Leikstjórn: Roland Emmerich Handrit: Dean Dewlin og Roland Emmerich Leikarar: Kurt Russell, James Spader, Viveca Lindfors, Alexis Cruz, Mili Avital, Leon Rippy, John Diehl, Carlos Lauchu, Djimon Hounsou, Eric Avari, French Stewart, Gianin Loffler, Jaye Davidson, Christopher John Fields, Derek Webster og fleiri Upprunaland: Frakkland og Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 113mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1928 finna fornleifafræðingar stóran og sérkennilegan steinhring grafinn í jörðu í Egyptalandi. Tæplega 70 árum síðar tekst dr. Daniel Jackson (James Spader) að ráða í dularfullt letrið á hringnum sem verður upphafið að ferðalagi yfir á plánetu, sem kallast Abydos og er í Kalyem stjörnuþokunni, í áður óþekktum hluta vetrarbrautarinnar. Ferðalangarnir, lítill flokkur hermanna með ofurstanum O’Neil (Kurt Russel) í fararbroddi ásamt dr. Jackson, finna þar eftirmynd af pýramídanum við Giza ásamt litlu samfélagi frumstæðra manna sem er stjórnað af öflugri geimveru sem tekið hefur sér guðlega stöðu undir nafninu Ra eftir sólguði Egypta til forna. Almennt um myndina: Þýski leikstjórinn og handritshöfundurinn Roland Emmerich á að baki margar stórmyndir á borð við Independence Day, Godzilla, …