Ta’m e guilass
Leikstjórn: Abbas Kiarostami Handrit: Abbas Kiarostami Leikarar: Homayoun Ershadi, Abdohossein Bagheri, Afshin Bakhtiari, Ali Moradi, Hossein Noori, Ahmad Ansari, Hamid Massomi og Elham Imani Upprunaland: Íran Ár: 1997 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Herra Badii keyrir um í leit að einhverjum til að grafa sig eftir að hann hefur framið sjálfsvíg. Hann biður þrjá menn um hjálp og neita tveir þeirra en sá þriðji samþykkir að verða við bón hans. Almennt um myndina: Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Abbas Kiarostami vann gullpálman árið 1997 fyrir þessa kvikmynd, Ta’m e guilass. Hann skrifar handritið, leikstýrir, er klippari og framleiðandi myndarinnar. Hún hlaut þegar einróma lof gagnrýnenda og jók hróður íranskra kvikmynda um heiminn. Í Íran er í gildi ritskoðun á kvikmyndum og er bannað að fjalla um eða sýna alls kyns hluti. Það er t.d bannað að sýna konu án þess að hún sé með klút um hárið. Einnig er bannað að fjalla um eldfim pólitísk deilumál. Með klókindum fer Kiarostami hins vegar framhjá þessari ritskoðun og nær að segja magnaða sögu, án þess að …