Fiermonte, Giampiero Albertini, Renato Romano, Franco Lantieri, Rosita Palomar, Alberto Dell’Acqua, Ottaviano Dell’Acqua, Daniel Martín, José Manuel Martín, Antonio Molino Rojo og Giovanni Ivan Scratuglia Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 99mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Clay McCord er sárþjáður bæði á líkama og sál. Mest alla ævina hefur hann verið ofsóttur af meðbræðrum sínum og eftirlýstur af yfirvöldum enda með fjölmörg mannslíf á samviskunni allt frá því þegar hann skaut morðingja föður síns til bana aðeins barn að aldri. Og þegar hann þarf mest á byssu sinni að halda fær hann orðið sársaukafullt krampakast í hægri handlegginn sem aðeins ágerist sem á líður. Þegar hann síðan fréttir að ríkisstjóri Nýju Mexíkó hafi ákveðið að veita öllum þeim útlögum sakaruppgjöf sem gefi sig fram innan tiltekins tíma og heiti því að snúa af glæpabrautinni, vaknar hjá honum von um nýtt og betra líf. Lögreglustjórinn sem McCord gefur sig …

Massacre at Fort Holman

Leikstjórn: Tonino Valerii Handrit: Ernesto Gastaldi, Jay Lynn og Tonino Valerii, byggt á sögu eftir Howard Sandford Leikarar: James Coburn, Bud Spencer, Telly Savalas, Reinhard Kolldehoff, Joseph Mitchell, William Spofford, Robert Burton, Guy Ranson, Allan Leroy, Ángel Álvarez, Ugo Fangareggi, Joe Pollini og Terence Hill Upprunaland: Ítalía, Spánn, Frakkland og Þýzkaland Ár: 1972 Lengd: 85mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í miðri borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum heitir Norðurríkjaherforingi hópi dauðadæmdra fanga sakaruppgjöf gegn því að þeir endurheimti svo til óvinnandi virki úr höndum Suðurríkjamanna, en alls óvíst er hvort nokkur þeirra eigi þaðan afturkvæmd. Almennt um myndina: Hér er í meginatriðum um að ræða stælingu á síðari heimsstyrjaldarmyndinni The Dirty Dozen (Robert Aldrich: 1967), sem segir frá hópi dauðadæmdra stríðsglæpamanna úr röðum bandamanna sem heitið er sakaruppgjöf gegn því að þeir myrði nokkra háttsetta þýzka herforingja á frönsku hóteli skömmu fyrir innrásina í Normandí en ljóst er að slík sendiför inn á yfirráðasvæði óvinarins telst ekkert annað en sjálfsvígsleiðangur. Í rauninni er ekki bara hægt að líta á sögufléttuna sem ádeilu á …

There is a Noose Waiting for You Trinity!

Leikstjórn: Alfonso Balcázar [undir nafninu George Martin] Handrit: Enzo Doria [undir nafninu Ezio Passadore] og Giovanni Simonelli Leikarar: George Martin, Klaus Kinski, Marina Malfatti, Augusto Pescarini, Susanna Atkinson, Daniel Martín, Fernando Sancho, Adolfo Alises, Luigi Antoniolinerra og Gustavo Branched Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1972 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Trinity Harrison tekst að flýja úr fangelsi eftir að hafa beðið í sex ár eftir því að dauðadóminum yfir honum yrði framfylgt, en hann hafði skotið morðingja bróður síns og mágkonu til bana án þess að hirða um réttarkerfið og fjölskyldu sína. Þegar hann loks finnur eiginkonu sína og syni aftur á lítilli landareign fjærri gömlu heimahögunum, neitar hún að taka við honum aftur nema að hann lofi því að snerta aldrei skotvopn framar. Það reynist þó hægara sagt en gert enda svífst fjölmennur bófaflokkur einskis við að knýja smábændurnar í héraðinu til að afsala eignum sínum í hendur sér. Í ofan á lag mætir mannaveiðari á svæðið sem kýs frekar að ná hinum eftirlýstu dauðum en lifandi, en dágóð upphæð …

