Fáein orð um pínu Krists
Góðir hlustendur! Sem kaþólskur prestur var ég beðinn um að flytja ykkur örstutt erindi um viðhorf kaþólsku kirkjunnar til píslargöngu Jesú Krists, um hlutverk þessara atburða í trúarlífi kaþólskra manna, en eins og flestir vita er Mel Gibson kaþólskur maður, og trúarsannfæring hans kemur sterkt fram í þessari mynd hans um þjáningar Krists. Jesús bendir réttilega á að enginn hefur meiri kærleika en sá sem gefur líf sitt fyrir þá sem hann elskar. Þetta voru ekki tóm orð hjá honum, þvert á móti. Um leið og Jesús, sonur Guðs, kom inn í þennan heim og gerðist maður, ákvað hann að gefa líf sitt, að fórna sér, að taka á sig allar syndir mannkynsins og friðþægja fyrir hönd okkar allra. Þess vegna kynnti Jóhannes skírari hann á þessa leið: Sjáið Guðs lamb, sem ber burt syndir heimsins. Með því að elska Föður sinn og hlýða honum í einu og öllu, allt til dauðans, bætir hann fyllilega fyrir óhlýðni okkar allra. Fórn Jesú Krists er sterkari en synd og dauði og gefur okkur mönnum von um sættir …