Author: Heiðrún Helga Bjarnadóttir

Les invasions barbares

Leikstjórn: Denys Arcand Handrit: Denys Arcand Leikarar: Rémy Girard, Stéphane Rousseau, Dorothée Berryman, Louise Portal, Dominique Michel, Yves Jacques, Pierre Curzi, Marie-Josée Croze, Marina Hands, Toni Cecchinato, Mitsou Gélinas og Johanne-Marie Tremblay Upprunaland: Kanada Ár: 2003 Lengd: 99mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um Rémy Lazure, framhaldsskólakennara á miðjum aldri sem glímir við krabbamein. Hann er önugur og sjálfselskur nautnaseggur sem augljóslega hefur brennt margar brýr að baki sér í lífinu. Konan hans er farin frá honum fyrir löngu, hann er vinafár og börnin hans tala örsjaldan við hann. Nú er samt svo komið að hann er dauðvona og breytir það ýmsu. Myndin segir frá síðustu dögum Rémys með fjölskyldu og vinum. Almennt um myndina: Myndin er sérstök að því leiti að áhorfandinn fær að valsa svo til óáreittur um sögusvið hennar. Hún byggist mikið á samtölum fólks í litlum rýmum, sem gefur áhorfandanum nægan tíma til þess að virða hverja persónu fyrir sér og mynda eigin skoðun á henni. Því er auðvelt að lifa sig inn í aðstæður hvers og …