Author: Ingólfur Hartvigsson

Trú eða vissa – Sjöunda innsiglið

Í Opinberunarbók Jóhannesar stendur skrifað: „Þegar lambið lauk upp sjöunda innsiglinu, varð þögn á himni hér um bil hálfa stund.“ (Opb 8.1-2) Opinberunarbók Jóhannesar myndar ákveðinn ramma utan um mynd Bergmans Sjöunda innsiglið. Í upphafi myndarinnar er lesið úr fyrsta versi áttunda kafla Opinberunarbókarinnar þar sem greint er frá því þegar sjöunda innsiglið er rofið. Þegar innsiglið er brotið þá verður þögn. Á sama hátt verður algjör þögn í mynd Bergmans þegar Dauðinn birtist í gervi náhvíts karlmanns sem er klæddur eins og munkur. Alger þögn ríkir í sálum margra, þessa þögn upplifir aðalpersóna myndarinnar, riddarinn Antóníus Block í sálu sinni. Hann er staddur í myrku djúpi og ákallar Drottinn: ,,Heyr þú raust mína.” Antóníus á erfitt með að lifa í trú og vill í staðinn lifa í vissu. Hann vill fá staðfestingu!! Staðfestingu á tilvist Guðs. Ef hann ekki fær staðfestingu eða þekkingu á Guði, vill hann losna við Guð og trúna á hann úr hjarta sínu. Antóníus telur að ef ekkert bíði mannsins hinu megin við móðuna miklu þá sé lífið tilgangslaust. Dauðinn holdi klæddur …

Dekalog X

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Jerzy Stuhr og Zbigniew Zamachowski Upprunaland: Pólland Ár: 1988 Lengd: 56mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0094983 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Arthur og Jerzy missa föður sinn og erfa eftir hann frímerkjasafn sem metið er háu verði. Í fyrstu eru tilfinningar bræðranna neikvæðar gagnvart frímerkjasafninu en fljótlega tekur söfnunaráráttan og græðgin yfirhöndina og þeir ákveða að fullkomna safn föður síns enn frekar. Sú ákvörðun reynir á þolrif og vinskap bræðranna. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og nafn myndarinnar Dekalog X ber með sér þá er hún túlkun Kieslowskis á tíunda boðorðinu. Í 2M 20:17 hljómar tíunda boðorðið þannig: ,,Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.” Innihald þess boðorðs passar ekki við söguþráð myndarinnar en aftur á móti passar tíunda boðorðið í 5M 5:21 betur en það er svona: ,,Ekki ágirnast hús náunga þíns, ekki land hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, …