Leikstjórn: Robert Zemeckis Handrit: Handrit byggt á sögu Winston Groom: Eric Roth Leikarar: Tom Hanks, Robin Wright, Gary Sinise, Mykelti Williamsson, Hanna R. Hall, Sally Field Harold G. Herthum, Hanna R. Hall Upprunaland: BNA Ár: 1994 Lengd: 136mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0109830 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin er viðburðasaga Forrest Gump, fremur en þroskasaga. Forrest litli tekur út lítinn vitsmunaþroska, en rambar í hvert stórævintýrið á fætur öðru, slampast í gegnum allt og uppsker sem snillingur. Gæskuríkur Forrest Gump nýtur elskusemi flestra, enda stefnt út í veröldina af miklum kvenskörungi, mömmunni. Æskuástin, sem hann elskar frá skóladögum verður þó ekki hans nema stuttan tíma áður en hún deyr. Varla er nokkuð stórmál í bandarískri sögu, sem Gump tengist ekki með einum eða öðrum hætti. Forrest Gump verður stjarna í amerískum fótbolta, hetja í Víetnam, borðtennisjöfur, vellauðugur útgerðarmaður, hlaupastjarna og nokkurs konar spámaður, áður en hann nær ást lífsins og eignast afkomanda, sem heldur sögunni áfram. Sagan heldur því áfram og maður veit ekki hvaða konfektmoli kemur næst fré Zemeckis of félögum. Almennt um myndina: Þrjú meginmáttarvöld …