Author: Þorkell Ágúst Óttarsson

The Road to Guantanamo

Leikstjórn: Michael Winterbottom með aðstoð Mat Whitecross Leikarar: Riz Ahmed, Farhad Harun, Waqar Siddiqui, Afran Usman, Shahid Iqbal, Sher Khan, Jason Salkey, Jacob Gaffney og Mark Holden Upprunaland: Bretland Ár: 2006 Hlutföll: imdb.com/title/tt0468094/maindetails Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjórir breskir vinir, sem eru ættaðir frá Pakistan, ferðast til Afganistan. Þar lenda þeir í miðjum stríðsátökum með þeim afleiðingum að einn lætur lífið og hinir þrír eru sendir til Guantánamo fangabúðirnar í tvö ár, grunaðir um að vera hryðjuverkamenn. Almennt um myndina: The Road to Guantanamo hefur vakið mikla athygli og verið lofsömuð af flestum gagnrýnendum. Michael Winterbottom fékk Gullna björninn á Berlínarhátíðinni fyrir leikstjórn og myndin sjálf var jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna. Vissulega er The Road to Guantanamo áhrifamikil en ég get ekki sagt að margt í henni hafi komið mér á óvart. Helsti galli hennar sem heimildarmyndar er hins vegar að hún er allt of einhliða. Við fáum aldrei að heyra hlið Bandaríkjanna, ef frá eru talin skot af Bush og Rumsfeld (sjá nánar hér að neðan). Þá virðast drengirnir aldrei vera spurðir …

Ken Park

Leikstjórn: Larry Clark og Edward Lachman Handrit: Larry Clark og Harmony Korine Leikarar: Tiffany Limos, James Ransone, Stephen Jasso, James Bullard, Mike Apaletegui, Adam Chubbuck, Wade Williams, Amanda Plummer, Julio Oscar Mechoso, Maeve Quinlan, Bill Fagerbakke, Harrison Young, Patricia Place, Richard Riehle, Seth Gray og Eddie Daniels Upprunaland: Bandaríkin, Holland og Frakkland Ár: 2002 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ken Park fjallar um fimm vini og ömurlegar heimilisaðstæður þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að koma frá brotnum fjölskyldum og misheppnuðu uppeldi. Foreldrar Shawn eru skilin en hann eyðir deginum mest upp í rúmi hjá stjúpmóður sinni á meðan faðir hans er í vinnunni, þar sem hún kennir honum hinar ýmsu listir ástarlífsins. Við fáum aldrei að vita hvar foreldrar Tate eru en hann býr hjá ömmu sinni og afa. Tate er verulega truflaður á geði og hefði þurft mun strangara uppeldi og meðferð hjá geðlæknum. Afi hans og amma setja honum hins vegar engin mörk. Claude á drykkfelldan föður sem fyrirlítur hann og lætur hann heyra það reglulega. Peaches er …

Before Sunset

Before Sunset

Leikstjórn: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy og Ethan Hawke Leikarar: Julie Delpy og Ethan Hawke Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði Það eru níu ár liðin frá því Jesse og Celine hittust í Vínarborg og eyddu þar saman rómantískustu nótt ævi sinnar. Nú hittast þau aftur þar sem Jesse er að kynna nýja skáldsögu eftir sig sem fjallar um nótt þeirra forðum. Jesse þarf að fara upp á flugvöll eftir klukkustund og því hafa þau aðeins stuttan tíma til að ræða um allt það sem hefur gerst síðan þau hittust síðast. Almennt um myndina Endursögn á söguþræði myndarinnar nær engan vegin að fanga þann galdur sem þessi mynd hefur að geyma enda felst hann ekki í söguþræðinum heldur kvikmyndatökunni, samtölunum og stórkostlegum leik Julie Delpy og Ethan Hawke. Myndin er sjálfstætt framhald af Before Sunrise (1995) sem var gerð níu árum áður. Það er erfitt að gera upp á milli þessara mynda. Báðar eru einstakir gimsteinar í ótrúlegri meðalmennsku sem hefur tröllriðið kvikmyndaheiminum síðustu …

