Author: Gunnlaugur A. Jónsson

Romeo, Julia a tma

Leikstjórn: Jirí Weiss Handrit: Ján Otcenásek, Jirí Weiss Leikarar: Ivan Mistrík, Daniels Smutná Kvikmyndataka: Václav Hanus Tónlist: Emil Poledník Framleiðsluland: Tékkland Framleiðsluár: 1960 Lengd: 92 Tegund: Drama Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Pavel er ungur nemendi í Prag á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann felur gyðingastúlkuna Hanka á háaloftinu í blokkinni þar sem hann býr. Ástin blómstrar milli þeirra. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Bakgrunnur myndarinnar er helförin. Ungur maður (Pavel) felur gyðingastúlku (Hanka) á háalofti í fjölbýlishúsi í Prag. Samband þeirra þróast smám saman í ástarsamband og er Pavel eini tengiliður Hönku við umheiminn. Í upphafi myndarinnar sjáum við hvar Gyðingafjölskylda er flutt á brott úr fjölbýlishúsinu. Barn í fjölskyldunni virðist allt því að því spennt fyrir vænanlegri ferð, spyr hvort fleiri krakkar verði ekki með í ferðinni o.s.frv. Annað barn spyr hvenær þau komi aftur úr sumarfríinu. Annars sjáum við lítið af slíku í myndinni, útrýmingarbúðir sjást t.d. aldrei. Að því leyti er myndin fjarri því eins óhugnanleg og flestar helfararkvikmyndir. Myndin snýst að verulegu leyti um samskipti ósköp venjulegs fólks í fjölbýlishúsinu …

Lena: My 100 Children

Leikstjórn: Edwin Sherin Handrit: Jonathan Rintels, byggt á sögulegri skáldsögu eftir Kuchler-Silbermann Leikarar: Linda Lavin, Torquil Campbell, Lenore Harris, Cynhtia Wilde, Goeroge Touliatos, Susannah Hoffmann og John Evans Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1987 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þjáningum þeirra sem lifðu af helförina var sjaldnast lokið við endalok heimsstyrjaldarinnar síðari. Það kemur vel fram í kvikmyndinni Hundrað börn Lenu (Lena: My 100 Children). Þetta er áhrifamikil mynd um kærleiksverk mikilhæfrar konu andspænis ótrúlegri grimmd kynþáttahaturs. Myndin er byggð á sögu af sannsögulegum atburðum. Söguþráður hennar er á þá leið að kona að nafni Lena Kuchler (leikin af Lindu Lavin) kemur að flóttamannamiðstöð Gyðinga í Krakow leit að týndum ættingjum. Sú leit hennar reynist árangurslaus eins og svo magra annarra. Hún tekur hins vegar eftir nokkrum drengjum sem sitja fyrir utan flóttamannabúðirnar, vannærðir og illa til reika og að enginn lætur sig varða um þá. Þegar hún heldur með þá inn í flóttamannabúðirnar og gerist ágeng fyrir þeirra hönd er henni vísað upp á þriðju hæð hússins. Þar finnur hún hundrað börn, …

The Search

Leikstjórn: Fred Zinnemann Handrit: Richard Schweizer, David Wechsler, Paul Jarrico og Mongomery Clift Leikarar: Mongomery Clift, Aline MacMahon, Jarmila Novotna, Wendell Corey, Ivan Jandl, Mary Patton, Eward G. Morrison, William Rogers, Leopold Borkowski og Claude Gambier Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1948 Lengd: 105mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um ungan dreng Karel að nafni (Ivan Jandl) og Hönnu móður hans (Jarmila Novotna) sem bæði hafa lifað af vist í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz en síðan orðið viðskila hvort við annað. Drengurinn kemst undir verndarvæng bandarísks hermanns (Montgomery Clift) sem lætur sér mjög annt um hann og hefur í hyggju að taka hann með sér heim til Bandaríkjanna. Þrá drengsins unga Karel eftir Hönnu móður sinni og leit hennar að honum eru meginstef myndarinnar sem er tekin á söguslóðum, í borgarrústum Þýskalands skömmu eftir stríðslok. Myndin hefst á því að lest kemur á áfangastað og þegar vagnarnir eru opnaðir (sem virðast sömu eða svipaðrar gerðar og gripavagnar Nasistanna) reynast þeir fullir af sofandi börnum. Góðleg kona lýsir með vasaljósi inn í vagninn og …

