Author: Gunnlaugur A. Jónsson

Babettes gæstebud

Leikstjórn: Gabriel Axel Handrit: Gabriel Axel og Isak Dinesen, byggt á sögu eftir Karen Blixen Leikarar: Stéphane Audran, Birgitte Federspiel, Bodil Kjer, Jarl Kulle, Jean-Philippe Lafont, Bibi Andersson, Ghita Nørby, Asta Esper Hagen Andersen, Thomas Antoni, Gert Bastian, Viggo Bentzon, Vibeke Hastrup, Therese Hojgaard Christensen og Pouel Kern Upprunaland: Danmörk Ár: 1987 Lengd: 104mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um konu sem flúði frá París í kjölfar uppreisnar þar árið 1870 til afskekkts þorps á Jótlandi. Þar bjó fámennur lútherskur söfnuður sem afneitaði öllum veraldlegum munaði og hafði um margt tekið á sig svipmót sértrúarsafnaðar. Tvær piparmeyjar, Filippa og Martina, dætur hins látna sóknarprests, sem nánast hefur verið tekinn í dýrlingatölu af sóknarbörnum sínum, hafa fetað í fótspor föður síns og halda söfnuðinum saman og lifa fyrir þjónustuna við hann, eyða hverri stund og næstum öllum sínum litlu vaxtatekjum í þágu góðra málefna. Hittist söfnuðurinn, sem samanstendur af aldurhnignu fólki, vikulega á heimili þeirra systra sem leitast við að viðhalda þeim trúarlegu hefðum sem faðir þeirra hafði byrjað á og heiðra …

Uprising

Leikstjórn: Jon Avnet Handrit: Paul Brickman og Jon Avnet Leikarar: Leelee Sobieski, Hank Azaria, David Schwimmer, Jon Voight, Donald Sutherland , Cary Elwes, Stephen Moyer, Sadie Frost, Radha Mitchell, Mili Avital, Alexandra Holden, John Ales, Nora Brickman, Jesper Christensen og Palle Granditsky Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 153mín. Hlutföll: 1.77:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Snemma árs 1943 reis upp andspyrnuhreyfing Gyðinga (ZOB) í Varsjá-gettóinu og gerði vopnaða uppreisn gegn kúgurum sínum, nasistum. Þá hafði Gyðingum í gettóinu borist örugg vitneskja um örlög þeirra u.þ.b. 300 þúsund Gyðinga sem þegar höfðu verið fluttir á brott með gripalestum. Áfangastaður þeirra var ekki vinnubúðir heldur útrýmingabúðir í Treblinka. Í myndinni sjáum við þegar sendiboði uppreisnarhópsins kemur tilbaka frá Treblinka eftir að hafa náð að fylgja einni lestinni þangað og gengið úr skugga um hvað þar átti sér stað. Hann gat varla stunið upp hinum óhugnanlegu tíðindum vegna þess hversu brugðið honum var. Vitneskjan um hvað átti sér stað í Treblinka varð að sjálfsögðu til að sannfæra andspyrnu-hreyfinguna um að engu væri að tapa. Betra væri að falla …

The Pianist

Leikstjórn: Roman Polanski Handrit: Ronald Harword, byggt á endurminningum Wladyslaw Szpilman Leikarar: Adrien Brody, Maureen Lipman, Frank Finlay, Ed Stoppard, Emilia Fox, Thomas Kretschmann, Julia Rayner, Jessica Kate Meyer, Michal Zebrowski, Wanja Mues, Richard Ridings, Nomi Sharron, Roy Smiles, Joachim Paul Assböck og Thomas Lawinky Upprunaland: Pólland, Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Holland Ár: 2002 Lengd: 142mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin er byggð á endurminningu pólska píanóleikarans Wladislaw Szpilman (1911-2000) sem lifði af dvöl í Varsjá-gettóinu en sá á eftir allri fjölskyldu sinni í útrýmingarbúðir nasista og skrifaði minningar um þá lífsreynslu fljótlega eftir lok stríðsins. Sjálfur dó hann ekki fyrr en í hárri elli árið 2000. En það nægði ekki til að hann lifði það að sjá þessa mynd. Saga hans er sögð af mikilli nákvæmni og byggir fyrst og síðast á persónulegri sögu hans. En myndin er líka óvenjulega persónuleg fyrir leikstjórann Roman Polanski vegna svipaðrar lífsreynslu hans í æsku enda kveðst hann hafa notað talsvert af æskuminningum sínum í myndinni. Þó að myndin sé fyrst og síðast tengd persónu …

