Sib
Leikstjórn: Samira Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Samira Makhmalbaf Leikarar: Massoumeh Naderi, Zahra Naderi, Ghorban Ali Naderi, Azizeh Mohamadi og Zahra Saghrisaz Upprunaland: Íran og Frakkland Ár: 1998 Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sib (Eplið) byggir á lífi raunverulegrar íranskrar fjölskyldu, Naderi-fjölskyldunnar. Myndin segir frá tveimur tólf ára systrum í Teheran sem hafa verið lokaðar inni á heimili sínu frá fæðingu. Fjölskyldan saman stendur af systrunum Zahra og Massoumeh, öldruðum föður þeirra og blindri móður. Foreldrarnir halda því fram að þeir hafi lokað þær inni til þess að vernda þær en nágrannar fjölskyldunnar láta félagsmálayfirvöld vita sem leitast við að koma til hjálpar. Fjölmiðlar segja jafnframt frá málinu og lýsa föður stúlknanna eins og fangaverði sem hafi hlekkjað þær fastar og geymt þær eins og dýr í búri. Myndin lýsir því síðan hvernig fulltrúi félagsþjónustunnar reynir að fá foreldrana til að hleypa stúlkunum út þannig að þær geti lifað venjulegu lífi, gengið í skóla og eignast leikfélaga. Áhorfendur fá svo að sjá hvernig fjölskyldan bregst við nýjum aðstæðum og frelsi stúlknanna. Almennt um …