Author: Þorkell Ágúst Óttarsson

The Man Who Knew Too Little

Leikstjórn: Jon Amiel Handrit: Robert Farrar og Howard Franklin, byggt á skáldsögunni Watch That Man eftir Robert Farrar. Leikarar: Bill Murray, Peter Gallagher, Joanne Whalley, Alfred Molina, Richard Wilson, Geraldine James, John Standing, Anna Chancellor, Nicholas Woodeson, Simon Chandler, Cliff Parisi og John Thomson. Upprunaland: Þýskaland og Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Wallace (Bill Murry) kemur á afmælisdegi sínum til London til að heimsækja bróður sinn og fagna tímamótunum með honum. Bróðirinn er hins vegar að skipuleggja stóra veislu fyrir viðskiptavini þetta sama kvöld og til að losna við bróður sinn sendir hann Wallace í það nýjasta í leikhúslífi Lundúna: „Leikhús lífsins,“ n.k. raunveruleikaleikhús þar sem áhorfandinn tekur virkan þátt í æsispennandi ævintýri um alla London og fær þannig að vera hetja eitt kvöld. En þeir eru aðeins of fljótir á staðinn og í stað þess að taka þátt í Leikhúsi lífsins svarar Wallace óvart röngu símtali og flækist þannig í alvöru njósnadrama þar sem reynt er að koma í veg fyrir friðarsamkomulag milli Sovétríkjanna og Bretlands. Wallace …

Event Horizon

Leikstjórn: Paul W.S. Anderson Handrit: Philip Eisner Leikarar: Laurence Fishburne, Sam Neill, Kathleen Quinlan, Joely Richardson, Richard T. Jones, Jack Noseworthy, Jason Isaacs, Sean Pertwee, Peter Marinker, Holley Chant, Barclay Wright, Noah Huntley og Robert Jezek Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Björgunarleiðangur er sendur út til að kanna geimskipið Event Horizon en það hvarf sjö árum áður og birtist svo öllum að óvörum aftur. Þegar hjálparsveitin stígur um borð kemst hún að því að skipið hefur ferðast handan geimsins og tekið með sér óboðinn gest. Almennt um myndina: Enda þótt Paul W.S. Anderson sé ekki hátt skrifaður leikstjóri tókst honum aldrei þessu vant að gera góða mynd. Reyndar var myndin stytt um 30 mín. til að komast hjá því að hún yrði bönnuð unglingum eldri en 17 ára, en leikstjórinn hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á því að upprunalega útgáfan verði gefin út á DVD og er vonandi að svo verði sem fyrst. Styrkur myndarinnar felst einkum í stemmningunni sem kvikmyndagerðarmönnunum tekst að skapa …

Síðustu orð Hreggviðs

Leikstjórn: Grímur Hákonarson Handrit: Grímur Hákonarson Leikarar: (Upplýsingar vantar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 22mín. Hlutföll: Sennilega 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hreggviður, gamll hægrimaður og fastapenni hjá Mogganum, fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hann er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Almennt um myndina: Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Þetta er ein af mörgum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavik Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Persónur úr trúarritum: afturganga Guðfræðistef: handaveruleikinn, afturganga, reimleikar Siðfræðistef: Óánægja, frjálslyndi Trúarbrögð: spíritismi Trúarleg embætti: miðill

Fimm stuttmyndir á Reykjavík Shorts & Docs

Þann 10. júní byrjaði Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin. Á fyrsta deginum var boðið upp á sex stuttmyndir. Reyndar voru aðeins fimm myndir sýndar þar sem ekki tókst að sýna „Móðuna – ástarsögu á þvottaplani“ vegna tæknilegra erfiðleika. Hér verður stuttlega fjallað um þær fimm myndir sem sýndar voru. Síðustu orð Hreggviðs (Grímur Hákonarson: 2004) Myndin er 22 mín. að lengd og fjallar um Hreggvið, gamlan hægrimann og fastapenna hjá Mogganum, sem fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hreggviður er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Blind Date (Huldar Freyr Arnarson: 2004) Myndin er 18 mín. að lengd og fjallar um varfærinn mann sem fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru en það vantaði eitthvað í söguna. …