The Pawnbroker

Leikstjórn: Sidney Lumet Handrit: Morton S. Fine og David Friedkin, byggt á sögu eftir Edward Lewis Wallant Leikarar: Rod Steiger, Geraldine Fitzgerald, Brock Peters, Jaime Sánchez, Thelma Oliver, Marketa Kimbrell og Baruch Lumet Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1964 Lengd: 111mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Hér er á ferðinni áhrifarík kvikmynd sem fjallar um Sol Nazermann, miðaldra Gyðing í New York sem misst hefur alla fjölskyldu sína í helförinni en sjálfur komist lífs af. Hann er augljóslegar þjakaður af sektarkennd yfir því að hafa haldið lífi án þess að geta bjargað lífi fjölskyldu sinnar. Hann starfar sem veðlánari þar sem hann kemur mjög kuldalega fram við viðskiptavini sína. Hann vill greinilega forðast öll mannleg samskipti og hefur tjáð sig um að hann láti sig framtíðina engu varða. Vörn hans gagnvart þeim hryllingi sem hann hefur upplifað er sú að loka á allar tilfinningar og þannig birtist hann viðskiptavinum sínum sem algjörlega tilfinningalaus mannvera. Þegar 25 ár eru liðin frá dauða konu hans taka minningarnar um hina látnu fjölskyldu hans að sækja á hann sterkar …

Hitlerjunge Salomon

Leikstjórn: Agnieszka Holland Handrit: Agnieszka Holland og Paul Hengge, byggt á bók eftir Salomon Perel Leikarar: Marco Hofschneider, Julie Delpy, René Hofschneider, Piotr Kozlowski, Klaus Abramowsky, Michèle Gleizer, Marta Sandrowicz, Nathalie Schmidt, Delphine Forest, Andrzej Mastalerz, Wlodzimierz Press, Martin Maria Blau, Klaus Kowatsch, Holger Hunkel, Bernhard Howe, André Wilms, Hanns Zischler, Norbert Schwarz, Erich Schwarz, Halina Labonarska og Salomon Perel Upprunaland: Þýskaland, Pólland og Frakkland Ár: 1991 Lengd: 111mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin er byggð á sjálfsævisögu Salomons Perel þar sem hann greinir frá ótrúlegri lífsreynslu sinni. Myndin hefst á orðum hans: „Ég var fæddur 20. apríl 1925 í Peine, Þýskalandi, Evrópu.” Aðalpersóna myndarinnar á m.ö.o. sama afmælisdag og Adolf Hitler eins og vikið er að í myndinni. Á bar mitzvah-degi Salomons, eða Soleks eins og hann er kallaður, er ráðist á heimili hans af nasistum. Hann er í baði þegar árásin á sér stað. Hann sleppur nakinn út um glugga og felur sig ofan í tunnu í bakgarði hússins. Það er ekki fyrr en um kvöldið sem vinkona hans ein …

Obchod na korze

Leikstjórn: Ján Kadár og Elmar Klos Handrit: Ján Kadár, Elmar Klos og Ladislav Grosman Leikarar: Ida Kaminska, Jozef Kroner, Hana Slivková, Martin Hollý, Adám Matejka og Frantisek Zvarík Upprunaland: Tékkóslóvakía Ár: 1965 Lengd: 128mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um samspil tveggja einstaklinga í slóvakíska bænum Sabinov í skugga helfararinnar árið 1942. Einstaklingarnir tveir eru gömul Gyðingakona, Rozalie Lautmann að nafni, sem rekur litla verslun og trésmiður að nafni Tono Brtko, sem hefur af hinum nýju ráðamönnum fasista fengið það hlutverk að taka yfir verslunina. Það hlutverki fær hann annars vegar vegna þess að hann er aríi og hins vegar vegna þess að mágur hans hefur komist til áhrifa hjá hinum nýju valdhöfum. Rozalie gamla, sem heyrir illa og skilur ekki hvað um er að vera, telur að hún hafi fengið elskulegan aðstoðarmann. Svo fer raunar að með þeim Rozalie og Tono tekst vinskapur, en áhorfandinn bíður þess alltaf að gamla konan átti sig á því sem raunverulega er að gerast og að þetta geti varla endað nema illa. Helfararmyndir enda …

The Island on Bird Street

Leikstjórn: Søren Kragh-Jacobsen Handrit: John Goldsmith og Tony Grisoni, byggt á sögu eftir Uri Orlev Leikarar: Jordan Kiziuk, Patrick Bergin, Jacob Rasmussen, Jack Warden, James Bolam, Simon Gregor, Lee Ross, Michael Byrne, Heather Tobias, Suzanna Hamilton og Sian Nicola Liquorish Upprunaland: Danmörk, Þýskaland og Bretland Ár: 1997 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hinn ellefu ára Alex (Jordan Kiziuk) sleppur undan SS-sveitum nasista þegar faðir hans og frændi eru teknir höndum og fluttir á brott úr gettóinu í Varsjá. Mjög fáir Gyðingar eru þá eftir í gettóinu en Alex felur sig í holu undir hálfhrundu húsi þar sem hann býr um sig, dregur að sér ýmsa gagnlega muni úr yfirgefnum íbúðum og heldur baráttuþreki sínu í þeirri einlægu von og trú að Stefan faðir hans (Patrick Bergin) muni koma og sækja hann eins og hann hafði lofað. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er Daninn Søren Kragh-Jacobsen, sem er m.a. þekktur fyrir myndir sínar „Drengirnir frá St. Petri” og „Sjáðu sæta naflann minn”. Leikararnir koma frá ýmsum löndum og er myndin einkum fjármögnuð …

