Author: Haukur Ingi Jónasson

The Man Who Wasn’t There

Leikstjórn: Joel Coen Handrit: Joel Coen og Ethan Coen Leikarar: Billy Bob Thornton, Frances McDormand, Adam Alexi-Malle, Michael Badalucco, Katherine Borowitz, Richard Jenkins og Scarlett Johansson. Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 116mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0243133 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Coen bræður hafa sjaldan verið betri en í þessari mynd. Reyndar hafa þeir oft fengist við Film Noir myndir áður, sbr. Blood Simple og Fargo, en nú ganga þeir alla leið. Myndin er ekki aðeins í svart-hvítu með áberandi notkun ljóss og skugga, heldur má finna í henni öll hefðbundnu stefin úr Film Noir myndunum að húmornum viðbættum. Aldrei hef ég séð eins fyndna Film Noir mynd og þessa. The Man Who Wasn’t There er á allan hátt stórkostleg kvikmynd og á það sérstaklega við um kvikmyndatökuna, lýsinguna, leikstjórnina og leik Billys Bobs Thornton. Billy Bob leikur ekki Ed Crane, hann er hann. Ed Crane er frekar uppburðarlítill maður, til að mynda kvæntist hann eiginkonu sinni eftir að hún nældi sér í hann og fékk hann til þess að ganga í það heilaga. Hann hefur aldrei …