Bragur

Leikstjórn: Rúnar E. Rúnarsson Handrit: Rúnar E. Rúnarsson Leikarar: (Vantar upplýsingar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 15mín. Hlutföll: Sennilega 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um samband ellilífeyrisþegans Bubba, sem vill fá að deyja heima hjá sér, og húshjálparinnar Arnars, sem kemur fram við hann af virðingu og ást. Almennt um myndina: Falleg og einlæg mynd og afar vel gerð fyrir utan það að líkið andaði allt of mikið. Þetta er ein af mörgum íslenskum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Boðskapur stuttmyndarinnar um mikilvægi þess að koma fram við aldraða af virðingu og ást á sannarlega erindi til okkar allra og er framsetningin heillandi.

Áróður

Leikstjórn: Haukur Már Helgason Handrit: Haukur Már Helgason Leikarar: (Vantar upplýsingar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 12mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Fáeinir heimspekingar ræna forsætisráðherra landsins og halda konunni með nauðung í litlum árabáti þangað til hún kemur heiðarlega fram og svarar heimspekilegum spurningum þeirra um m.a. réttmæti þess að fara í stríð við Færeyjar. Almennt um myndina: Tæknilega verst unna myndin af þeim stuttmyndum sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs (hljóðið alveg handónýtt en það gæti hafa verið tæknimistök við sýningu) og ekki er sagan betri. Í fáum orðum sagt, slöpp mynd og illa unnin. Leikstjórinn hefur gert mun betri stuttmynd áður, Þ.e. Í fremstu víglínu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Tilgangurinn með stuttmyndinni er sennilega ádeila á stuðning íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjanna í Írak og hernámi landsins. Hversu vel sú ádeila kemst til skila er hins vegar annað mál.

Jude

Leikstjórn: Michael Winterbottom Handrit: Hossein Amini. Byggt á skáldsögunni Jude the Obscure eftir ThomasHardy. Leikarar: Christopher Eccleston, Kate Winslet, Liam Cunningham, RachelGriffiths, June Whitfield, Ross Colvin Turnbull, James Daley, Berwick Kaler,Sean McKenzie, Richard Albrecht, Caitlin Bossley, Emma Turner, LorraineHilton, James Nesbitt, Mark Lambert og Paul Bown Upprunaland: Bretland Ár: 1996 Lengd: 122mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Jude Fawley dreymir um að ganga menntaveginn en vegnastéttaskiptingar, forboðinnar ástar og dómhörku samfélagsins reynist honumerfitt að láta drauma sína rætast. Almennt um myndina: Jude er byggð á skáldsögunni Jude the Obscure eftir Thomas Hardy,en hún olli svo miklu fjaðrafoki og hneykslun þegar hún kom út árið 1895 aðHardy hótaði því að skrifa aldrei skáldsögu aftur. Hann stóð við þau heit.Sagan segir að biskupinn í Wakefield hafi misboðið svo „ósvífni ogdónaskapur“ sögunnar að hann kastaði bókinni á eldinn. Það sem fór hvað mestfyrir brjóstið á fólki var árás bókarinnar á hjónabandið, kynlífið ogástarsamband frændsystkina. Helsti styrkur myndarinnar er stórkostlegur leikur Kate Winslet semgjörsamlega stelur senunni og heldur myndinni uppi að mörgu leyti, hógvær enseiðandi tónlist eftir …

