Safar e Ghandehar
Leikstjórn: Mohsen Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf Leikarar: Nelofer Pazira, Hassan Tantai, Sadou Teymouri, Hoyatala Hakimi, Monica Hankievich, Zahra Shafahi, Safdar Shodjai og Mollazaher Teymouri Upprunaland: Íran og Frakkland Ár: 2001 Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sólmyrkvi í Kandahar segir sögu blaðakonunnar Nafas, sem fæddist í Afganistan en flýði ung til Kanada með fjölskyldu sinni. Líf systur hennar varð öðruvísi. Hún varð eftir þegar fjölskyldan flýði land og missti fæturna ung af völdum jarðsprengju. Nafas fær bréf frá systur sinni þar sem hún segist hafa ákveðið að fyrirfara sér. Nafas fer til Afganistan í von um að geta bjargað lífi systur sinnar. Hún getur ekki ferðast þangað með hefðbundnum hætti heldur verður að smygla sér inn í landið og leyna því hver hún er. Hvarvetna verður hún vör við þær hörmungar sem talíbanastjórnin hefur leitt þjóðina í. Almennt um myndina: Ég hef séð margar fréttamyndir um líf afganskra kvenna undir stjórn Talibana. Geri ráð fyrir að flestar vestrænar kynsystur mínar hafi einhvern tíma reynt að setja sig í spor þessara kvenna sem urðu að …