Author: Sverrir Hjálmarsson

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban

Leikstjórn: Alfonso Cuarón Handrit: Steven Kloves og J.K. Rowling Leikarar: Daniel Radcliffe, Gary Oldman, Rubert Grint, Emma Watson, David Thewlis, Michael Gambon og Alan Rickman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 136mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry er nú að hefja sitt þriðja ár í Hogwarts. Áður en skólaárið hefst kemst hann að því að Sirius Black hefur sloppið úr Azkaban og ætli sér nú að leita uppi Harry og myrða hann. Í þokkabót þarf hann að glíma við hina illu verði Azkabans, vitsugurnar. Svo virðist stór og grimmur hundur vera að fylgjast með honum og svona til þess að bæta gráu ofan í svart þá spáir kennari hans því að hann muni deyja. Harry og félagar þurfa því að taka á honum stóra sínum eigi þau að komast í gegnum þetta skólaár. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón. Hann er ungur að árum, fæddur 28. nóvember 1961 í Mexíkóborg. Hann vakti fyrst heimsathygli með mynd sinni Y Tu Mama Tambien frá árinu 2001. Þá var hann þegar orðinn …

Star Trek: The Wrath of Khan

Leikstjórn: Nicholas Meyer Handrit: Gene Roddenberry og Harve Bennett Leikarar: William Shatner, Leonard Nemoy, DeForest Kelley, James Doohan, Walter Koenig, Georg Takei, Nichelle Nichols, Bibi Besch, Merrit Butrick, Paul Winfield, Kirstie Allen og Ricardo Montalban Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1982 Lengd: 112mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin gerist á 23. öldinni og segir frá ævintýrum og háska áhafnarinnar um borð á geimskipinu Enterprise. Þau eru send í hjálparleiðangur til geimvísindastofnunarinnar Regula 1. Á leið sinni verður á vegi þeirra gamall óvinur, Khan, og hefjast miklir bardagar þeirra á milli. Meðal annars stendur baráttan um tæki sem vísindamennirnir um borð í Regula 1 höfðu verið að vinna að, en komist það í rangar hendur er voðinn vís. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar, Nicholas Meyer, er fæddur í New York 24. desember 1945. Áhugi hans á kvikmyndagerð vaknaði strax og hann sá sína fyrstu bíómynd, en það var myndin „A Beggar’s Opera“. Hann sló fyrst í gegn er kvikmyndahandrit hans upp úr bókinni „Seven Percent Solution,“ en hann er reyndar líka höfundur bókarinnar, var tilnefnt …