Author: Tryggvi Franklín Hákonarson

Journal d’un curé de campagne

Leikstjórn: Robert Bresson Handrit: Robert Bresson, byggt á skáldsögu eftir Georges Bernanos Leikarar: Claude Laydu (presturinn ungi), Marie-Monique Arkell (hertogafrúin) Jean Riveyre (hertoginn), André Guibert (prestuinn í Torcy), Nicole Maurey (Louise), Nicole Ladmiral (Chantal), Martine Lemaire (Séraphita), Antoine Balpétré (læknirinn dr. Delbende) Upprunaland: Frakkland Ár: 1951 Lengd: 115mín. Hlutföll: 1:33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmynd Bresson er byggð á skáldsögu kaþólska rithöfundarins Georges Bernanos sem kom út í París 1936. Bókin var fjórða skáldsaga Bernanos og eins og í fyrri verkum hans er aðalpersóna bókarinnar rómversk-kaþólskur prestur. Sjálfur sótti Bernanos le petit séminaire við Jesúítaskólann Collége Nortre-Dames-des-Champs (1901-1903) og við Collège Saint-Célestin Bourges (1903-1904) en hætti prestnáminu og lauk í staðinn námi í bókmenntum og lögfræði við Sorbonne (1909). Kvikmyndin segir frá ungum rómversk-kaþólskum presti sem kemur í litla sveitarsókn í norður-Frakklandi á þriðja áratugnum með því undarlega nafni Ambricourt. Hún hefst á einni af mörgum dagbókarfærslum prestsins unga þar sem hann sannfærir bæði samvisku sína og áhorfandann um að hann skrifi af heilindum í dagbókina og áhorfandinn heyrir hann segja: „I don’t think …

The Third Miracle

Leikstjórn: Agnieszka Holland Handrit: Johan Romano, byggt á bók eftir Richard Ventere Leikarar: Ed Harris (Frank Shore), Anne Heche (Roxanne),Amin Muller-Stahl (Werner kardináli), Charles Haid (Biskup Cahill), Barbara Sukkowa (Helen O’Regan), James Gallanders (bróðir Gregory), Ken Jamaes (faðir Paul Panak), Michael Rispoli (John Leone), Jade Smith (María táningur), Caterina Scorson (María yngri), Susan Henley (Systir Margaret), Monique Mojica (systir Mary Catherine), Rony Clanton (Higgins), Kenny Robinson karl í móttöku gistiheimilisins), Susan Henly (Sister Margaret), Ivan Lukac (ungur prestur í Slóvaníu), Patrik Minar (ungur þýskur hermaður), Pavol Simon (pabbi Helenar), Angela Fusco (kona sem vann á gistiheimilinu) Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 119mín. Hlutföll: 1.33.1 (var 1:85:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Faðir Frank Schurr, vonsvikinn, einmana og miðaldra rómversk-kaþólskur prestur, er fenginn til að rannsaka hvort hugsanlegt kraftaverk hafi átt sér stað í tengslum við látna konu sem margir vilja að verði gerð að dýrlingi. Almennt um myndina: Myndin gefur raunsæja mynd af því sem er að gerast bak við tjöldin í rómversk-kaþólsku kirkjunni en ólíkt mörgum kvikmyndum sem deila á kirkjuna dregur Holland upp …