Romeo, Julia a tma
Leikstjórn: Jirí Weiss Handrit: Ján Otcenásek, Jirí Weiss Leikarar: Ivan Mistrík, Daniels Smutná Kvikmyndataka: Václav Hanus Tónlist: Emil Poledník Framleiðsluland: Tékkland Framleiðsluár: 1960 Lengd: 92 Tegund: Drama Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Pavel er ungur nemendi í Prag á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann felur gyðingastúlkuna Hanka á háaloftinu í blokkinni þar sem hann býr. Ástin blómstrar milli þeirra. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Bakgrunnur myndarinnar er helförin. Ungur maður (Pavel) felur gyðingastúlku (Hanka) á háalofti í fjölbýlishúsi í Prag. Samband þeirra þróast smám saman í ástarsamband og er Pavel eini tengiliður Hönku við umheiminn. Í upphafi myndarinnar sjáum við hvar Gyðingafjölskylda er flutt á brott úr fjölbýlishúsinu. Barn í fjölskyldunni virðist allt því að því spennt fyrir vænanlegri ferð, spyr hvort fleiri krakkar verði ekki með í ferðinni o.s.frv. Annað barn spyr hvenær þau komi aftur úr sumarfríinu. Annars sjáum við lítið af slíku í myndinni, útrýmingarbúðir sjást t.d. aldrei. Að því leyti er myndin fjarri því eins óhugnanleg og flestar helfararkvikmyndir. Myndin snýst að verulegu leyti um samskipti ósköp venjulegs fólks í fjölbýlishúsinu …