Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
Leikstjórn: Alfonso Cuarón Handrit: Steven Kloves og J.K. Rowling Leikarar: Daniel Radcliffe, Gary Oldman, Rubert Grint, Emma Watson, David Thewlis, Michael Gambon og Alan Rickman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 136mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry er nú að hefja sitt þriðja ár í Hogwarts. Áður en skólaárið hefst kemst hann að því að Sirius Black hefur sloppið úr Azkaban og ætli sér nú að leita uppi Harry og myrða hann. Í þokkabót þarf hann að glíma við hina illu verði Azkabans, vitsugurnar. Svo virðist stór og grimmur hundur vera að fylgjast með honum og svona til þess að bæta gráu ofan í svart þá spáir kennari hans því að hann muni deyja. Harry og félagar þurfa því að taka á honum stóra sínum eigi þau að komast í gegnum þetta skólaár. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón. Hann er ungur að árum, fæddur 28. nóvember 1961 í Mexíkóborg. Hann vakti fyrst heimsathygli með mynd sinni Y Tu Mama Tambien frá árinu 2001. Þá var hann þegar orðinn …