Author: Inga Harðardóttir

The Fifth Element

Leikstjórn: Luc Besson Handrit: Luc Besson og Robert Mark Kamen Leikarar: Bruce Willis, Milla Jovovich, Gary Oldman, Ian Holm og Chris Tucker, Luke Perry, Brion James, Tom “Tiny” Lister yngri, Lee Evans, Charlie Creed-Miles, Tricky, John Neville, John Bluthal, Mathieu Kassovitz og Christopher Fairbank Upprunaland: Bandaríkin og Frakkland Ár: 1997 Lengd: 123mín. Hlutföll: 1.33:1 en er upprunalega í 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: The Fifth Element er framtíðarmynd sem gerist árið 2263. Hún segir frá aðstæðum sem koma upp þegar staða himintunglanna hefur opnað hlið hins illa og hið illa stefnir á jörðina til að tortíma henni, breyta ljósi í myrkur og lífi í dauða að eilífu. Eina von jarðarinnar er fólgin í fimmta frumefninu sem er hin fullkomna vera, nefnd Leeloo. Hún ein getur stöðvað hið illa með því að sameinast frumefnunum fjórum og sent þannig hið magnaða sköpunarljós gegn hinu illa. Frumefnin fjögur eru varðveitt í fjórum steinum sem nauðsynlegir eru fyrir sköpunarljósið en margir eru á höttunum eftir þeim. Fimmta frumefnið og útsendari ríkisstjórnarinnar, Korben vilja ná steinunum til að bjarga …