The Road to Guantanamo
Leikstjórn: Michael Winterbottom með aðstoð Mat Whitecross Leikarar: Riz Ahmed, Farhad Harun, Waqar Siddiqui, Afran Usman, Shahid Iqbal, Sher Khan, Jason Salkey, Jacob Gaffney og Mark Holden Upprunaland: Bretland Ár: 2006 Hlutföll: imdb.com/title/tt0468094/maindetails Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjórir breskir vinir, sem eru ættaðir frá Pakistan, ferðast til Afganistan. Þar lenda þeir í miðjum stríðsátökum með þeim afleiðingum að einn lætur lífið og hinir þrír eru sendir til Guantánamo fangabúðirnar í tvö ár, grunaðir um að vera hryðjuverkamenn. Almennt um myndina: The Road to Guantanamo hefur vakið mikla athygli og verið lofsömuð af flestum gagnrýnendum. Michael Winterbottom fékk Gullna björninn á Berlínarhátíðinni fyrir leikstjórn og myndin sjálf var jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna. Vissulega er The Road to Guantanamo áhrifamikil en ég get ekki sagt að margt í henni hafi komið mér á óvart. Helsti galli hennar sem heimildarmyndar er hins vegar að hún er allt of einhliða. Við fáum aldrei að heyra hlið Bandaríkjanna, ef frá eru talin skot af Bush og Rumsfeld (sjá nánar hér að neðan). Þá virðast drengirnir aldrei vera spurðir …