Wide Awake
Leikstjórn: M. Night Shyamalan Handrit: M. Night Shyamalan Leikarar: Denis Leary, Dana Delany, Robert Loggia, Joseph Cross Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1998 Lengd: 93mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0120510 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Joshua A. Beal (Joseph Cross) er 10 ára og er að hefja nám í fimmta bekk í kaþólskum drengjaskóla. Afi hans (Robert Loggia) lést skömmu áður og Joshua saknar hans mikið. Þetta verður til þess að Joshua hefur leit að Guði til þess að spyrja hann að því hvernig afi sinn hafi það. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Wide Awake er barnamynd. Líkt og margar slíkar fjallar þessi mynd um vináttuna og fyrstu ástina, en þó enn frekar um söknuð og trúarleit. Joshua er mjög hugsandi og spurull strákur. Ef hann er í vafa um eitthvað, spyr hann og reynir að komast að svarinu. Aðalspurningin hjá honum er hvort það sé rétt hjá afa hans, sem var trúaður, að Guð sé til eða hvort hann sé uppspuni eins og ofurmennið og Indiana Jones. Myndin nær yfir eitt skólaár eða 9 mánuði og segja mætti að …