Author: Gunnar J. Gunnarsson

Jerúsalem

Leikstjórn: Bille August Handrit: Bille August eftir samnefndri skáldsögu Selmu Lagerlöf. Leikarar: Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Pernilla August, Lena Endre, Sven-Bertil Taube, Reine Brynolfsson, Jan Mybrand, Max von Sydow, Olympia Dukakis, Björn Granath, Viveka Seldahl, Sven Wollter, Johan Rabaeus, Mona Malm, André Beinö. Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1996 Hlutföll: www.imdb.com/Title?0116696 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Jerúsalem byggir á samnefndri sögu sænsku skáldkonunnar Selmu Lagerlöf sem kom út í tveim bindum á árunum 1901-1902 og vakti mikla athygli. Sagan fjallar um raunverulega atburði og segir frá því þegar hópur bændafólks frá Nås í sænsku Dölunum fluttist til Jerúsalem árið 1896 til að mæta Kristi þegar hann kæmi aftur. Lítil frétt í blaði um þennan atburð vakti áhuga Selmu Lagerlöf og fór hún bæði til Nås og Jerúsalem til að kynna sér aðstæður og leita svara við því hvað fær bændur norðan úr Dölum til að rífa sig upp með rótum og halda á vit óvissunnar suður til landsins helga. Í upphafi myndarinnar er dregin upp mynd af fábrotnu bændasamfélagi sem tekst á við erfiða lífsbaráttuna. Undir niðri …

Trois Colours: Bleu

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski, Krzysztof Piesiewicz, Agnieszka Holland, Slavomir Idziak, Edward Zebrowski. Leikarar: Juliette Binoche, Benoît Régent, Florence Pernel, Charlotte Véry, Hélène Vincent, Philippe Volter, Claude Duneton, Hugues Quester, Emmanuelle Riva, Florence Vignon, Daniel Martin, Jacek Ostaszewski, Yann Trégouët. Upprunaland: Frakkland, Pólland, Sviss Ár: 1993 Lengd: 100mín. Hlutföll: www.imdb.com Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Þrís litir: Blár er fyrst í röð þriggja mynda Kieslowskis um litina þrjá í franska fánanum og fjallar hún um frelsið. Hinar myndirnar eru Hvítur sem fjallar um jafnréttið og Rauður sem fjallar um bræðralagið.Myndin gerist í París og segir frá Julie, sem Juliette Binoche leikur, konu sem á allt og virðist njóta hamingju og velgengni þegar hún, Patrice eiginmaður hennar og Anna dóttir þeirra lenda dag einn í bílslysi. Eiginmaðurinn og dóttirin deyja og sjálf slasast hún töluvert. Myndin fjallar síðan um það hvernig henni tekst að vinna úr áfallinu.Líkamlegir áverkar jafna sig smátt og smátt en andleg sár eru hins vegar ógróin. Hún þarf að takast á við alveg nýjar aðstæður og það óvænta og óvelkomna …

Magnolia

Leikstjórn: Paul Thomas Anderson Handrit: Paul Thomas Anderson Leikarar: John C. Reilly, Tom Cruise, Julianne More, Philip Baker Hall, Jeremy Blackman, Philip Seymor Hoffman, William H. Macy, Melora Walters, Jason Robards, Melinda Dillon, Michael Bowen, Felicity Huffman, April Grace, Rick Jay, Pat Healy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 188mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0175880 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Magnolia er í raun margslungið púsluspil. Hún lýsir einum sólarhring í lífi nokkurra ólíkra einstaklinga í Los Angeles. Þeir eru allir að kljást við líf sitt og aðstæður í sundurlausum veruleika firringarinnar í hinu svonefnda postmodern-samfélagi. Hér raðast saman níu svipmyndir eða sögur af þessu fólki sem gengur misvel – eða illa að fóta sig í óreiðunni og smám saman sést hvernig það tengist innbyrðis í öllu sambandsleysinu. Myndin hefst á eins konar formála sem hefur að geyma þrjár stuttar sögur af furðulegum atvikum. Þær varpa fram spurningunni um hvort ótrúlegir atburðir hafi í raun gerst og þá hvort um tilviljun hafi verið að ræða eða ekki. Þeirri hugsun er síðan fylgt eftir í Magnoliu.Einstaklingarnir sem Magnolia greinir …

