Author: Ólöf Bjarnadóttir

A Knight’s Tale

Leikstjórn: Brian Helgeland Handrit: Brian Helgeland Leikarar: Heath Ledger, Mark Addy, Rufus Sewell, Paul Bettany, Shannyn Sossamon, Alan Tudyk, Christopher Cazenove, Bérénice Bejo, Roger Ashton-Griffiths, Nick Brimble, Leagh Conwell og James Purefoy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 132mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: William (Heath Ledger) er skjaldsveinn gamals útbrunnins riddara sem keppir í burtreiðum. Hann er ungur, fátækur og af lágum stigum, en er staðráðinn í að breyta örlögum sínum. Þegar tækifærið býðst sannfærir hann vini sína um að koma með og hjálpa sér að keppa í burtreiðum. Þar sem hann er ekki af aðalsættum þarf hann að þykjast vera það og fær gott en óþekkt skáld sem hann hjálpar á leiðinni á burtreiðarnar til að falsa fyrir sig ættartöluna. Hann keppir síðan í fjölmörgum mótum og finnur þar ástina, en þar sem allt er byggt á lygi getur það hæglega reynst honum dýrkeypt. Almennt um myndina: Þetta er hin sígilda saga um strák sem dreymir um að verða meira en honum var ættlað. Hann vill breyta örlögum sínum til hins betra. …