Author: Gunnlaugur A. Jónsson

Musíme si pomáhat

Leikstjórn: Jan Hrebejk Handrit: Jan Hrebejk og Petr Jarchovský Leikarar: Bolek Polívka, Anna Sisková, Csongor Kassai, Jaroslav Dusek, Jirí Pecha, Martin Huba, Simona Stasová, Vladimir Marek, Jirí Kodet og Richard Tesarík Upprunaland: Tékkland Ár: 2000 Lengd: 117mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Tékknesku hjónin María og Jósef Cízek skjóta skjólshúsi yfir gGyðing að nafni Davíð á flótta undan nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Nágrannarnir eru hins vegar sannfærðir um að þau séu föðurlandssvikarar þar sem þau umgangast þýskættaðan Tékka og Jósef fær sér vinnu hjá þýska hernámsliðinu. Í myndinni eru augljósar skírskotanir til jólaguðspjallsins hjá Lúkasi. Almennt um myndina: Hér er um óvenjulega helfararmynd að ræða. Helför Gyðinga er í bakgrunni myndarinnar en áhorfandinn sér aldrei útrýmingarbúðir enda er myndin öll af sjónarhóli þriggja aðalpersónanna, þ.e. Davíðs, Maríu og Jósefs. Davíð, fyrrverandi nágranni Maríu og Jósefs, hefur tekist að flýja úr útrýmingarbúðum nasista í Póllandi þaðan sem hann hafði verið sendur úr tékknesku fanga- og þrælkunarbúðunum í Thereienstadt (Terezín). Hann leitar á heimaslóðir sínar. Fyrsti nágranni hans sem verður hans var í myrkrinu bregðst …

Il giardino dei Finzi-Contini

Leikstjórn: Vittorio De Sica Handrit: Vittorio Bonicelli og Ugo Pirro, byggt á sjálfsævisögulegri skáldsögu eftir Giorgio Bassani Leikarar: Lino Capolicchio, Dominique Sanda, Helmut Berger, Romolo Valli, Fabio Testi, Camillo Cesarei, Inna Alexeieff, Katina Morisani, Barbara Pilavin, Michael Berger, Ettore Geri og Raffaele Curi Upprunaland: Ítalía Ár: 1970 Lengd: 93mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um áhyggjulaust líf Finzi-Contini fjölskyldunnar í Ferrara á Ítalíu þegar fasistar eru teknir að þrengja að Gyðingum og svipta þá grundvallar mannréttindum. Innan veggja Finzi-Contini garðsins spila systkinin Micol og Antonio tennis með vinum sínum og loka augunum fyrir því sem á sér stað utan veggjanna. Fjölskyldan virðist trúa því að auðæfi hennar muni vernda hana fyrir illsku heimsins og veggirnir umhverfis garðinn standa sem tákn um þá tiltrú. Georgio, einn vina Finzi-Contini systkinanna, er ástfanginn af Micol, sem er æskuvinkona hans, en sú ást er ekki endurgoldin. Almennt um myndina: Myndin hefur hlotið margvísleg verðlaun, svo sem Óskarinn sem besta erlenda myndin og Gullbjörninn. En margir hafa líka orðið til að gagnrýna hana, sagt hana bæði …

Il giardiono dei Finzi-Contini

Leikstjórn: Vittorio De Sica Handrit: Vittorio Bonicelli og Ugo Pirro, byggt á sjálfsævisögulegri skáldsögu eftir Giorgio Bassani Leikarar: Lino Capolicchio, Dominique Sanda, Helmut Berger, Romolo Valli, Fabio Testi, Camillo Cesarei, Inna Alexeieff, Katina Morisani, Barbara Pilavin, Michael Berger, Ettore Geri og Raffaele Curi Upprunaland: Ítalía Ár: 1970 Lengd: 93mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um áhyggjulaust líf Finzi-Contini fjölskyldunnar í Ferrara á Ítalíu þegar fasistar eru teknir að þrengja að Gyðingum og svipta þá grundvallar mannréttindum. Innan veggja Finzi-Contini garðsins spila systkinin Micol og Antonio tennis með vinum sínum og loka augunum fyrir því sem á sér stað utan veggjanna. Fjölskyldan virðist trúa því að auðæfi hennar muni vernda hana fyrir illsku heimsins og veggirnir umhverfis garðinn standa sem tákn um þá tiltrú. Georgio, einn vina Finzi-Contini systkinanna, er ástfanginn af Micol, sem er æskuvinkona hans, en sú ást er ekki endurgoldin. Almennt um myndina: Myndin hefur hlotið margvísleg verðlaun, svo sem Óskarinn sem besta erlenda myndin og Gullbjörninn. En margir hafa líka orðið til að gagnrýna hana, sagt hana bæði …