Before Sunrise

Leikstjórn: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy og Ethan Hawke Leikarar: Julie Delpy og Ethan Hawke Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Það eru níu ár liðin frá því Jesse og Celine hittust í Vínarborg og eyddu þar saman rómantískustu nótt ævi sinnar. Nú hittast þau aftur þar sem Jesse er að kynna nýja skáldsögu eftir sig sem fjallar um nótt þeirra forðum. Jesse þarf að fara upp á flugvöll eftir klukkustund og því hafa þau aðeins stuttan tíma til að ræða um allt það sem hefur gerst síðan þau hittust síðast. Almennt um myndina: Endursögn á söguþræði myndarinnar nær engan vegin að fanga þann galdur sem þessi mynd hefur að geyma enda felst hann ekki í söguþræðinum heldur kvikmyndatökunni, samtölunum og stórkostlegum leik Julie Delpy og Ethan Hawke. Myndin er sjálfstætt framhald af Before Sunrise (1995) sem var gerð níu árum áður. Það er erfitt að gera upp á milli þessara mynda. Báðar eru einstakir gimsteinar í ótrúlegri meðalmennsku sem hefur tröllriðið kvikmyndaheiminum síðustu …

My First Mister

Leikstjórn: Christine Lahti Handrit: Jill Franklyn Leikarar: Leelee Sobieski, Albert Brooks, John Goodman, Henry Brown, John Goodman,Desmond Harrington, Carol Kane, Michael McKean, Pauley Perrette, Lisa Jane Persky,Mary Kay Place, Katee Sackhoff og Matthew St. Clair Upprunaland: Bandaríkin og Þýskaland Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hin 17 ára Jennifer er uppreisnarunglingur með litla framtíðarmöguleika.Randall er 49 ára steinrunninn búðareigandi sem gæti rétt eins verið dauður núþegar. Líf þeirra tekur hins vegar stórum breytingum þegar Randall ræður Jennifer ívinnu. Almennt um myndina: My First Mister er fyrsta kvikmynd Christinu Lahti í fullri lengd en húnfékk áður óskarsverðlaun fyrir stuttmyndina Lieberman In Love (1995). Lahti er þóekki alveg ókunnug kvikmyndageiranum því að hún hefur leikið í sjónvarpsmyndum fráárinu 1978. Ég hef reyndar ekki séð Lieberman In Love en af þessari mynd að dæma erljóst að Lahti er langt frá því að vera á rangri hillu. Tveir þriðju hlutar myndarinnar eru hrein dásemd og þá er nú mikið sagt því að svona„ólíkar-manneskjur-verða-vinir-myndir“ eru orðnar ansi þreyttar og útjaskaðar.Handritið er vel skrifað og drepfyndið, …

Bollywood/Hollywood

Leikstjórn: Deepa Mehta Handrit: Deepa Mehta Leikarar: Rahul Khanna, Lisa Ray, Rishma Malik, Jazz Mann, Moushumi Chatterjee,Dina Pathak, Kulbhushan Kharbanda, Ranjit Chowdhry, Leesa Gaspari, ArjunLombardi-Singh, Neelam Mansingh, Mike Deol, Jessica Paré og Jolly Bader Upprunaland: Kanada Ár: 2002 Lengd: 105mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Rahul hefur engan áhuga á að ganga í hjónaband eða stofna til sambanda yfirhöfuð en þegar honum er hótað að giftingu systur hans verði aflýst nema hann náisér í stúlku á stundinni ræður hann Sue til að þykjast vera kærasta hans. Almennt um myndina: Deepa Mehta er fræg fyrir allt annað en að gera gamanmyndir. Hún vaktifyrst athygli á sér þegar hún gerði hina funheitu mynd Fire (1996) en myndin ollisvo miklu fjaðrafoki á Indlandi að kvikmyndahúsið þar sem hún var sýnd var lagt írúst. Í kjölfar þess var myndin bönnuð í Indlandi og hún var aldrei sýnd íPakistan. Fire er reyndar fyrsta mynd í þríleik sem hún hefur verið að vinna að,sem allar eru kenndar við frumefnin. Næsta mynd í þríleiknum var Earth (1998) ogvar hún einnig …

Spellbound

Leikstjórn: Jeffrey Blitz Handrit: Jeffrey Blitz Leikarar: Harry Altman, Angela Arenivar, Ted Brigham, April DeGideo, Neil Kadakia,Nupur Lala, Emily Stagg og Ashley White Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fylgt er eftir átta börnum sem taka þátt í frægustu stafsetningarkeppniBandaríkjanna, The National Spelling Bee. Almennt um myndina: Stafsetningarkeppnin hefur verið stór þáttur í þjóðlífi Bandaríkjanna alltfrá tilkomu hennar árið 1925. Heimildarmynd Jeffreys Blitz, sem jafnfram er fyrstamynd hans, gefur því góða innsýn inn í þjóðlíf landsmanna hans. Krakkarnir eru fráýmsum stöðum landsins, þorpum, bæjum og borgum, og af öllum þjóðfélagsstigum. Viðkynnumst sömuleiðis fjölskyldum þeirra sem eru að sama skapi frábrugðnar. Tvöbarnanna búa hjá einstæðu foreldri og þrjú þeirra eru afkomendur innflytjenda. Allt er þetta mjög áhugavert og merkilegt hvað þeim hefur tekist að velja krakkanavel því að þeir sem urðu fyrir valinu eru aðeins átta af tæplega tvöhundruð ogfimmtíu. Það hefði því auðveldlega getað gerst að allir sem kvikmyndagerðarmennirnirvöldu hefðu dottið út í fyrstu umferð. Sú varð þó ekki raunin. Myndin er vel unnin og áhugaverður gluggi inn …