Dawn of the Dead

Leikstjórn: Zack Snyder Handrit: James Gunn, byggt á handriti George A. Romero Leikarar: Sarah Polley, Ving Rhames, Jake Weber, Mekhi Phifer, Ty Burrell, Michael Kelly, Kevin Zegers, Michael Barry, Lindy Booth, Jayne Eastwood, Boyd Banks, Inna Korobkina, R.D. Reid, Kim Poirier, Matt Frewer, Justin Louis, Hannah Lochner, Bruce Bohne Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Furðuleg plága herjar á Bandaríkin þegar dauðir rísa úr gröfum sínum með óseðjandi löngun í mannakjöt. Plágan breiðist út eins og eldur í sinu og verða þeir fáu sem enn eru lifandi að halda hópinn og vinna saman til að halda lífi. Hópurinn leitar hælis í verslunarmiðstöð en svo virðist sem hinir dauðu hafi ennþá ómeðvitaða þrá til að skella sér í kringluna og því verður virki þeirra stöðugt óöruggara. Ekki bætir það ástandið þegar þau veita lifandi fólki hæli í verslunarmiðstöðinni en sumir þeirra eru þegar sýktir af veirunni og breytast því brátt í uppvakninga. Almennt um myndina: Hrollvekjan Dawn of the Dead er endurgerð á samnefndri mynd George A. Romero, en …

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow.

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow. Morguninn 6. apríl bauð Smárabíó fjölmiðlum á kynningu, á nýjustu mynd Roland Emmerich, Þess sama og leikstýrði myndum á borð við Universal Soldier (1992), Stargate (1994), Independence Day (1996), Godzilla (1998) og The Patriot (2000). Roland Emmerich er vinsæll Hollywood leikstjóri, en myndir hans ganga út á það að vera með eins stórt og mikið af öllu og hægt er. Mottóið virðist vera „The Bigger the better“. Auglýsingaplakat fyrir The Day After TomorrowNýjasta afurð Roland Emmerich heitir The Day After Tomorrow (2004) og verður frumsýn 26.-28. maí um heim allan. The Day After Tomorrow fjallar um heimsendi af völdum gróðurhúsaáhrifa, en afleiðingarnar eru t.d. þær að á aðeins örfáum dögum skellur á ný ísöld. Sýndur var um hálftími úr myndinni, þ.m.t. öll helstu tæknibrelluatriðin, þar sem Los Angeles og New York voru lagðar í rúst. Tæknibrellurnar voru reyndar mjög flottar og hljóðvinnslan stórkostleg. Myndin hefur dregist inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, en Bush hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að neita að skrifa undir alþjóðlegar samþykktir …

Catch-22

Leikstjórn: Mike Nichols Handrit: Buck Henry, byggt á skáldsögu eftir Joseph Heller Leikarar: Alan Arkin, Martin Balsam, Richard Benjamin, Arthur Garfunkel, Jack Gilford, Buck Henry, Anthony Perkins, Martin Sheen, Jon Voight, Orson Welles, Charles Grodin, Bob Newhart, Paula Prentiss, Bob Balaban, Norman Fell og Susanne Benton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1970 Lengd: 117mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Yossarian er flugstjóri sprengjuflugvélar bandaríska hersins við Miðjarðarhaf í síðari heimsstyrjöldinni og hefur þegar flogið 35 ferðir. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hann aðeins þurft að fljúga 25 ferðir en yfirmenn hans, ofurstarnir Cathcart og Korn, fjölga stöðugt flugferðunum sem hermennirnir þurfa að fara. Almennt um myndina: Skemmtilega súrríalísk mynd byggð á frægri bók sem sló svo rækilega í gegn að titill hennar varð að ensku orðatiltæki, þ.e. Catch-22. Í myndinni er her frægra leikara, eins og Alan Arkin, Martin Sheen, Jon Voight og Orson Welles, sem er stórkostlegur í hlutverki sínu sem Dreedle hershöfðingi. Þarna er Art Garfunkel einnig í sínu fyrsta leikhlutverki, en hann er að sjálfsögðu frægastur fyrir að vera í söngdúettinum Simon and …