Author: Fríða Rakel Kaaber

Donnie Darko

Leikstjórn: Richard Kelly Handrit: Richard Kelly Leikarar: Jake Gyllenhaal, Jena Malone, Drew Barrymore, Mary McDonnell, Katharine Ross, Patrick Swayse og Noah Wyle Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um unglingsdreng sem á við geðraskanir og svefntruflanir að stríða. Í kjölfar þess að þotuhreyfill brotlendir á húsi hans fer hann að sjá ofsjónir í líki risavaxinnar kanínu sem spáir fyrir um nákvæma tímasetningu endaloka heimsins og fær hann til að framkvæma ýmis ódæðisverk. Almennt um myndina: Donnie Darko er þriðja mynd Kellys (sú fyrsta í fullri lengd), en hann skrifar jafnframt handritið og leikstýrir henni. Áður hafði hann gert tvær stuttmyndir, The Goodbye Place (1996) og Visceral Matter (1997), þar sem hann átti einnig í báðum tilfellum heiðurinn af handriti og leikstjórn. Þess má til gamans geta að fyrri myndin fjallar einmitt um dag í lífi ringlaðs unglingsdrengs og sú síðari um tilraunir til ferðalaga í tíma og rúmi, svo það virðist sem þessi hugmynd hafi verið að gerjast með Kelly um einhvern tíma. Myndin var tilnefnd …