Author: Sigurður Árni Þórðarson

Blóðhlaupin augu og Jesús Kristur

Voru hýðingar, pústrar og blóðsúthellingar, sem Jesús Kristur leið á förinni til Golgata, nauðsynlegur þáttur frelsunarinnar? Ef Jesús hefði sloppið við líkamlega þjáningu fram að sjálfri krossfestingunni, hefði hjálpræðisverkinu þar með verið klúðrað? Er þjáning Jesú meginatriði trúarinnar? Eða er það líf Jesú, dauðinn eða eitthvað annað? Hvert var og er hlutverk Jesú og hver er þinn Jesús Kristur? Mögnuð píslarsaga Píslarsaga Mel Gibson er rosaleg saga. Blóð Jesú Krists slettist á stéttar og torg. Hægra auga Jesú bólgnar sem næst úr augntóttinni. Vargfugl goggar í augu ræningjans á krossinum. Friðlaus andi Júdasar veinar. Hermenn píska Jesú látlaust alla leið frá Getsemanegarði, um hallir trúarleiðtoga og veraldlegra valdsmanna og til aftökustaðar. Jesús er hæddur og lítillækkaður og á hann er lagt þyngra tréfarg en á ræningjana. Kona, sem ætlar að líkna bandingjanum, er hrakin á brott. Þyrnikórónónu er ekki tyllt á höfuð Jesú heldur lamin inn í höfuleður hans. Hermenn ganga í skrokk bandingjans langt umfram heimild. Gripgaddar svipanna slíta húð og kjötstykki í barsmíðinni. Öllum, nema andlega þykkskrápuðum, líður illa í þessum langdregnu píslarsenum. …

Le charme discret de la bourgeoisie

Leikstjórn: Luis Buñuel Handrit: Luis Buñuel og Jean-Claude Carrière Leikarar: Fernando Rey, Stéphane Audran, Delphine Seyrig, Jean-Pierre Cassel, Julien Bertheau, Paul Frankeur, Bulle Ogier, Michel Piccoli, Claude Piéplu, Pierre Maguelon, Muni, Milena Vukotic og François Maistre Upprunaland: Frakkland, Spánn og Ítalía Ár: 1972 Lengd: 101mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Nokkrir góðborgarar reyna ítrekað að neyta saman kvöldverðar en eru truflaðir í hvert skipti. Almennt um myndina: Bráðfyndin súrealísk gamanmynd sem hlaut óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin árið 1972. Criterion fyrirtækið í Bandaríkjunum á hrós skilið fyrir frábæra útgáfu myndarinnar á tveggja diska DVD setti með miklu aukaefni, t.d. mjög svo áhugaverðri heimildamynd um feril Buñuels. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Myndin eldist furðu vel, þrátt fyrir vísanir í menningartískur samtíðar sinnar. Marxísk túlkun í bland við súrrealismann er fyrirsjáanleg og kom ekki á óvart. En eftir að við sáum myndina á Dec kvöldi hefur hún vitjað mín reglulega! Það sem kannski situr fastast í mínum huga er firringarlýsing myndarinnar. Forsendan er gefin, Guð er ekki til og samfélagið er vitlaust. Síðan fer …

Forrest Gump

Leikstjórn: Robert Zemeckis Handrit: Handrit byggt á sögu Winston Groom: Eric Roth Leikarar: Tom Hanks, Robin Wright, Gary Sinise, Mykelti Williamsson, Hanna R. Hall, Sally Field Harold G. Herthum, Hanna R. Hall Upprunaland: BNA Ár: 1994 Lengd: 136mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0109830 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin er viðburðasaga Forrest Gump, fremur en þroskasaga. Forrest litli tekur út lítinn vitsmunaþroska, en rambar í hvert stórævintýrið á fætur öðru, slampast í gegnum allt og uppsker sem snillingur. Gæskuríkur Forrest Gump nýtur elskusemi flestra, enda stefnt út í veröldina af miklum kvenskörungi, mömmunni. Æskuástin, sem hann elskar frá skóladögum verður þó ekki hans nema stuttan tíma áður en hún deyr. Varla er nokkuð stórmál í bandarískri sögu, sem Gump tengist ekki með einum eða öðrum hætti. Forrest Gump verður stjarna í amerískum fótbolta, hetja í Víetnam, borðtennisjöfur, vellauðugur útgerðarmaður, hlaupastjarna og nokkurs konar spámaður, áður en hann nær ást lífsins og eignast afkomanda, sem heldur sögunni áfram. Sagan heldur því áfram og maður veit ekki hvaða konfektmoli kemur næst fré Zemeckis of félögum. Almennt um myndina: Þrjú meginmáttarvöld …

La Vite é Bella

Leikstjórn: Roberto Benigni Handrit: Vincenzo Cerami og Roberto Benigni Leikarar: Roberto Benigni, Nicoletta Brasci, Giorgio Cantarini, Giustino Durano, Sergio Bustric, Horst Bucholz, Marisa Parades, Lydial Alfonis, Giuliana Ljodice, Giorgio Cantarini. Upprunaland: Ítalía Ár: 1997 Lengd: 118mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0118799 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ástin og lífið á stríðstíma. Guido, ungur Gyðingur heillast af kennslukonunni, Dóru, í ítölsku þorpi. En hún er af öðru sauðahúsi en hann og flest verður til að hindra samskipti þeirra og tilhugalíf. Með hugviti og uppátækjum tekst söguhetjunni þó að bræða hjarta konunnar og sprengja þau félagslegu höft sem meina þeim að eigast. Þetta er fyrri hluti myndarinnar, sem einkennist af farsakenndri og allt að því súrrealískri atburðarás. Síðan er skipt um gír og ný saga hefst. Guido og Jósúa, fimm ára afkvæmi ástar hans og Dóru, eru sendir í fangabúðir fyrir gyðinga. Dóra heimtar að fara með þeim. Þar reynir faðirinn að fela drenginn svo honum verði ekki fargað. Til þess að gera vistina bærilegri fyrir drenginn breytir Guido fangavist þeirra í leik. Hann lýgur því að honum að þetta …