Author: Einar Örn Björgvinsson

The Matrix Reloaded

Leikstjórn: Andy Wachowski og Larry Wachowski [undir nafninu Wachowski bræðurnir] Handrit: Andy Wachowski og Larry Wachowski [undir nafninu Wachowski bræðurnir] Leikarar: Laurence Fishburne, Gloria Foster, Carrie-Anne Moss, Keanu Reeves, Hugo Weaving og Jada Pinkett Smith Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 132mín. Hlutföll: 2.40:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Matrix Reloaded er beint framhald af The Matrix. Í Matrix Reloaded eru vélmennin búin að komast að staðsetningu Síon, neðanjarðarborg mannanna í raunheimi. Vélmennin eru að grafa sig niður í áttinna að Síon á ógnarhraða, 250 þúsund talsins eða jafn mörg og íbúar í Síon. Myndin fjallar um tilraunir Neo, Morpheusar og Trinity til þess að komast að meginuppsprettu vélmennanna, svo bjarga megi Síon frá gjöreyðingu. Almennt um myndina: Matrix Reloaded er magnað afrek á kvikmyndasviðinu. Eftir að hafa horft á hana oftar en einu sinni hef ég ekki ennþá rekist á klippingu, leik, leikstjórn eða eitthvað annað því um líkt sem hefur stungið í augu. Svo virðist sem hún sé nánast fullkomin, en eins og með önnur mannanna verk er það ekki raunin. Á síðum eins …