Author: Ólöf Margrét Snorradóttir

About Schmidt

Leikstjórn: Alexander Payne Handrit: Alexander Payne, byggt á samnefndri skáldsögu Leikarar: Jack Nicholson, Hope Davis, June Squibb, Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 125mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Warren Schmidt er 66 ára gamall og nýlega sestur í helgan stein þegar hann missir eiginkonu sína til margra ára. Þessar breytingar krefja hann til að endurmeta líf sitt og sjálfan sig. Almennt um myndina: Myndataka, klipping og hljóð eru almennt góð. Myndatakan er skemmtileg, vel er sýnt framan í sögupersónur, sérstaklega þegar samræður eiga sér stað. Oft koma ofanskot, einkum þegar nota á umhverfið til að sýna líðan persónanna, aðallega Schmidts, og leggja þau áherslu á hve umhverfið er nauðsynlegt. Myndin hefst reyndar á ofanskoti, þar sem borgin Omaha í Nebraska er sýnd. Greinilega er vetur, allt er svo bert og hrásalagalegt og er það út alla myndina og leggur enn meiri áherslu hve snautt og líflaust líf Schmidts er. Turn tryggingafélagsins Woodmen of the World eða The Woodmen Life Assurance Co. gnæfir yfir aðrar byggingar, lýsir kannski því hvernig starfið hefur átt stærstan …