Liberty Heights

Leikstjórn: Barry Levinson Handrit: Barry Levinson Leikarar: Adrien Brody, Ben Foster, Rebekah Johnson, Carolyn Murphy, Joe Mantegna, Orlando Jones, Bebe Neuwirth, David Krumholtz, Richard Kline, Vincent Guastaferro, Justin Chambers og Frania Rubinek Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 122mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin gerist einkum haustið 1954 í gyðingaúthverfinu Liberty Heights í Baltimore og lýsir antí-semítisma og fordómum í garð blökkumanna sem birtist skýrast á skilti við sundlaug snemma í myndinni: „Gyðingum, hundum og blökkumönnum bannaður aðgangur.“ Aðalpersónur myndarinnar eru bekkjarsystkini á unglingsaldri sem verða ástfangin, en þar sem pilturinn er gyðingur og stúlkan er blökkukona hafa þau ekki aðgang að baðstaðnum. Almennt um myndina: Hér er á ferðinni enn ein myndin sem kvikmyndagerðarmaðurinn Barry Levinson gerir um æskuslóðir sínar í Baltimore, en áður gerði hann t.d. Diner (1982), Tin Men (1987) og Avalon (1990). Segja mætti að meginefni myndarinnar sé samspil ólíkra kynþátta og tilraunir til að brjóta niður múra og fordóma þeirra á milli. Þannig rífa þrír Gyðingapiltar niður áðurnefnt skilti í lok myndarinnar og koma sér fyrir á sólbekkjum …

Letjat zhuravli

Leikstjórn: Mikhail Kalatozov Handrit: Viktor Rozov Leikarar: Tatyana Samojlova, Aleksei Batalov, Vasili Merkuryev, Aleksandr Shvorin, Svetlana Kharitonova, Konstantin Nikitin, Valentin Zubkov, Antonina Bogdanova, Boris Kokovkin og Yekaterina Kupriyanova Upprunaland: Sovétríkin (Rússland) Ár: 1957 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0050634 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar þýzki herinn ræðst inn í Sovétríkin, gerist verkamaðurinn og læknasonurinn Bóris sjálfboðaliði í rauða hernum og skilur unnustu sína Veróníku eftir í Moskvu. Bróðir hans nýtir sér hins vegar sambönd sín í kommúnistaflokknum til að forðast herþjónustu og þröngvar Veróníku í óþökk fjölskyldu sinnar til að giftast sér eftir að foreldrar hennar höfðu farist í loftárás og unnustinn er talinn af. Veróníka fær þó nóg af sviksemi eiginmannsins og vonar innst inni að hún eigi eftir að sjá ástina sína á nýjan leik. Almennt um myndina: Mikið hataði ég sovésku kvikmyndirnar sem sýndar voru öðru hverju í Ríkissjónvarpinu þegar ég var unglingur á níunda áratugnum, en í þá daga horfði ég á svo til allar kvikmyndir, sem þar var boðið upp á. Það lá meira að segja við, að ég sleppti þessari kvikmynd, þegar …

The Shawshank Redemption

Leikstjórn: Frank Darabont Handrit: Frank Darabont, byggt á smásögunni Rita Hayworth and Shawshank Redemption eftir Stephen King Leikarar: Tim Robbins, Morgan Freeman, Bob Gunton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 142mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Andy Dufresne, fyrrverandi bankastarfsmaður og raunar varaforseti í stórum banka (leikinn af Tim Robbins), er dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir meint morð á eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Vistin í Shawshank fangelsinu einkennist af miklu harðræði og kúgun þar sem ofbeldi er daglegt brauð. Þrátt fyrir að fara ekki varhluta af ofbeldinu missir Andy aldrei vonina og það er hún sem heldur honum gangandi. Almennt um myndina: Kvikmyndin The Shawshank Redemption er í 2. sæti á lista Internet Movie Database yfir vinsælustu kvikmyndir allra tíma. Hróður myndarinnar og vinsældir hafa aukist með árunum því að í upphafi var fátt sem benti til slíkra vinsælda. Hún var vissulega tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna 1994 en varð að lúta í lægra haldi fyrir Forest Gump og fékk engin verðlaun þegar upp var staðið. Myndin er byggð á skáldsögu Stephen King ‘Rita …

