Author: Teitur Atlason

Ta’m e guilass

Leikstjórn: Abbas Kiarostami Handrit: Abbas Kiarostami Leikarar: Homayoun Ershadi, Abdohossein Bagheri, Afshin Bakhtiari, Ali Moradi, Hossein Noori, Ahmad Ansari, Hamid Massomi og Elham Imani Upprunaland: Íran Ár: 1997 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Herra Badii keyrir um í leit að einhverjum til að grafa sig eftir að hann hefur framið sjálfsvíg. Hann biður þrjá menn um hjálp og neita tveir þeirra en sá þriðji samþykkir að verða við bón hans. Almennt um myndina: Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Abbas Kiarostami vann gullpálman árið 1997 fyrir þessa kvikmynd, Ta’m e guilass. Hann skrifar handritið, leikstýrir, er klippari og framleiðandi myndarinnar. Hún hlaut þegar einróma lof gagnrýnenda og jók hróður íranskra kvikmynda um heiminn. Í Íran er í gildi ritskoðun á kvikmyndum og er bannað að fjalla um eða sýna alls kyns hluti. Það er t.d bannað að sýna konu án þess að hún sé með klút um hárið. Einnig er bannað að fjalla um eldfim pólitísk deilumál. Með klókindum fer Kiarostami hins vegar framhjá þessari ritskoðun og nær að segja magnaða sögu, án þess að …

Dune

Leikstjórn: David Lynch Handrit: David Lynch, byggt fyrstu bók í sagnabálknum um DUNE eftir Frank Herbert Leikarar: Kyle MacLachlan, Francesca Annis, Sean Young, Leonardo Cimino, Kenneth McMillan, Brad Dourif, José Ferrer, Linda Hunt, Freddie Jones, Richard Jordan, Virginia Madsen, Silvana Mangano, Everett McGill, Jack Nance, Siân Phillips, Jürgen Prochnow, Paul L. Smith, Patrick Stewart, Sting Dean, Stockwell Max von Sydow, Alicia Witt, Danny Corkill, Honorato Magaloni, Judd Omen og Molly Wryn Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1984 Lengd: 137mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í fjarlægri framtíð gegnir eyðimerkurplánetan DUNE lykilhlutverki í samgöngum milli pláneta. Sá sem stjórnar DUNE, stjórnar geimferðum og þ.a.l alheiminum. Það má segja að DUNE sé eina bensínstöðin í alheiminum. „Bensínið“ er krydd sem vex aðeins á DUNE og við hrikalegar aðstæður. Risastórir sandormar ráða nefnilega ríkjum á DUNE og það virðist vera sem svo að eitthvað samhengi sé milli ormanna og kryddsins. Til þess að viðhalda jafnvægi og koma í veg fyrir stríð, hafa þrjár mikilvægustu ættirnar (s.k „hús“) í alheiminum gert með sér bandalag. Bandlagið kveður á um að …