Street Law

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Massimo De Rita og Dino Maiuri Leikarar: Franco Nero, Barbara Bach, Giancarlo Prete, Renzo Palmer, Nazzareno Zamperla, Massimo Vanni, Romano Puppo, Renata Zamengo og Franco Borelli Upprunaland: Ítalía Ár: 1974 Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Verkfræðingurinn Carlo Antonelli verður fyrir því óláni að bankinn hans er rændur um leið og hann ætlar að leggja þar inn háa fjárhæð á reikning sinn. Í ofan á lag taka ræningjarnir hann síðan sem gísl á æðisgengnum flótta undan lögreglunni og berja hann loks til óbóta þar sem þeir skilja við hann. Framan af treystir Carlo lögreglunni fyrir rannsókn málsins en fær þó smám saman nóg af aðgerðarleysi hennar og áhugaleysi og tekur málið í staðinn í eigin hendur og beitir þar engum vettlingatökum. Almennt um myndina: Þessi hrottafengna ítalska sakamálamynd er með þeim bestu sem Enzo G. Castellari hefur sent frá sér. Átakaatriðin eru mörg flott og kvikmyndatakan vel út færð, t.d. í atriðinu þar sem einn af bankaræningjunum reynir ítrekað að keyra Ford Mustang ‘67 á Franco …

Professional Killer

Leikstjórn: Franco Prosperi [undir nafninu Frank Shannon] Handrit: Franco Prosperi [undir nafninu Frank Shannon] Leikarar: Robert Webber, Franco Nero, Jeanne Valérie, José Luis de Villalonga, Gianni De Benedetto (undir nafninu John Hawkwood), Michel Bardinet, Cec Linder, Theodora Bergery, Earl Hammond og Giovanni Cianfriglia Upprunaland: Ítalía og Frakkland Ár: 1966 Lengd: 93mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Clint Harris er búinn að fá nóg af starfi sínu sem launmorðingi á vegum bandarísku mafíunnar og tilkynnir yfirboðara sínum að hann ætli að draga sig í hlé. Þar sem mafían er farin að gruna einn af valdamestu liðsmönnum sínum um samstarf við yfirvöld, er þrýst á Harris að ljúka starfi sínu með því að myrða manninn. Hann samþykkir það hins vegar aðeins gegn margfaldri launagreiðslu og er sendur ásamt væntanlegum arftaka sínum til Frakklands til að hafa uppi á uppljóstraranum. Áður en langt um líður rennur þó upp fyrir Harris að innan mafíunnar fær enginn að setjast í helgan stein og reynast honum allar bjargir bannaðar. Almennt um myndina: Mjög góð ítölsk sakamálamynd með stílhreinni kvikmyndatöku …

A Queen’s Ransom

Leikstjórn: Ting Shan-Si Handrit: Ting Shan-Si Leikarar: George Lazenby, Judith Brown, Jimmy Wang Yu, Angela Mao, Dean Shek, Niu Tien, Helen Poon og Bolo Yeung Upprunaland: Hong Kong Ár: 1976 Lengd: 89mín. Hlutföll: 1.66:1 (var sennilega 2.35:1) Ágrip af söguþræði: Lögreglan í Hong Kong kemst að því að írsku hryðjuverkasamtökin IRA hafa í samvinnu við kínverska kommúnista undirbúið morðtilræði við Elísabetu II Bretlandsdrottningu sem væntanleg er þar í opinbera heimsókn. Þegar að heimsókninni kemur reynast írsku hryðjuverkamennirnir þó áhugasamari um gullforða Kambódíu sem þeir freista að komast yfir. Almennt um myndina: Alslæm harðhausamynd sem allir nema ruslmyndafíklar ættu að forðast. Enska talsetningin er afleit og hljóðsetningin í slagsmálaatriðunum með ólíkindum. George Lazenby er þekktastur fyrir að hafa leikið James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty’s Secret Service (Peter Hunt: 1969), sem flestir forfallnir Bond aðdáendur telja aðra af tveim bestum myndunum um njósnarann vinsæla, ef ekki þá bestu. Hann lék hins vegar aðeins í einni Bond mynd og var lengi álasað fyrir reynsluleysi sitt sem leikari enda fyrsta alvöru kvikmyndahlutverk hans. Óhætt er þó að …

