Author: Sigríður Pétursdóttir

Safar e Ghandehar

Leikstjórn: Mohsen Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf Leikarar: Nelofer Pazira, Hassan Tantai, Sadou Teymouri, Hoyatala Hakimi, Monica Hankievich, Zahra Shafahi, Safdar Shodjai og Mollazaher Teymouri Upprunaland: Íran og Frakkland Ár: 2001 Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sólmyrkvi í Kandahar segir sögu blaðakonunnar Nafas, sem fæddist í Afganistan en flýði ung til Kanada með fjölskyldu sinni. Líf systur hennar varð öðruvísi. Hún varð eftir þegar fjölskyldan flýði land og missti fæturna ung af völdum jarðsprengju. Nafas fær bréf frá systur sinni þar sem hún segist hafa ákveðið að fyrirfara sér. Nafas fer til Afganistan í von um að geta bjargað lífi systur sinnar. Hún getur ekki ferðast þangað með hefðbundnum hætti heldur verður að smygla sér inn í landið og leyna því hver hún er. Hvarvetna verður hún vör við þær hörmungar sem talíbanastjórnin hefur leitt þjóðina í. Almennt um myndina: Ég hef séð margar fréttamyndir um líf afganskra kvenna undir stjórn Talibana. Geri ráð fyrir að flestar vestrænar kynsystur mínar hafi einhvern tíma reynt að setja sig í spor þessara kvenna sem urðu að …

Bacheha-Ye aseman

Leikstjórn: Majid Majidi Handrit: Majid Majidi Leikarar: Mohammad Amir Naji, Amir Farrokh Hashemian, Bahare Seddiqi, Nafise Jafar-Mohammadi, Fereshte Sarabandi, Kamal Mirkarimi, Behzad Rafi, Dariush Mokhtari, Mohammad-Hasan Hosseinian, Masume Dair, Kambiz Peykarnegar, Hasan Roohparvari og Abbas-Ali Roomandi Upprunaland: Íran Ár: 1997 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá tveimur systkinunum, Zahra og Ali, sem alast upp í bláfátækri fjölskyldu. Dag einn sendir móðir þeirra Ali til að sækja skó systur sinnar úr viðgerð. Á leiðinni heim leggur Ali skóna frá sér í örstutta stund sem verður til þess að betlari stelur þeim. Ali verður miður sín og viss um að foreldrar hans verði reiðir og sárir þegar þeir komast að þessu, þar sem þeir hafa ekki efni á að kaupa nýja skó handa Zahra. Ali reynir að finna skóna, en þegar það tekst ekki dettur honum í hug að Zahra og hann geti samnýtt skóna hans, þar sem þau eru ekki í skólanum á sama tíma. Zahra samþykkir þetta og í nokkurn tíma tekst þeim að láta þetta ganga. Stundum er …

Sælureitur Bergmans

Smultronställe er á sænsku fyrirbæri sem er ekki svo gott að útskýra en ég ætla nú samt að reyna það. Smultronställe er ekki bara frjósamur og fallegur staður þar sem hægt er að týna jarðarber heldur líka staður eða stund í fortíð einhvers, notalegur og eftirminnilegur staður sem viðkomandi heimsækir þess vegna aftur og aftur í huganum, svona uppáhalds minning, sælureitur hugans. Myndin sem við ætlum að horfa á hér á eftir „Smultronstället“, eða Sælureitur, frá árinu 1957 festi Ingmar Bergman í sessi sem listamann. Hún er af mörgum talin hans besta mynd frá sjötta áratugnum. Ég ætla ekkert að fullyrða um það, á erfitt með að gera upp á milli mynda sjálf, en Sælureitur er sannarlega ein af uppáhalds Bergman myndunum mínum. Ekki síst vegna þess að hún sameinar djúpar heimspekilegar vangaveltur um mannlega tilveru annars vegar og húmor, skemmtilegheit og rómantík hins vegar. Rétt eins og lífið sjálft. Myndatakan er með því besta sem ég hef séð. Snillingurinn Gunnar Fischer tekur myndina en samvinna Bermans og Fischer var löng og farsæl. Takið eftir …

Lilja 4-ever

Leikstjórn: Lukas Moodysson Handrit: Lukas Moodysson Leikarar: Oksana Akinshina, Artyom Bogucharsky, Lyubov Agapova, Liliya Shinkaryova, Elina Benenson, Pavel Ponomaryov og Tomas Neumann Upprunaland: Svíþjóð og Danmörk Ár: 2002 Lengd: 109mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hin 16 ára Lilja er alin upp í fyrrverandi Sovétríkjunum. Móðir hennar skilur hana eftir þegar hún flytur til Bandaríkjanna og neyðist hún að lokum að selja sig til að sjá sér farborða. Gæfan virðist þó ætla að brosa við henni þegar ungur maður segist elska hana og býður henni gull og græna skóga í Svíþjóð … Almennt um myndina: Myndin er með afbrigðum vel leikin af þessum ungu, reynslulitlu, rússnesku börnum, Oksana Akinshina og Artiom Bogucharskij. Einlægni þeirra og að því er virðist áreynslulaus tjáning vekur undrun, ekki síst þar sem hlutverk þeirra eru verulega krefjandi. Moodysson hefur áður sýnt að hann hefur einstakt lag á að leikstýra börnum, bæði í Fucking Åmål (Árans Åmål) og Tillsammans (Saman). Myndatakan eykur á áhrifin. Mikið um nærmyndir… hreyfanleg myndavél er notuð víða og á stundum er myndin í hægagangi …

Rautt, hvítt og blátt! Litanotkun í þríleik Kieslowskis

Inngangur Fyrst voru kvikmyndir ekki í lit. Samt skiptu litir máli. Það var hreint ekki sama hvernig búningar, leikmynd og umhverfið allt var á litinn. Þeir sem unnu við kvikmyndir í árdaga urðu sérfræðingar í að þekkja hvernig daufir jafnt sem skærir litir komu út í grátónaskalanum, vissu til dæmis upp á hár hvernig hárauður kjóll kæmi út í svart/hvítri mynd. Svo litir hafa alltaf skipt máli í kvikmyndum. En þeir skipta jafnvel enn meira máli nú til dags. Sumir kvikmyndaleikstjórar nota liti mjög meðvitað. Meðal þeirra eru Kieslowski heitinn, Ingmar Bergman, Sally Potter og mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón. Aðrir nota liti markvisst án þess að gera sér grein fyrir því. Oft er það þannig að leikstjórar fullyrða að þeir noti ekki tákn. En hefðir fyrir merkingu ýmis konar tákna og lita fléttast inn í allt okkar umhverfi og menningu og oft á tíðum tökum við alls ekki eftir því af því að það er eitthvað svo sjálfsagt. Þannig er það með suma leikstjóra líka… þeir segjast ekki nota tákn vegna þess að þeir gera …