Author: Jódís Káradóttir

Love Actually

Leikstjórn: Richard Curtis Handrit: Richard Curtis Leikarar: Bill Nighy, Gregor Fisher, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Tompson, Kris Marshall, Heike Makatsch, Martin Freeman, Joanna Page, Andrew Lincoln, Keira Knightley, Hugh Grant, Martine McCutcheon, Laura Linney, Thomas Sangster, Alan Rickman, Rowan Atkinson, Rodrigo Santoro Billy Bob Thornton og Lúcia Moniz Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 135mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um líf átta mjög ólíkra para í Lundúnum á Englandi og hvernig þau takast á við ástarlíf sitt í ólíkum aðstæðum. Sögur þeirra fléttast saman á ólíkan hátt á hinum annasömu vikum fyrir jólin. Almennt um myndina: Love Actually er vel gerð mynd þar sem helstu leikarar Breta fara með aðalhlutverkin og standa þeir undir væntingum. Hugh Grant er sérstaklega góður sem hinn sjálfmeðvitaði forsætisráðherra og fer á kostum í dansatriðinu. Emma Tompson fer vel með vandasamt hlutverk heimavinnandi húsmóður, Karen að nafni, sem þarf að horfast í augu við að eiginmaður hennar er að leiðast út í framhjáhald. Bill Nighy fer á kostum sem hinn óútreiknanlegi rokkari Billy …

The End of the Affair

Leikstjórn: Neil Jordan Handrit: Neil Jordan, byggt á samnefndri bók eftir Graham Greene Leikarar: Ralph Finnes, Julianne Moore, Stephen Rea, Heather-Jay Jones, James Bolam, Ian Hart, Sam Bould, Cyril Shaps, Penny Morrell, Simon Fisher-Turner, Jason Isaacs og Deborah Findlay Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sagan hefst í London eftir síðari heimstyrjöldina þar sem rithöfundurinn Maurice Bendrix rifjar upp ástarsamband sitt við gifta konu, Söru Miles, og hvernig það breytti öllu lífi hans. Hún var ástríðufull en föst í ástríðulausu hjónabandi sem byggðist á vana og vináttu. Árið 1939 er Maurice Bendrix að kynna sér líf Henrys, eiginmanns hennar, fyrir bók sem hann er að vinna að og verður það til þess að þau hittast í boði þeirra hjóna. Á milli þeirra blossar ást og þau stofna til sambands sín á milli. Í skjóli stríðsins njóta þau samvista hvort við annað eins og ekkert annað skipti þau máli, en eftir fimm ástríðufull ár gerist nokkuð óvænt. Á einum ástarfundi þeirra á heimili Bendrix springur þýzkt flugskeyti …