My Darling Clementine
Leikstjórn: John Ford Handrit: Samuel G. Engel, Sam Hellman og Winston Miller, byggt á sögunni Wyatt Earp, Frontier Marshal eftir Stuart N. Lake Leikarar: Henry Fonda, Linda Darnell, Victor Mature, Cathy Downs, Walter Brennan, Tim Holt, Ward Bond og Alan Mowbray Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1946 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá Wyatt Earp og bræðum hans sem gerast löggæslumenn í smábænum Tombstone eftir að yngsti bróðurinn er drepinn í nágreni við bæinn. Bræðurnir eiga í stigvaxandi útistöðum við Clanton-feðga sem endar með uppgjöri við OK-réttina. Almennt um myndina: Goðsögnin um Wyatt Earp og uppgjör hans við Clanton-feðga við OK-réttina er vel þekkt og hluti af sagnahefð Bandaríkjamanna. Hún er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tombstone í Arizona-fylki árið 1881. Sögnin hlýtur að höfða sterkt til þjóðarsálarinnar vestra, því að uppgjörið við réttina í Tombstone hefur sennilega verið kvikmyndað oftar en nokkur annar einstakur atburður í sögu bandarísku þjóðarinnar, m.a. af meistara John Ford í myndinni sem hér er til umfjöllunar. My Darling Clementine er …