Bernska Ivan ser fyrsta mynd Tarkovskys og er gerð árið 1962. Hún hreppti Gullna ljónið í Feneyjum sama ár.
Í kvikmyndinni Bernska Ívans koma fram alveg nýjar aðferðir í myndmáli og stíl. Myndin segir frá 12 ára dreng sem er knúinn áfram af brennandi þörf til að hefna látinna foreldra sinna og gerist njósnari fyrir rússneska herinn í síðari heimstyrjöldinni.
Tarkovsky lýsti því sjálfur yfir að hann hefði ekki áhuga á táknum sem slíkum, heldur aðeins myndmálinu, þar sem hann vildi að áhorfendur öðluðust andlega upplifun við að horfa á myndir hans. Notkun drauma var Tarkovsky hugstæð, en draumar í myndum hans endurspegla oft aðra vídd.
Bernsku Ívans er lokið þegar móðir hans og systir eru myrtar af nasistum en draumar hans um endurheimt sakleysi mynda andstæðu við óvæginn raunveruleika stríðsins Vænst þykir mér um drauminn þar sem Ivan og systir hans eru í hestvagni fullum af eplum sem hrynja til jarðar. Í ljós koma hestar í flæðamáli, rétt eins og varðhundar Óðins sem gæta hins heimsins. Hestarnir borða eplin, draumnum lýkur og við tekur harður raunveruleiki stríðsins.
Að endingu langar mig til að varpa fram hugleiðingu frá franska heimspekingnum Jean-Paul Sartre: Er myndin lýsandi dæmi um sósíalískan súrrealisma eða eitthvað allt annað?
Flutt sem innlýsing á undan sýningu Bernsku Ívans á Kirkjulistahátíð 2005.