Píslir Krists í ljósi fjórða þjónsljóðsins

Góðir forsýningargestir! Í allri þeirri miklu umræðu erlendis sem átt hefur sér stað um þá kvikmynd sem við erum að fara að horfa á virðist mér sem mönnum hafi yfirsést yfirskrift myndarinnar eða þýðing hennar. Ég vek því sérstaka athygli ykkar á þessari yfirskrift. Hún er sótt í Gamla testamentið, í rit Jesaja spámanns, nánar tiltekið svokallað 4. þjónsljóð hans sem er að finna í Jesajaritinu k. 52:13-53:12. Kristur þjáist.Þjónsljóð það sem hér um ræðir er meðal áhrifamestu en jafnframt umdeildustu kafla alls Gamla testamentisins. Hin hefðbundna túlkun kristinna manna á umræddum texta var sú að hér væri um að ræða spádóm Jesaja um þjáningu og dauða Jesú Krists. Um leið vil ég minna á að Jesaja hefur oft í sögu kristninnar verið nefndur guðspjalla­maður Gamla testamentisins og rit hans kallað fimmta guðspjallið. Strax í 1. kafla (v. 5-6) Jesajaritsins er að finna texta sem í sögu kristninnar, einkum á miðöldum, var oft túlkaður þannig að hann segði fyrir um píslir Jesú Krists. Þar segir: „Höfuðið er allt í sárum . . . Frá hvirfli …

Amiée & Jaguar

Leikstjórn: Marx Färberböck Handrit: Marx Färberböck og Rona Munro, byggð á sannsögulegri bók eftir Erica Fischer Leikarar: Maria Schrader, Juliane Köhler, Johanna Wokalek, Heike Makatsch, Elisabeth Degen, Detlev Buck, Inge Keller og Kyra Mladeck Upprunaland: Þýskaland Ár: 1999 Lengd: 126mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin gerist Berlín í síðari heimsstyrjöldinni (einkum 1943-1944) þegar farið er að halla undan fæti hjá Þjóðverjum. Felice (Maria Schrader), greind, lagleg en umfram allt hugrökk Gyðingakona lifir undir fölsku flaggi og hefur svo rækilega tekist að leyna því hver hún er að hún starfar á skrifstofu nasista á daginn. Á kvöldin starfar hún hins vegar í neðanjarðarhreyfingu þeirra Gyðinga sem enn eru eftir í Berlín. Þar við bætist að hún er lesbísk og leitast við að sinna því eðli sínu einnig. Önnur aðalpersóna myndarinnar er Lilly (Juliane Köhler), þýsk umhyggjusöm fjögurra barna móðir, sem hefur þó á stundum gert sig seka um að halda framhjá manni sínum, þýskum hermanni, sem oftast er á vígvellinum en kemur þó af og til heim til Berlínar. Þessar ólíku konur hittast …

Kapo’

Leikstjórn: Gillo Pontecorvo Handrit: Gillo Pontecorvo og Franco Solinas Leikarar: Susan Strasberg, Laurent Terzieff, Emmanuelle Riva, Didi Perego, Gianni Garko, Annabella Besi, Mirjana Dojc, Graziella Galvani, Bruno Scipioni og Mira Dinulovic Upprunaland: Ítalía, Frakkland og Júgóslavía Ár: 1960 Lengd: 112mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Aðalpersóna myndarinnar Kapo heitir Edith. Hún er frönsk táningsstúlka sem er svo óheppin að vera Gyðingur og er send í útrýmingarbúðir nasista ásamt foreldrum sínum sem láta þar lífið. Sjálfri tekst henni að forðast þau örlög með því að læknir búðanna miskunnar sig yfir hana og gefur henni föt og nafn nýlátinnar stúlku sem ekki var Gyðingur. Nafn hennar var Nicole. Undir þessu nýja nafni er hún flutt í fangabúðir í Póllandi þar sem hún sætir miklu harðræði. Þar er það vinátta annarrar franskrar stúlku að nafni Therese (Emmanulle Riva) sem færir henni lífsvilja. Vegna útlits síns er Edith valin til að „skemmta” þýskum hermönnum. Smám saman bugar þrældómurinn og stöðugur sultur hana. Hún sljóvgast við að hafa skelfingar fangabúðanna daglega fyrir augum og þegar þýskur eftirlitsmaður lítur …