Author: Pétur Pétursson

Såsom i en spegel

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Harriet Andersson, Gunnar Björnstrand, Max von Sydow og Lars Passgård Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1961 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Eins og í skuggsjá segir frá fjórum einstaklingum í sumardvöl á eyju í sænska skerjagarðinum og byrjar við hafið eins og Sjöunda innsiglið. Úthafið er hin óræða, mikla víðátta þar sem allar sögur hefjast – og enda eins og ár og lækir sem leita þangað að lokum. Fjórir einstaklingar koma vaðandi upp í fjörusandinn eftir hressandi sjóbað og það ríkir glaðværð og kátína meðal þeirra þegar hafist er handa við að undirbúa sameiginlega máltíð. Brátt kemur hins vegar í ljós að gáskinn og gleðin eru í raun tilraun til að dylja beiskju og sársauka fólksins. Persónurnar eru bara fjórar og gerist myndin öll á einum sólarhring í lífi þeirra. Davíð, sem leikinn er af Gunnari Björnstrand, er frægur rithöfundur, sem nýkominn er heim úr ferðalagi utan úr heimi þar sem hann hafði unnið við ritstörf. Mínus er sonur hans á táningsaldri, óöruggur með sjálfan …

Viskningar och rop

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Harriet Andersson, Kari Sylwan, Ingrid Thulin, Liv Ullmann, Anders Ek, Inga Gill, Erland Josephson, Henning Moritzen, Georg Årlin, Linn Ullmann, Ingrid von Rosen og Lena Bergman Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1972 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sögusviðið er sænskur herragarður á fyrri hluta 20.aldar. Þar býr kona á besta aldri, Agnes að nafni, haldin ólæknandi sjúkdómi. Foreldrarnir eru dánir og systur hennar tvær, Karin og María, heimsækja hana sjaldan þannig að hún hefur verið mikið ein með þjónustustúlkunni Önnu og dóttur hennar ungri. Nú liggur Agnes fyrir dauðanum og systur hennar eru komnar til að vera hjá henni því að hún á skammt eftir ólifað. Þær systur eru ólíkar og eiga ekki alls kostar auðvelt með að ná saman og styðja hvora aðra. Minningar koma fram og flækja málin enn frekar. Undir glæsilegu yfirborðinu eru systurnar Karin og María bæði viðkvæmar og óöruggar með sig og lifa báðar í óhamingjusömu hjónabandi. Agnes hefur aldrei gifst og þjónustustúlkan, sem er einlæg og góðhjörtuð sál, stendur henni …

Jungfrukällan

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ulla Isaksson Leikarar: Max von Sydow, Birgitta Valberg, Gunnel Lindblom, Birgitta Pettersson, Axel Düberg, Tor Isedal, Allan Edwall, Ove Porath, Axel Slangus, Gudrun Brost og Oscar Ljung Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1960 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ungri stúlku á leið til kirkju er nauðgað af tveimur geitahirðum í skógarrjóðri og lík hennar skilið þar eftir. Morðingjarnir leita síðan skjóls á bóndabýli foreldra hennar og reyna að selja þar klæði hennar án þess að gera sér grein fyrir hvar þeir eru staddir. Heimilisfólkið áttar sig hins vegar á því hvað gerst hefur og hefnir faðirinn sín grimmilega á morðingjum dóttur sinnar. Almennt um myndina: Eftir áratuga langt starf við kvikmyndagerð í Svíþjóð hafði hróður Ingmars Bergmans sem kvikmyndaleikstjóra borist út fyrir landsteinanna og hver alþjóðlega útnefningin og viðurkenningin rekið aðra. Ekkert lát var á nýjum kvikmyndum frá honum þó svo að hann væri einnig mjög virkur í leikhúsinu. Kringum hann myndaðist brátt þrautþjálfaður hópur frábærra leikara sem unnu með honum bæði á leiksviðinu og í kvikmyndaverinu. Þar á …

Trois couleurs: Blanc

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Zbigniew Zamachowski, Julie Delpy, Janusz Gajos, Jerzy Stuhr, Aleksander Bardini, Grzegorz Warchol, Cezary Harasimowicz, Jerzy Nowak, Jerzy Trela og Cezary Pazura Upprunaland: Pólland, Frakkland, Sviss og Bretland Ár: 1994 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Karol er pólskur hárskeri, vel fær í sínu fagi, hefur fengið verðlaun. Hann eignast franska unnustu, Dominique að nafni, og leikur allt í lyndi hjá þeim í París þar til að sjálfu brúðkaupinu loknu. Þá fyrst missir Karol getuna og gagnast konu sinni ekki lengur í rúminu. Það harmræna og um leið grátbroslega í myndinni er að eftir að ástin hans hefur vígst honum í hvíta brúðarkjólnum neitar líkami hans að umbreyta ástinni í þann losta sem er forsenda samfara. Dominique missir því áhugann á eiginmanni sínum og þau skilja. Karol hrópar eftir jafnrétti í franska dómssalnum en hann er auðmýktur, honum er kastað á dyr og hann hrökklast blankur heim til Varsjá í ferðakoforti kunningja síns. Karol elskar samt fyrrverandi eiginkonu sína áfram en hann er …