Driving Miss Daisy

Leikstjórn: Bruce Beresford Handrit: Alfred Uhry Leikarar: Jessica Tandy, Morgan Freeman, Dan Ackroyd, Patti LuPone, Esther Rolle, Joann Havrilla, William Hall, Alvin M. Sugarman og Clarice F. Geigerman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1989 Lengd: 99mín. Hlutföll: 1.55:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Söguþráður myndarinnar getur tæpast talist stórbrotinn. Myndin fjallar um 25 ára löng samskipti aldraðrar ekkju, Miss Daisy (Jessica Tandy), sem er Gyðingur og bílstjórans Hoke, blökkumanns (Morgan Freeman), sem sonur Daisy hefur ráðið fyrir hana í fullkominni óþökk hennar. Samskipti þeirra byrja ekki vel en smám saman tekst Hope að vinna traust og loks vináttu Daisy. Þetta er hugljúf mynd sem fjallar jafnframt um samskipti ólíkra kynþátta. Um er að ræða kynþætti sem eiga það sameiginlegt að hafa oftsinnis sætt ofsóknum og ekki fengið að njóta fullra mannréttinda. Almennt um myndina: Daisy er rík Gyðinga ekkja sem býr í Atlanta í Georgíu. Hún er fædd 1876 en myndin hefst 1948 og þegar hún bakkar bíl sínum út í skurð ákveður Boolie (Dan Aykroyd) sonur hennar er tími sé til kominn að ráða bílstjóra handa …

Voyage of the Damned

Leikstjórn: Stuart Rosenberg Handrit: Steve Shagan og David Butler, byggt á bók eftir Gordon Thomas og Max Morgan Witts Leikarar: Max von Sydow, Faye Dunaway, Orson Welles, Katharine Moss, James Mason, Malcolm McDowell, Oscar Werner, Helmut Griem, Lee Grant, Sam Wanamaker, Lynne Frederick, Wendy Hiller, Julie Harris, Maria Schell, Jonathan Pryce, Anthony Higgins, Michael Constantine, José Ferrer, Ben Gazzara, Fernando Rey, Günter Meisner, Denholm Elliott, Philip Stone, Laura Gemser, David de Keyser, Genevieve West, Don Henderson og Luther Adler Upprunaland: Bretland og Spánn Ár: 1976 Lengd: 152mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin Voyage of the Damned er sannsöguleg, greinir frá siglingu þýska farþegaskipsins St. Louis frá Hamborg til Havana í maí 1939. Innanborðs voru 937 Gyðingar sem ólu þá von í brjósti að þeir myndu öðlast frelsi í nýju heimalandi, þ.e. Kúbu. En skipið fékk ekki einu sinni að leggjast að bryggju í Havana. Það sem Gyðingarnir vissu hins vegar ekki að um var að ræða áætlun sem JosefGöbbels, áróðursmálaráðherra nasista, hafði skipulagt. Hann sá það fyrir að Gyðingunum yrði ekki veitt …

In the Presence of Mine Enemies

Leikstjórn: Joan Micklin Silver Handrit: Rod Serling Leikarar: Armin Mueller-Stahl, Elina Löwensohn, Don McKellar, Charles Dance, Chad Lowe, Tony Nardi og Ely Bonder Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Rabbí í Varsjárgettóinu árið 1942 reynir að halda í trú sína á Guð og náungann andspænis sífellt auknum þjáningum íbúa gettósins og vaxandi harðræði og grimmd af hálfu nasista. Sonur hans, sem tekist hefur að flýja úr þrælkunar- og útrýmingarbúðum nasista, gerist hins vegar sífellt herskárri og gagnrýnir föður sinn mjög fyrir trú hans og ásakar hann fyrir að sjá ekki raunveruleikann. Þýskur hermaður sem kynnst hefur fjölskyldu rabbínans og er þjakaður af sektarkennd yfir framferði nasista ákveður að hjálpa dóttur rabbínans að flýja úr gettóinu eftir að henni hefur verið nauðgað af þýskum herforingja. Almennt um myndina: Eins og í kvikmyndunum The Pianist og Uprising er sögusvið þessarar myndar Varsjár-gettóið þar sem um 450 þúsund gyðingar höfðust við þegar þeir voru sem flestir, á mjög afmörkuðu svæði. Hér er athyglinni beint að fjölskyldu rabbína að nafni Adam Heller. …

Jakob the Liar

Leikstjórn: Peter Kassovitz Handrit: Peter Kassovitz og Didier Decoin, byggt á sögu eftir Jurek Becker Leikarar: Robin Williams, Hannah Taylor-Gordon, Bob Balaban, Alan Arkin, Armin Mueller-Stahl, Éva Igó, István Bálint, Justus von Dohnanyi, Kathleen Gati, Michael Jeter, Mark Margolis, János Gosztonyi, Liev Schreiber, Mathieu Kassovitz, Antal Leisen og Ádám Rajhona Upprunaland: Bandaríkin, Frakkland og Ungverjaland Ár: 1999 Lengd: 116mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Gyðingur að nafni Jakob í gettói í Póllandi árið 1944 heyrir fyrir tilviljun frétt í útvarpi þar sem hann er í yfirheyslu hjá nasistaforingja þess efnis að sovéski herinn sé nú aðeins 400 km í burtu. Hann trúir vini sínum fyrir þessari frétt sem verður til þess að sá orðrómur kemst á kreik að hann ráði yfir útvarpstæki, en dauðarefsing liggur við því fyrir Gyðinga að hafa slíkt tæki í fórum sínum. Þessi frétt breytir andrúmsloftinu í gettóinu á þann veg að í stað vonleysis og tíðra sjálfsmorða eignast fólkið von og leggur á ráðin um að stofna andspyrnuhreyfingu. Almennt um myndina: Myndin gerist í gettói Gyðinga einhvers staðar …

