Author: Bjarni Randver Sigurvinsson

Mannaja

Leikstjórn: Sergio Martino Handrit: Sergio Martino og Sauro Scavolini Leikarar: Maurizio Merli, John Steiner, Donald O’Brien, Sonja Jeannine, Rik Battaglia, Philippe Leroy, Martine Brochard, Salvatore Puntillo, Nello Pazzafini [undir nafninu Ted Carter], Nino Casale, Enzo Fiermonte, Aldo Rendine, Enzo Maggio, Sophia Lombardo og Sergio Tardioli Upprunaland: Ítalía Ár: 1977 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Enginn er fimari með axir en mannaveiðarinn Mannaja sem notar þær hiklaust í viðureign sinni við eftirlýsta útlaga í villta vestrinu og aflimar þá þegar á þarf að halda. Ekki taka þó allir honum fagnandi þegar hann kemur ríðandi með handalausa fanga sína og er hann hrakinn burt úr námubænum Suttonville, sem stjórnað er með harðri hendi af lömuðum stórbónda og vafasömum liðsmönnum hans. Þrátt fyrir það bíður Mannaja fram aðstoð sína þegar hann kemst að því að dóttir stórbóndans hefur verið rænt, en þar eru í raun að verki liðsmennirnir sem vilja sölsa undir sig öll yfirráð í bænum. Þeir handsama Mannaja, pynta hann og blinda en samt nær hann sér á strik á nýjan leik …

Any Gun Can Play

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Tito Carpi, Enzo G. Castellari, Giovanni Simonelli og John Hart, byggt á sögu eftir Romolo Guerrieri og Sauro Scavolini Leikarar: George Hilton, Edd Byrnes, Gilbert Roland, Stefania Careddu, José Torres, Gérard Herter, Ivano Staccioli, Ignazio Spalla, Adriana Giuffrè, Valentino Macchi, Riccardo Pizzuti, Rodolfo Valadier og Marco Mariani Upprunaland: Ítalía Ár: 1967 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Svikull mannaveiðari, bófaforingi og erindreki tryggingarfélags svífast einskis til að hafa uppi á földnum fjársjóði í villta vestrinu. Almennt um myndina: Þetta var einn af fyrstu spaghettí-vestrunum sem tók sig mátulega alvarlega og má segja að hann hafi að því leyti verið fyrirrennari Trinity myndanna svo nefndu, þ.e. spaghettí-vestrans They Call Me Trinity (Enzo Barboni: 1970) og allra þeirra fjölmörgu sem komu í kjölfar hans. Helstu fyrirmyndirnar eru þó augljóslega spaghettí-vestrar Sergios Leone, einkum þó The Good, the Bad and the Ugly (1966) sem eins og þessi segir frá svo til samviskulausum þremenningum í leit að földum fjársjóði. Upphafsatriði myndarinnar er meira að segja sótt til Leones, sem hafði hugsað …

Kill and Pray

Leikstjórn: Carlo Lizzani Handrit: Lucio Battistrada, Andrew Baxter, Adriano Bolzoni, Armando Crispino, Denis Greene og Edward Williams, byggt á sögu eftir Franco Bucceri, Arnold Elias, Renato Izzo og Frank Mills Leikarar: Lou Castel, Mark Damon, Pier Paolo Pasolini, Barbara Frey, Rossana Krisman, Mirella Maravidi, Franco Citti, Luisa Baratto, Ninetto Davoli, Nino Musco, Carlo Palmucci, Giovanni Ivan Scratuglia og Frank Braña Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 102mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ungur drengur kemst einn lífs af þegar íbúar mexíkansks smábæjar eru strádrepnir og hann lagður í rúst. Farandpredikarahjón bjarga honum þó brátt af vergangi og ættleiða hann, en fyrir vikið vex hann upp með Biblíuna í annarri hendi. Þegar gjafvaxta dóttir hjónanna strýkur svo óvænt að heiman, heldur hann af stað út í villta vestrið í leit að henni og verður áður en varir víðkunnur fyrir skotfimi sína og fyrirbænir fyrir látnum andstæðingum sínum, enda er hann jafnan kallaður Requiescant (latneskt orð sem þýðir: Lát þá hvíla í friði). Í ljós kemur að dóttirin hefur verið neydd út í vændi …