The Shape of Things

Leikstjórn: Neil LaBute Handrit: Neil LaBute, byggt á samnefndu leikriti eftir hann Leikarar: Gretchen Mol, Paul Rudd, Rachel Weisz og Fred Weller Upprunaland: Bandaríkin, Frakkland og Bretland Ár: 2003 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Adam er nokkuð lúðalegur þegar hann kynnist Evelyn, enda leggur hún straxtil að hann breyti útliti sínu og hegðun. Vinir hans, Mol og Weller, vita hinsvegar ekki alveg hvernig taka beri þeim breytingum sem verða á honum og því síðurEvelyn. Almennt um myndina: The Shape of Things er byggð á samnefndu leikriti eftir leikstjóramyndarinnar, fyrrverandi mormónans Neil LaBute, en það var frumsýnt fyrir þrem árumí Almeida leikhúsinu í London. Upphaflegu leikarar verksins leika einnig allir íþessari uppfærslu. Kvikmyndin ber þess reyndar merki að vera byggð á leikhúsverkiog skiptist meira að segja í 10 þætti sem hver og einn gerist á afmörkuðum stað. Það er margt fleira sem ýtir undir leikhúsbraginn. Það eru aðeins fjórir leikarar ímyndinni að baksviðsleikurunum frátöldum, sem ganga jafnan fram hjá án þess að segjaneitt. Tökur eru langar og kvikmyndavélin hreyfist lítið. Rammarnir verða …

Capturing the Friedmans

Leikstjórn: Andrew Jarecki Handrit: Andrew Jarecki Leikarar: Arnold Friedman, Elaine Friedman, David Friedman, Seth Friedman, JesseFriedman og Howard Friedman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Á þakkargjörðarhátíðinni brýst lögreglan inn á heimili miðstéttargyðingafjölskyldu og finnur þar helling af barnaklámi. Þegar lögreglan kemst að þvíað fjölskyldufaðirinn Arnold Friedman kennir drengjum tölvunarfræði í kjallaranum,ákveður hún að yfirheyra alla nemendurna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú aðArnold og sonur hans Jesse hafi stundað hópnauðganir í kjallaranum. Arnold og Jessejáta líka sekt sína og eru dæmdir í fangelsi en þegar betur er að gáð reynist máliðþó flóknara en talið hafði verið í fyrstu. Almennt um myndina: Capturing the Friedmans er fyrsta mynd Andrews Jareckis en hún vann tilfjölda verðlauna og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.Upphaflega ætlaði Jarecki að gera heimildarmynd um vinsælasta trúðinn í New York,David Friedman, en þá frétti hann að fjölskylda mannsins tengdist frægubarnamisnotkunarmáli og hefði hún tekið allt sem gerðist innan veggja heimilisinsupp á myndband meðan rannsókn og málsókn stóðu yfir. Jarecki ákvað því að söðla umog vinna í …

Friday the 13th: The Series – Faith Healer

Leikstjórn: David Cronenberg Handrit: Christine Cornish Leikarar: Miguel Fernandes, Robert Silverman, John D. LeMay, Louise Robey, Steve Monarque og Chris Wiggins Upprunaland: Kanada Ár: 1988 Lengd: 45mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Komið er upp um svik prédikari sem segist geta læknað fólk og tekur góða greiðslu fyrir. Á flótta sínum finnur hann hvítan hanska sem gerir honum kleift að lækna hvaða sjúkdóm sem er. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að sjúkdómurinn færist yfir á hanskann og verður sá sem klæðist honum hverju sinni að koma sjúkdómnum yfir á annan, ella deyr hann sjálfur. Sjúkdómurinn magnast reyndar svo mikið um leið og hann er kominn yfir í hanskann að hver sá sem snertir viðkomandi lætur lífið samstundis. Almennt um myndina: Þátturinn ber þess merki að vera unninn á 5 dögum fyrir litla peninga. Reyndar hef ég ekki séð aðra þætti í þessari sjónvarpsmyndaþáttaröð en Faith Healer og The Baron’s Bride unnu silfrið á International Film and TV Festival í New York á sínum tíma. Þarna er David Cronenberg að vinna …