Satan eða Lilit í Píslarsögu Gibsons?
Birtingarmynd Satans í píslarsögu þeirri sem við sjáum hér á eftir hefur vakið athygli margra. Fyrir mér er enginn vafi á því að þessi demóníska vera, sem virðist tvíkynja, sýni margvíslegan skyldleika við Lilit sem við þekkjum úr gyðingdómi. Í gegnum bókmenntir Gyðinga hefur mýtan um Lilit varðveist og þróast í meira en 2500 ár. Í því ferli hefur hún birst sem demón, barnamorðingi, fyrsta eiginkona Adams, ástkona lostafullra anda, brúður demónakonungsins Samaels, hetja feminsta og fyrirmynd og fylgdarvera sálarinnar í gegnum dimm herbergi glundurroða. Hennar hlutverk er í þremur víddum; á himni, á jörðu og í undirheimum. Hér fjalla ég um ímynd Lilit sem demon. Í Biblíunni kemur hún aðeins fyrir einu sinni, en það er í Jesaja 34:14. Verið að lýsa hefnadardegi yfir Edóm, sem muni verða lagt í eyði og verða dvalarstaður demóna. Sagt er að Lilit ein skuli hvílast þar og finna sér þar hæli. Lilit hefur sterklega verið tengd við Edens söguna og er þekktust fyrir að vera fyrsta eiginkona Adams. Sagt er að hún hafi verið hrokafull og rifist …