María mey í þremur kvikmyndum – greining í ljósi djúpsálarfræðinnar

Inngangur Seiðmagn kvikmynda felst að verulegu leyti í þeim möguleikum sem þær búa yfir til sýna það sem á sér stað í hugskoti manna. Til viðbótar hinu talaða orði með öllum sínum blæbrigðum sýna kvikmyndir svipbrigði, hreyfingar, liti og form. Kvikmyndin setur innra líf manna á svið og tengir það á margslunginn hátt við ytri veruleika og verður áhorfandinn á sinn hátt hluti af þeim veruleika sem myndin á þátt í að skapa. Þegar um góðar kvikmyndir er að ræða lifir áhorfandinn sig inn í myndina og gefst honum sjaldan tækifæri til þess að vera í stellingum hlutlauss áhorfanda. Á margslunginn hátt sýna kvikmyndir glímu einstaklingsins á hvíta tjaldinu eða skjánum við það að finna sjálfan sig, þ.e. það sem kallað er einsömunarferlið (individuation) og samsömun hans við aðra (identification). Lífið felur þetta í sér þegar það leiðir til þroska. Áhrifamáttur kvikmyndanna felst í því að þær draga áhorfendur inn í það drama sem þessi ferli eru, þeir verða þar þátttakendur. Ef þeir verða það ekki hefur kvikmyndin ekki náð tilgangi sínum. Í þessari grein verður fjallað um einsömunar- …

Przypadek

Leikstjórn: Krysztof Kieslowski Handrit: Krysztof Kieslwoski Leikarar: Boguslaw Linda, Boguslawa Pawelec, Jacek Borkowski, Tadeusz Lomnicki, Monika Gozdzik, Irene Burska, Adam Ferency, Zbigniew Hubner, Marzena Trybala og Zbigniew Zapasiewicz Upprunaland: Pólland Ár: 1981 Lengd: 122mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0084549 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Przypadek heitir á ensku Blind Chance, en það má þýða sem Blind tilviljun. Aðalpersónan, Witek, sem leikin er af Boguslaw Linda, hefur lokið fjórum árum í læknadeild háskólans í bænum Lodz í Póllandi þegar faðir hans deyr. Móðir hans hafði látist af barnsförum þegar hún átti hann árið 1956, en það var ósk föður hans að hann legði stund á læknisfræði. Þeir feðgar virðast hins vegar aldrei hafa náð góðu sambandi og það er eins og Witek geti ekki tjáð sig við föður sinn. Hann gerir hlé á námi sínu og ætlar með lest til Varsjá. Myndin gerir í framhaldi af því út á þrjá möguleika, þ.e. þrenns konar atburðarás, og tekur líf Witeks mismunandi stefnu að því er virðist fyrir hreina tilviljun í öll skiptin. Þrennan byrja allaf eins. Witek er að …

The Last Wave

Leikstjórn: Peter Weir Handrit: Peter Weir, Tony Morphett og Petru Popescu Leikarar: Richard Chamberlain, Olivia Hamnet, Gulpilil, Nandjiwarra Amagula, Fredrick Parslow, Vivean Gray, Walter Amagula, Richard Henderson og Peter Carroll Upprunaland: Ástralía Ár: 1977 Lengd: 106mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0076299 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Enda þótt lögfræðingurinn David Burton (Richard Chamberlain) hafi einungissérhæft sig í skattamálum fyrirtækja, lætur hann til leiðast að taka að sérmál nokkurra afkomenda frumbyggja Ástralíu sem ákærðir eru fyrir morð áfélaga sínum. Ekki reynist auðvelt að sanna dánarorsökina og fær David íþví sambandi áhuga á trú og siðum frumbyggjanna, sérstaklega bannhelgi oglaunhelgum. Hann er þeirrar skoðunar að þeir viðhaldi trú sinni og siðum ístórborginni Sidney enda þótt allir telji það fráleitt. Verkefnið leitar æmeira á hann og í draumum sínum fær hann tilfinningu fyrir því aðhandanheimur skjólstæðinga sinna sé raunverulegur. Almennt um myndina: Leikararnir skila hlutverkum sínum yfirleitt vel, Richard Chamberlaineinnig þótt hann ofleiki á köflum. Hljóðið í myndinni, sem á að magnadulúðina þegar raunveruleiki daumaheims frumbyggjanna brýst inn gegnumþunna skurn hins vestræna raunsæis, er réttlætanlegt en þreytandi tillengdar. Táknheimurinn sem birtist …