Author: Kláru krakkarnir

Harry Potter and the Chamber of Secrets

Handrit: Chris Columbus Leikarar: Steven Cloves (handrit), J. K. Rowling (skáldsaga)Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Kenneth Branagh, Maggie Smith, Richard Harris, Alan Rickman, Robbie Coltrane Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 161mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0295297 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry Potter og félagar glíma við gátuna um leyniklefann. Hvar er leyniklefinn? Hver opnaði hann síðast? Hver er arftaki Slytherins? Hvaða skrímsli er að finna í leyniklefanum? Almennt um myndina: Myndin er góð og spennandi. Hún er ágætlega leikin þótt sumir standi sig betur en aðrir. Emma Watson og Rupert Grint leika prýðilega, sem og Kenneth Branagh og fleiri. Daniel Radcliffe þótti sumum ekki leika eins vel. Handrit og leikstjórn voru ágæt, en nokkru var breytt frá bókinni um Harry Potter og leyniklefann. Sumum þótti sem stytta hefði mátt nokkur atriði, t.d. atriði með basilíusnáknum í lokin og quidditch-atriðið. Tæknibrellur voru flestar góðar, en á stöku stað voru þær ekki nógu vel unnar. Dæmi um það er sverðið sem Harry Potter notaði til að farga basilíusnáknum, einnig atriðið í Whomping-Willow trénu þar sem afar augljóst er …