The Godfather
Leikstjórn: Francis Ford Coppola Handrit: Mario Puzzo og Francis Ford Coppola, byggt á skáldsögu eftir Mario Puzzo Leikarar: Marlon Brando, Al Pacino, James Caan, Richard S. Castellano, Robert Duvall, Sterling Hayden, John Marley, Richard Conte, Al Lettieri, Diane Keaton, Abe Vigoda, Talia Shire, Gianni Russo, John Cazale, Rudy Bond, Al Martino, Morgana King, Lenny Montana, John Martino, Salvatore Corsitto, Simonetta Stefanelli, Sofia Coppola og Alex Rocco Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1972 Lengd: 175mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin gerist í New York á eftirstríðsárunum. Corleone fjölskyldan hefur náð undirtökunum í undirheimum New York og því hafa aðrar mafíufjölskyldur í huga að færa út landamæri sín og hefja eiturlyfjasölu í borginni. En áður en til þess kemur verður Don Vito Corleone (Marlon Brando), Guðföðurinn, að gefa blessun sína yfir ráðahagnum. Don Vito er mjög mótfallinn þessari nýbreytni enda telur hann það ekki hæfa ,,virðingu mafíunnar að hefja sölu á eiturlyfjum til barna og gera menn að aumingjum.“ Þetta álíta hinar mafíufjölskyldurnar sem vanvirðingu við reglu mafíunnar, þar sem menn eigi að deila völdum sínum …