The Hellhounds of Alaska

Leikstjórn: Harald Reinl Handrit: Kurt Nachmann Leikarar: Doug McClure, Roberto Blanco, Kurt Bülau, Harald Leipnitz, Klaus Löwitsch, Kristina Nel, Angelica Ott og Heinz Reincke Upprunaland: Þýzkaland (vestur) og Júgóslavía Ár: 1973 Lengd: 91mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.66:1) Ágrip af söguþræði: Tólf ára gamall piltur er fársjúkur og þarf nauðsynlega að komast undir læknishendur, en faðir hans vill ekki fara með hann til mannabyggða þar sem hann er nýbúinn að finna gull í indíánagrafreit í óbyggðum Alaska. Góðhjartaður loðdýraveiðimaður kemur þeim þó brátt til hjálpar og fer með piltinn áleiðis til byggða, en þegar nokkrir lögreglumenn, sem eru að flytja gullfarm frá næsta námubæ, verða á vegi hans, kemur hann honum fyrir hjá þeim. Áður en lögreglumennirnir komast hins vegar á leiðarenda eru þeir allir felldir af bófaflokki, sem síðan stingur af með gullvagninn. Þegar bófarnir svo finna fársjúkan piltinn í vagninum, ákveður einn þeirra að halda hlífiskildi yfir honum en hinir vilja hann flestir feigan. Loðdýraveiðimaðurinn góðhjartaði er brátt grunaður um ránið og einsetur hann sér að finna piltinn aftur og koma bófunum í …

Kill Bill: Vol. 1

Leikstjórn: Quentin Tarantino Handrit: Quentin Tarantino, byggt á sögu eftir hann sjálfan [undir nafninu Q] og Uma Thurman [undir nafninu U] Leikarar: Uma Thurman, Lucy Liu, Vivica A. Fox, Julie Dreyfus, David Carradine, Daryl Hannah, Sonny Chiba, Michael Madsen, Michael Parks, Chiaki Kuriyama, Chia Hui Liu [undir nafninu Gordon Liu], Jun Kunimura, Kazuki Kitamura, Akaji Maro, Larry Bishop, Michael Bowen og Michael Kuroiwa Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 111mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Brúðurin ein kemst lífs af þegar fimm leigumorðingjar mæta í brúðkaup hennar og skjóta alla sem þar eru að finna. Þegar hún vaknar til meðvitundar eftir rúm fjögur ár á sjúkrastofnun og áttar sig á því hvað gerst hefur og sér að hún hefur misst barnið sem hún hafði gengið með, sver hún þess dýran eið að leita leigumorðingjana uppi og drepa þá einn af öðrum, en þar er foringi þeirra síðastur á blaði, barnsfaðir hennar Bill. Almennt um myndina: Quentin Tarantino er snillingur! Hann er svo sannarlega kvikmyndagerðarmaður sem ekki aðeins augljóslega elskar listgrein sína heldur kann að …

The Bounty Killer

Leikstjórn: Eugenio Martín Handrit: José Gutiérrez Maesso, Eugenio Martín og Don Prindle, byggt á sögu eftir Marvin H. Albert Leikarar: Tomas Milian, Richard Wyler, Ella Karin [undir nafninu Ilya Karin], Mario Brega, Hugo Blanco, Frank Braña, Manuel Zarzo, Luis Barboo, Charo Bermejo, Ricardo Canales, Antonio Cintado, Glenn Foster, Tito García, Enrique Navarro, Rafael Vaquero og Ricardo Palacios Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1966 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þorpsbúar skjóta skjólshúsi yfir mexíkanskan bófaforingja eftir að vinkona hans þar bjargar honum úr höndum lögreglumanna sem flytja áttu hann í rammgerðasta fangelsi Bandaríkjanna. Þegar mannaveiðari mætir á staðinn í leit að bófaforingjanum, fær hann óblíðar móttökur frá þorpsbúunum sem handsama hann og fjötra undir berum himni. Smám saman fá þó þorpsbúarnir og vinkonan nóg af yfirgangi og ofbeldi bófaforingjans og manna hans og leysa því mannaveiðarann úr böndum sem síðan leggur til atlögu við illþýðið með riffil og skammbyssu á lofti. Almennt um myndina: Þessi spaghettí-vestri verður að teljast verulega betri en sumir þeirra sem síðar áttu eftir að koma frá leikstjóranum …

Day of Anger

Leikstjórn: Tonino Valerii Handrit: Ernesto Gastaldi Leikarar: Lee Van Cleef, Giuliano Gemma, Walter Rilla, Christa Linder, Piero Lulli, Al Mulock, Yvonne Sanson, Lukas Ammann, Andrea Bosic, Ennio Balbo, José Calvo, Giorgio Gargiullo, Anna Orso, Karl-Otto Alberty og Nino Nini Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 111mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bæjarbúarnir í Clifton í Arizona hafa alla tíð lagt kamarhreinsarann og öskukarlinn Scott Mary í einelti enda óskilgetinn munaðarleysingi sem á í vandræðum með að samlagast samborgurum sínum. Þegar bófinn Toby ríður í hlaðið og kemur fram við hann eins og vitiborinn mann, reynir Scott Mary allt sem hann getur til að fá að slást í för með honum og fær það að lokum eftir að hafa bjargað lífi hans. Toby þekkir vafasama fortíð helstu góðborgara bæjarins og nær að kúga þá einn af öðrum til hlýðni með aðstoð bófagengis síns og Scotts Marys, sem notar tækifærið til að ná sér niður á misgjörðarmönnum sínum. Smám saman fær hann þó nóg af grimmdarverkum Tobys og snýst gegn honum þegar hann myrðir …

