Kónguló eða kærleiksguð

Út er komin hjá Guðfræðistofnun Háskóla Íslands bókin Kónguló eða kærleiksguð: Um áhrif kristindómsins á Ingmar Bergman og listsköpun hans eftir dr. Pétur Pétursson prófessor.

Í bókinni er fjallað um trúarleg stef í nokkrum af þekktustu kvikmyndum sænska kvikmyndagerðarmannsins Ingmars Bergmans. Í kvikmyndinni Sjöunda innsiglið frá árinu 1957 og í öðrum kvikmyndum næstu fimmtán ár þar á eftir glímir Bergman á persónulegan hátt við spurningar um náð Guðs, tilgang lífsins, dauðann og mannlega þjáningu. Þögn Guðs og neikvæð áhrif hennar á samskipti fólks setur svip sinn á margar myndir hans. Rekja má þessi viðfangsefni og úrvinnslu þeirra í myndum Bergmans til barnæsku hans og uppeldis í Stokkhólmi, en faðir hans var þar prestur. Bergman hefur við mörg tækifæri látið í ljós biturleika sinn út í foreldra sína sem greinilega hefur sett mark sitt á guðsmynd hans og gagnrýni á kristna trú.

Bókin fæst m.a. í Bókabúð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta og Kirkjuhúsinu.