The Passion of the Christ

Leikstjórn: Mel Gibson Handrit: Benedict Fitzgeral og Mel Gibson Leikarar: James Caviezel, Monica Bellucci, Claudia Gerini, Maia Morgenstern, Hristo Naumov Shopov, Mattia Sbragia, Rosalinda Celentano, Francesco De Vito, Luca Lionello, Jarreth J. Merz, Hristo Jivkov, Fabio Sartor, Sergio Rubini, Toni Bertorelli, Roberto Bestazzoni, Francesco Cabras, Emilio De Marchi, Lello Giulivo, Abel Jefry, Matt Patresi og Roberto Visconti Kvikmyndataka: Tónlist: Framleiðsluland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 127 mín. Útgáfa: Hlutföll: 2.35:1 Tegund: Drama, biblíumynd Stjörnur 3,5 Ágrip af söguþræði Jesús Kristur er svikinn í hendur óvina sinna meðal trúarleiðtoga gyðinga og framseldur til rómverska landstjórans Pontíusar Pílatusar sem lætur að lokum undan þrýstingi og krossfestir hann. Alla tíð hefur Jesús vitað hvað beið hans enda er hann sannfærður um að með dauða sínum og upprisu muni hann leiða mennina til samfélags við sig og frelsa þá. Almennt um myndina Það kom mörgum á óvart að Mel Gibson, einn af vinsælustu leikurum síðari ára, skyldi gera kvikmynd um Jesúm Krist, enda hafa slíkar myndir þótt harla ólíklegar til vinsælda þrátt fyrir að meirihluti mannkyns játi trú á hann …

Halleluja and Sartana Strike Again!

Leikstjórn: Mario Siciliano Handrit: Adriano Bolzoni og Kurt Nachmann Leikarar: Alberto Dell’Acqua [undir nafninu Robert Widmark], Ron Ely, Uschi Glas, Angelica Ott, Dan van Husen [undir nafninu Werner van Husen], Ezio Marano [undir nafninu Alan Abbott], Wanda Vismara, Lars Bloch, Domenico Maggio, Nello Pazzafini, Stelio Candelli og Dante Maggio [undir nafninu Dan May] Upprunaland: Ítalía, Monakó og Þýzkaland Ár: 1972 Lengd: 98mín. Hlutföll: 1.66:1 (var 2.35:1) Ágrip af söguþræði: Stórbóndi, sem ýlfrar í tíma og ótíma eins og úlfur, er sannfærður um að gull leynist í héraðinu og vill því hrekja alla landnemana þaðan burt en til þess lætur hann menn sína sviðsetja draugagang í aðallandnemabænum Moonsville. Það eina sem Úlfurinn óttast er að guðhræddur prestur mæti á staðinn, telji kjark í landnemana og fái þá til að halda kyrru fyrir. Faðir Úlfsins er hins vegar aldraður hershöfðingi, sem heldur að hann sé enn að berjast fyrir sjálfstæði Bandaríkjanna frá breska heimsveldinu og þvælist fyrir vikið iðulega fyrir syni sínum. Almennt um myndina: Óhætt er að segja að Ron Ely og Robert Widmark (sem heitir …

The Troublemakers

Leikstjórn: Mario Girotti [undir nafninu Terence Hill] Handrit: Jess Hill Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Anne Kasprik, Eva Haßmann, Ron Carey, Fritz Sperberg, Radha Delamarter, Jonathan Tucker, Ruth Buzzi, Lou Baker, Michael Huddleston, John David Garfield, Jess Hill og Jack Caffrey Upprunaland: Ítalía, Þýzkaland og Bandaríkin Ár: 1994 Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Móse og Travis eru sneggstu skyttur villta vestursins og mannaveiðarar sem svífast einskis. Móse þolir hins vegar ekki bróður sinn og hefur ekki talað við hann síðan hann stal frá honum hesti á unga aldri. Travis leitar þó bróður sinn uppi um síðir og ákveða þeir að heimsækja móður þeirra um jólin. Á leiðinni lemja þeir ótal bófa sundur og saman og skreyta loks risastórt jólatré móður sinnar með þeim. Almennt um myndina: Úff! Bjánaskapurinn tröllríður svo sannarlega þessum glórulausa og ótrúlega væmna spaghettí-vestra þar sem menn eru lamdir hvað eftir annað í hausinn með steikarpönnum og straujárnum. Leikstjórinn er enginn annar en sjálfur Terence Hill, sem heitir réttu nafni Mario Girotti, en til liðs við sig hefur hann …