Cast a Giant Shadow

Leikstjórn: Melville Shavelson Handrit: Melville Shavelson, byggt á bók Ted Berkmans Leikarar: Kirk Douglas, Senta Berger, Angie Dickinson, James Donald, Yul Brynner, John Wayne, Frank Sinatra, Stathis Giallelis, Luther Adler, Topol, Ruth White, Gordon Jackson, Michael Hordern, Allan Cuthbertson, Jeremy Kemp, Sean Berret, Michael Shillo og Rina Ganor Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1966 Lengd: 141mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Mickey Marcus (Kirk Douglas), fyrrverandi liðsforingi í bandaríska hernum, er talinn á að koma til Landsins helga í ársbyrjun 1948 og skipuleggja her Gyðinga (Ísraelsmanna) fyrir þau átök sem í vændum eru þegar Bretar munu yfirgefa landið um miðjan maí og Ísrael lýsa yfir sjálfstæði í kjölfar þess. Almennt um myndina: Myndin byrjar skömmu fyrir jól 1947. Ísraelskur sendiboði, Safir að nafni, sem er foringi í Haganah, neðanjarðarher Ísraelsmanna, hefur uppi á David ‚Mickey‘ Marcus, fyrrverandi liðsforingja í bandaríska hernum úr seinni heimsstyrjöldinni, þar sem hann er staddur í verslun í New York. Marcus hafði m.a. starfað undir stjórn hins nafntogaða herforingja Pattons og hafði einnig barist í Miðausturlöndum og þekkir því til aðstæðna …

Nirgendwo in Afrika

Leikstjórn: Caroline Link Handrit: Caroline Link, byggt á sögu eftir Stefanie Zweig Leikarar: Juliane Köhler, Matthias Habich, Regine Zimmermann, Andrew Sachs, Diane Keen, Merab Ninidze, Sidede Onyulo, Lea Kurka, Karoline Eckertz, Gerd Heinz, Hildegard Schmahl, Maritta Horwarth, Gabrielle Odinis, Bettina Redlich og Julia Leidl Upprunaland: Þýzkaland Ár: 2001 Lengd: 135mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Árið 1938 er farið að þrengja mjög að gyðingum í Þýskalandi. Þýskur lögfræðingur að nafni Walter Redlich ákveður að flýja land ásamt gyðingafjölskyldu sinni og setjast þau að á einangruðum búgarði í fjarlægu og framandi landi, Kenýu. Nánustu ættingjar þeirra aðrir verða hins vegar eftir í Þýskalandi og hlutskipti þeirra verður dvöl í gettói og síðar útrýmingarbúðum. Hæpið væri þó að tala um þessa mynd sem helfararmynd því að hún fjallar fyrst og fremst um gyðinga sem sluppu úr landi og björguðu þannig lífi sínu. Myndin fjallar um þau margvíslegu vandamál sem mæta Redlich-hjónunum í hinum nýju heimkynnum og þau áhrif sem þessi vandamál hafa á fjölskyldulíf þeirra. Almennt um myndina: Myndin, sem fékk Óskarsverðlaun sem besta útlenda …

China Cry

Leikstjórn: James F. Collier Handrit: James F. Collier, byggt á sannri sögu eftir Nora Lam og Irene Burke Leikarar: Julia Nickson-Soul, France Nuyen, James Shigeta, Russell Wong, Philip Tan, Daphne Cheung, Lau Lee Foon, Lloyd Kino, Bruce Locke, Bennett Ohta og Elizabeth Sung Upprunaland: Bandaríkin og Bretland Ár: 1990 Lengd: 101mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin segir sögu ungrar kínverskrar konu Sung Neng Sji og þess mótlætis og þeirra þjáninga sem hún má þola af hendi hinna kommúnísku yfirvalda í Kína. Athyglisverð er notkun Sl 23 í myndinni því að þar tengist hann kraftaverki sem verður í lífi söguhetju myndarinnar. Almennt um myndina: Myndin, sem er að talsverðu leyti byggð á sannsögulegum atburðum, gerist einkum á árunum upp úr 1950 þótt einnig veiti hún innsýn í stríð Japana við Kínverja þar sem Japanir hertóku m.a. Shanghai, heimaborg Sung Neng Sji. „Stríðið rændi mig æskunni,“ hefur hún um þær minningar að segja, en hún var af auðugum foreldrum komin, bæði greind og gáfuð. Í byrjun myndarinnar sjáum við er hermenn ráðast inn á …