Kvikmyndir

Blind Date

Leikstjórn: Huldar Freyr Arnarson
Handrit: Huldar Freyr Arnarson
Leikarar: (Upplýsingar vantar)
Upprunaland: Ísland
Ár: 2004
Lengd: 18mín.
Hlutföll: Sennilega 1.33:1
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Varfærinn karlmaður fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra.

Almennt um myndina:
Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru á stuttmyndadagskránni Reykjavík Shorts and Docs í Regnboganum en það vantaði samt eitthvað í söguna. Þótt hún sé skemmtileg og gáskafull er hún allt of fyrirsjáanleg.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Myndin varðar fyrst og fremst samskipti kynjanna með skondnum hætti þar sem ólánið virðist fylgifiskur a.m.k. annarrar persónunnar.