The Boondock Saints
Leikstjórn: Troy Duffy Handrit: Troy Duffy Leikarar: Sean Patrick Flanery,Norman Reedus, David della Rocco, Billy Connolly, Willem Dafoe og Ron Jeremy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 108mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Við kynnumst tveimur bræðrum sem birtast okkur sem mjög trúaðir írsk/kaþólskir lágstéttarstrákar. Eftir því sem það líður á myndina fer áhorfandann að gruna að það sé meira í þá spunnið, jafnvel að þeir hafi einhverja yfirnáttúrulega köllun. Þeir taka sér það hlutverk að vera hálfgerður refsivöndur Guðs, eða í það minnsta réttlætisins. Þannig hefja þeir sókn gegn hinu illa og leitast til við að eyða því með ofbeldisfullum aðferðum. Almennt um myndina: Stíll kvikmyndarinnar líkist í sumu leyti kvikmyndum eins og Pulp Fiction og Reservoir Dogs hvað varðar töku og klippingu, og jafnvel kvikmyndatöku sem er að vissu leyti hrá. Auk þess sem tímaröð er stundum örlítið rugluð í kringum ofbeldisatriðin. Boondock Saints er jafnframt frumraun leikstjórans Troy Duffy. Tónlistin í myndinni er frekar hart rokk/popp og er samin og leikin af leikstjóranum og hljómsveit hans. Í bland við þetta er …