Braveheart

Leikstjórn: Mel Gibson Handrit: Mel Gibson Leikarar: Mel Gibson, James Robinson, Sean Lawlor, Sandy Nelson, James Cosmo, Sean McGinley, Alan Tall, Andrew Weir Upprunaland: England og Frakkland Ár: 1995 Lengd: 177mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0112573 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Braveheart greinir frá skosku frelsishetjunni Vilhjálmi Wallace. Sagan gerist kringum aldamótin 1300 þegar Vilhjálmur leiddi uppreisn Skota gegn Játvarði I Englandskonungi, en hún markaði upphaf langrar frelsisbaráttu sem að lokum skilaði árangri. Fjöldi sagna er til um Vilhjálm og eiga margrar þeirra rætur að rekja til sagnaljóðs frá því á 15. öld. Vinsælustu sögurnar eru ekki studdar rituðum heimildum, enda eru þær af skornum skammti, en þær sýna þau áhrif sem Vilhjálmur hefur haft á skoska þjóðarsál og enn syngja menn ljóðið um hann. Handrit kvikmyndarinnar Braveheart er skrifað af Randall Wallace og mun m.a. vera byggt á sagnaljóðinu frá 15. öld auk hæfilegrar blöndu af ást og þjóðernisrómantík. Myndin hefst þegar Vilhjálmur Wallace er barn að aldri. Faðir hans fellur í bardaga við enska herinn. Föðurbróðir hans tekur hann að sér og sér til þess að …

Sling Blade

Leikstjórn: Billy Bob Thornton Handrit: Billy Bob Thornton Leikarar: Aðalleikarar: Billy Bob Thornton, Lucas Black, Natalie Canerday, John Ritter, Dwight Yoakam, J. T. Walsh, James Hamton, Robert Duvall, Rick Dial, Brent Briscoe, Christy Ward Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1996 Lengd: 135mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0117666 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmynd Billy Bob Thorntons, Sling Blade, segir frá Karl Childress, sem Thornton leikur sjálfur á frábæran hátt. Hann er andlega fatlaður maður sem er í þann mund að losna úr langri vist á geðsjúkrahúsi í Arkansasfylki. Í upphafi myndarinnar rekur Karl sögu sína og greinir m.a. frá því hvernig foreldrar hans fóru með hann í æsku og lokuðu hann inni í skúr á baklóðinni við heimili þeirra og litu nánast eingöngu til hans til að gefa honum að borða og uppfræða hann í Biblíunni. Reyndar kemur í ljós að sú uppfræðsla var meira og minna vafasöm og tilbúningur, a.m.k. uppgötvaði Karl það þegar hann fór að lesa sjálfur í Biblíunni á geðsjúkrahúsinu að margt af því sem foreldrar hans kenndu honum stóð alls ekki í henni. Kvöld eitt …

Hilary and Jackie

Leikstjórn: Anand Tucker Handrit: Frank Cottrell-Boyce, byggt á bókinni „A Genius in the Family“ eftir Hilary du Pré og Piers du Pré. Leikarar: Aðalleikarar: Emily Watson, Rachel Griffiths, James Frain, David Morrissey, Charles Dance, Celia Imrie, Rupert Penry-Jones, Bill Patersson, Auriol Evans og Keeley Flanders. Upprunaland: England Ár: 1998 Lengd: 125mín. Hlutföll: http://us.imdb.com/Title?0150915 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Hilary and Jackie vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd á sínum tíma. Hún byggir á og segir sögu systranna Jacqueline og Hilary du Pré sem ólust upp á Englandi á 6. áratug 20. aldar. Báðar voru þær hæfileikaríkar og efnilegar á sviði tónlistar. Önnur þeirra, Jackie, nær heimsfrægð sem sellóleikari en Hilary giftist Kiffer Finzi og sest að í sveit eftir að tónlistarkennari hafði brotið hana niður og spillt frama hennar. Framan af myndinni er uppvexti systranna lýst en þegar Jackie hefur haldið fyrstu einleikstónleikana sína í Wigmore Hall í London skiljast leiðir og eftir það rekur myndin sögu þeirra systra og samskipti annars vegar frá sjónarhóli Jackie og hins vegar Hilary. Segja má að …

Cool Hand Luke

Leikstjórn: Stuart Rosenberg Handrit: Donn Pearce (eftir eigin skáldsögu) Leikarar: Paul Newman, George Kennedy, J. D. Cannon, Lou Antonio, Robert Drivas, Strother Martin, Jo Van Fleet, Clifton James, Morgan Woodward, Luke Askew, Marc Cavell, Richars Davalos, Robert Donner, Waren Finnerty og Dennis Hopper Upprunaland: Paul Newman, George Kennedy, J. D. Cannon, Lou Antonio, Robert Drivas, Strother Martin, Jo Van Fleet, Clifton James, Morgan Woodward, Luke Askew, Marc Cavell, Richars Davalos, Robert Donner, Waren Finnerty, Dennis Hopper Ár: 1967 Lengd: 126mín. Hlutföll: http://www.imdb.com/ Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Lukas Jackson er handtekinn fyrir að hafa eyðilagt stöðumæla drukkinn og dæmdur í tveggja ára þrælkunarvinnu. Hann kemst upp á kant við Dragline, foringja í hópi fanganna, sem skorar hann á hólm í hnefaleikum. Eftir viðureignina tekst með þeim vinátta og Luke hlýtur smám saman virðingu samfanga sinna. Fangaverðirnir líta hins vegar á hann sem varasaman. Þegar móðir hans deyr strýkur hann úr fangelsinu en næst á ný. Hann strýkur aftur og allt fer á sömuleið. Loks strýkur hann í þriðja sinn og sú spurning vaknar hvor fangavörðunum …