Author: Skúli Sigurður Ólafsson

Mies vailla menneisyyttä

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Framleiðsluland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Framleiðsluár: 2002 Lengd: 97 Útgáfa: VHS, pal Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Drama, gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um kvikmyndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ­ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs …

Crimes and Misdemeanors

Leikstjórn: Woody Allen Handrit: Woody Allen Leikarar: Woody Allen, Martin Landau, Alan Alda, Claire Bloom, Mia Farrow, Jerry Orbach, Stephanie Roth, Anjelica Huston, Sam Waterston, Gregg Edelman, George J. Manos, Martin S. Bergmann og Joel Y. Zion Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1989 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í myndinni eru sagðar tvær sögur. Önnur greinir frá Judah Rosenthal, farsælum augnlækni sem fagnar sextugsafmæli umlukinn vinum og fjölskyldu. Hann er vinsæll og ber ekki á öðru en að hann lifi sæmilega hnökralausu lífi. Judah á hins vegar leyndarmál. Um tveggja ára skeið hefur hann átt hjákonu, Dolores, sem nú hótar að segja eiginkonu hans frá ævintýri þeirra og um leið að svipta hann því sem honum er dýrmætast, fjölskyldu og virðingu vinanna. Eftir ítrekaðar hótanir hennar leitar hann ráða hjá Jack bróður sínum sem er glæpamaður og vanur að leysa vandamál af ýmsum toga. Bróðirinn leggur til að hann láti myrða hjákonuna og fellst Judah að endingu á þá „lausn“ á vanda sínum. Á sama tíma er sögð sagan af kvikmyndagerðarmanninum Clifford Stern …

Mies vailla menneisyyttä

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Upprunaland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Ár: 2002 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 þjappað í 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um myndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ­ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs í þeirri merkingu að …

Englar alheimsins

Leikstjórn: Friðrik Þór Friðriksson Handrit: Einar Már Guðmundsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur Samper, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Hilmir Snær Guðnason Upprunaland: Ísland Ár: 2000 Lengd: 97mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0233651 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í myndinni er greint frá ævi Páls sem er haldinn geðhvarfasýki. Fylgst er með þróun sjúkdómsins og hvernig líf Páls breytist eftir því sem veikindin ágerast. Hugmyndir hans brenglast og ástandið innan veggja heimilisins verður nær óbærilegt fyrir foreldra hans og systkini. Þá er lífinu á Kleppi lýst og samskiptunum þar bæði milli sjúklinganna innbyrðis og við starfsfólk spítalans. Styrkleiki frásagnarinnar felst að mati undirritaðs í því hversu sannfærandi lýsingin er á því er sjúkdómurinn nær tökum á Páli. Þá eru samræðurnar í myndinni oftast vel uppbyggðar og jafnframt hefur tekist fádæma vel að þjappa innihaldi skáldsögunnar niður í knappara form kvikmyndarinnar. Boðskapur myndarinnar er að sama skapi heilstæður og gegnumgangandi. Ver tekst hins vegar til þar sem fullorðnir leikarar eru í hlutverkum unglinga. Sú tilraun gengur hreint ekki upp. Danskir og sænskir áhorfendur myndarinnar sem ekki þekkja til leikaranna …

Annie Hall

Allen og leitin að hinu sanna lífi

Ég hef hér fyrir framan mig skemmtilega grein úr dagblaðinu mínu„Sænska“ sem kynni að vekja áhuga einhvers. Yfirskriftin mætti útleggjast: Leitin fyndna að samsvarandi (autentisk) lífi og fjallar greinin um grínistann Woody Allen – sem eitthvað hefur komið til tals í hópnum ef minnið svíkur mig ekki. Heimspekingurinn Vittorio Hösle gaf nýverið út bókina Woody Allen. Versuch ueber das komische. Þar skoðar hann myndir Woody Allen með kenningar þeirra Schopenhauers og Bergers um kímnina að leiðarljósi. Heimspekingur þessi hefur víst getið sér gott orð innan fræðanna en til þessa hafa bækur hans snúist um hefðbundið viðfang heimspekinga: Hegel, gríska harmleikinn, stjórnmálaheimspeki, frumspeki, siðfræði og fleira í þeim dúr. Nú hefur hann sem sagt snúið sér að kvikmyndunum (nema hvað?) og spyr hvað það sé raunverulega í myndum Woody Allen sem fái okkur til þess að hlæja. Snemma í greininni er vísað í myndina Annie Hall. Í einu atriðinu skammast Alvy (sem Woody Allen leikur) út í mann sem stendur í biðröð og talar „aldeilis“ of hátt um fjölmiðlafræðinginn Marshall McLuhan. Alvy segir við manninn að hann viti ekkert um …