Author: Gunnar Einar Steingrímsson

Windtalkers

Leikstjórn: John Woo Handrit: John Rice og Joe Batteer Leikarar: Nicolas Cage, Christian Slater, Adam Beach, Peter Stormare, Noah Emmerich, Martin Henderson, Mark Ruffalo, Brian Van Holt, Roger Willie og Frances O’Connor Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 129mín. Hlutföll: 2.40:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þessi mynd fjallar um hvernig Bandaríkjamenn notuðu tungumál Navajo indiána til þess að búa til dulmál til þess að koma mikilvægum skeytasendingum sín á milli. Til þess þurftu þeir því að fá Navajo indiána í herinn. Fram til þessa höfðu Japanir alltaf getað brotið dulmál Bandaríkjamanna en nú bundu þeir miklar vonir um að slík gegnumbrot væru á enda. Joe Enders (Nicholas Cage) er hermaður sem missir alla félagana úr sveit sinni og særist sjálfur í átökum þar sem hann er hæstráðandi. Félagar hans grátbáðu hann um að mega hörfa, en hann stóð fast á því að hlíðnast skipunum yfirboðara sinna. Honum er tjaslað saman á Hawaii og von bráðar er hann kominn á ný út á vígvöllinn. Nú er hlutverk hans að hafa gætur á Navajo indíánanum Ben Yahzee …