Søndagsengler

Leikstjórn: Berit Nesheim Handrit: Berit Nesheim og Lasse Glom (byggt á skáldsögunni Sunnudagar eftir Leikarar: Marie Theisen, Hildegunn Riise, Bjørn Sundquist. Upprunaland: Noregur Ár: 1996 Lengd: 103mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0117817 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um Maríu, norska prestsdóttur á táningsaldri, og uppreisnhennar gegn hinum stranga föður sínum og þeirri kristnu trú sem hann boðar.Sú trú birtist í fyrstu setningunni sem hann mælir í myndinni: „María, viðspilum ekki á sunnudögum!“Jóhannes faðir Maríu sýnir lítinn skilning á því uppgjöri sem dóttir hans áí og vandamálum táningsáranna, móðir hennar er alvarlega veik og dvelstlöngum á sjúkrahúsi þannig að þar er sömuleiðis litla hjálp að fá. Maríahugsar til þess að þegar hún fermist hefur hún setið 640 tíma í kirkjunniog hana langar meira á veitingahús bæjarins og getur ekki skilið að það sésynd að drekka kók eða bera eyrnalokka. Sú sem helst veitir Maríu hjálp erJenny Tunheim, meðhjálpari og/eða organisti í kirkjunni og leynir sér ekkiað hún hefur átt í nánu sambandi við föður Maríu og hefur sjálf gengið ígegnum mikla erfiðleika í tengslum við það samband. …

The Chosen

Leikstjórn: Jeremy Paul Kagan Handrit: Edwin Gordon, byggt á skáldsögu Chaims Potok Leikarar: Maximilian Schell, Rod Steiger, Robby Benson og Barry Miller Upprunaland: Banaríkin Ár: 1981 Lengd: 108mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0082175#writers Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin The Chosen (1981) er gerð af Jeremy Paul Kagan eftir samnefndri sögu Chaims Potoks. Hún fjallar um vináttu tveggja ungra gyðinga, Dannys ogReuvens, í New York á árunum 1944-48, samskipti þeirra við feður sína sem tilheyra gjörólíkum hópum gyðinga. Heimsstyrjöldin síðari myndar baksviðmyndarinnar svo og barátta gyðinga fyrir stofnun sjálfstæð ríkisins í Landinu helga. Það er ekki síst ólík afstaða feðranna í myndinni til þess máls sem torveldar vináttu þeirra Dannys og Reuvens. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Hér er lýst tveimur ólíkum hópum gyðinga í New York, hasídím-gyðingum og Síonistum. Ágreiningur þeirra snerti einkum afstöðuna til stofunar gyðingaríkis í Landinu helga. Það var helsta baráttumál Síonistanna. Að mati hasídím-gyðinga gekk það guðlasti næst að stofna slíkt ríki. Það var einungis á færi Messías að áliti fylgjenda hasídímhreyfingarinnar. Fróðlegt er að skoða myndina í ljósi 1. sálms Saltarans, sem …

Réttlæti og fögnuður kyssast. Um biblíuleg stef í kvikmyndum

Orðin í yfirskrift þessarar greinar „Réttlæti og fögnuður kyssast“ eru sótt í 85. sálm Saltarans. Þau koma við sögu í upphafi og niðurlagi ræðu sem Löwenhielm hershöfðingi heldur undir borð-um í matarveislu þeirri sem er hápunktur kvikmyndarinnar Gestaboð Babettu (Babette’s Feast). Myndin er byggð á stuttri sögu Isak Dinesen (Karen Blixen) sem birtist fyrst árið 1950 þó svo að hún kæmi ekki út í bókarformi fyrr en átta árum síðar. Samnefnd kvikmynd Gabriels Axel, sem fylgir sögunni býsna nákvæmlega, hlaut Óskars-verð-launin sem besta erlenda myndin árið 1987. Hinir trúarlegu drættir myndarinnar dyljast ekki og gera hana sérlega girnilega til túlkunar fyrir guðfræðinga. Á liðnum árum hefur mikill fjölbreytileiki einkennt aðferðir og áherslur í kristinni guðfræði á vesturlöndum. Er þessi mikla fjöl-breytni oft skoðuð sem angi af póstmódernismanum svokallaða. Einna áhuga-verðust meðal hinna nýju leiða innan guðfræðinnar hefur mér þótt viðleitnin til að brúa bilið milli ólíkra fræðigreina og efna til samræðna milli þeirra. Samband guðfræði og menningar – kvikmyndalistarinnar þar með talinnar – er meðal þess frjóasta sem á sér stað í guðfræðinni nú um …