The Revenge of Trinity

Leikstjórn: Mario Camus Handrit: Mario Camus, Mario Cecchi Gori, José Vicente Puente, Miguel Rubio, Alberto Silvestri og Franco Verucci, byggt á sögu eftir Manolo Marinero Leikarar: Terence Hill, Maria Grazia Buccella, Fernando Rey, Mario Pardo, Máximo Valverde, Ángel Lombarte, Carlo Alberto Cortina, Manuel Alexandre, Manuel de Blas, William Layton, José Manuel Martín, Carlos Otero og Andrés Resino Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1971 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Tveir leigumorðingjar eru fengnir til að myrða byltingarsinnaðan stjórnmálaleiðtoga í Mexíkó sem ferðast um meðal alþýðunnar ríðandi á asna og reynir að fá hana til að rísa upp gegn því misrétti sem landeigendurnir beita hana. Þar sem stjórnmálaleiðtoginn fer huldu höfði og gerir aldrei boð á undan sér, reynir annar leigumorðinginn að komast inn í innsta hring helstu fylgismanna hans til að ná þar færi á honum. Almennt um myndina: Allmargir spaghettí-vestrar eru í raun pólitískar dæmisögur í marxískum anda, enda litu ýmsir vinstri sinnaðir ítalskir og spánskir kvikmyndagerðarmenn á vestrann sem kjörinn vettvang til að koma hugsjónum sínum á framfæri við almenning …

Thieves and Robbers

Leikstjórn: Bruno Corbucci Handrit: Mario Amendola og Bruno Corbucci Leikarar: Bud Spencer, Tomas Milian, Marc Lawrence, Billy Garrigues, Joan Call, Jackie Castellano, Dan Fitzgerald, Margherita Fumero, Richard Liberty, Rhonda S. Lundstead, C.B. Seay, Don Sebastian, Darcy Shean og Cristina Trotter Upprunaland: Ítalía Ár: 1982 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.33:1 Ágrip af söguþræði: Lögregluforingi í Miami í Bandaríkjunum leitar uppi skartgripaþjóf sem táldregið hafði eiginkonu valdamikils þingmanns með tengsl við mafíuna. Almennt um myndina: Frekar illa leikin og óhemju vitlaus ítölsk gamanmynd með Bud Spencer í aðalhlutverki sem aldrei þessu vant sparar hnefahöggin fyrstu 50 mín. Tomas Milian er nær óþekkjanlegur í hlutverki frekar aulalegs skartgripaþjófs sem engin kona fær staðist, en hann er kannski þekktastur fyrir hlutverk sín í spaghettí-vestrunum The Big Gundown (Sergio Sollima: 1966), Django Kill! If You Live, Shoot! (Giulio Questi: 1967) og The Four of the Apocalypse (Lucio Fulci: 1975). Mafíuforinginn er hins vegar leikinn af Marc Lawrence sem er þekktastur úr film noir myndum á borð við Key Largo (John Huston: 1948) og The Asphalt Jungle (John Huston: 1950). Greining á …

I Came, I Saw, I Shot

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Augusto Finocchi, Vittorio Metz, Enrique Llovet og José María Rodríguez Leikarar: Antonio Sabato, John Saxon, Frank Wolff, Agata Flori, Leo Anchóriz, Antonio Vico, Rossella Bergamonti, Hércules Cortés, Tito García, Edy Biagetti, Josefina Serratosa, Claudio Castellani og Giovanni Ivan Scratuglia Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1968 Hlutföll: 1.77:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Nokkrir bófar deila um $400.000 ránsfeng í villta vestrinu. Almennt um myndina: Miðlungs spaghettí-vestri sem tekur sig alls ekki alvarlega en verulega slæm gamanmyndatónlistin skemmir mikið fyrir. Antonio Sabato og John Saxon er báðir fínir í hlutverkum sínum og Frank Wolff er afar hressilegur sem sviksamur leikari með William Shakespeare á heilanum. Hér á landi var kvikmyndin gefin út á myndband með káputitlinum Full Proof af Arnar videói enda þótt hún sé kölluð stórum stöfum I Came, I Saw, I Shot strax í myndarbyrjun. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Bófinn Edwin Kean er leikari sem bregður sér í ótal gervi til að villa um fyrir fólki, en framan af myndinni klæðist hann sem prestur og heldur …