Kvikmyndir

Bollywood/Hollywood

Leikstjórn: Deepa Mehta
Handrit: Deepa Mehta
Leikarar: Rahul Khanna, Lisa Ray, Rishma Malik, Jazz Mann, Moushumi Chatterjee,Dina Pathak, Kulbhushan Kharbanda, Ranjit Chowdhry, Leesa Gaspari, ArjunLombardi-Singh, Neelam Mansingh, Mike Deol, Jessica Paré og Jolly Bader
Upprunaland: Kanada
Ár: 2002
Lengd: 105mín.
Hlutföll: 2.35:1
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Rahul hefur engan áhuga á að ganga í hjónaband eða stofna til sambanda yfirhöfuð en þegar honum er hótað að giftingu systur hans verði aflýst nema hann náisér í stúlku á stundinni ræður hann Sue til að þykjast vera kærasta hans.

Almennt um myndina:
Deepa Mehta er fræg fyrir allt annað en að gera gamanmyndir. Hún vaktifyrst athygli á sér þegar hún gerði hina funheitu mynd Fire (1996) en myndin ollisvo miklu fjaðrafoki á Indlandi að kvikmyndahúsið þar sem hún var sýnd var lagt írúst. Í kjölfar þess var myndin bönnuð í Indlandi og hún var aldrei sýnd íPakistan. Fire er reyndar fyrsta mynd í þríleik sem hún hefur verið að vinna að,sem allar eru kenndar við frumefnin. Næsta mynd í þríleiknum var Earth (1998) ogvar hún einnig bönnuð í Pakistan og Indlandi. Þegar Mehta var að vinna að þriðju ogsíðustu mynd þríleiksins, Water, eyðilögðu bókstafstrúar-hindúar sviðsmyndina oghótuðu að myrða Mehta og leikarana. Til að bæta gráu ofan á svart ákváðu indverskstjórnvöld að stöðva gerð myndarinnar. George Lucas var svo ofboðin framgangan gegnMehta að hann setti heilsíðuauglýsingu í „Variety“ til að styðja hana og myndhennar.

Það er einmitt í miðjum þessum deilum sem Mehta ákvað að létta aðeins til og geraBollywood/Hollywood á meðan mestu lætin gengu yfir. Þar fær hún til liðs við sigmarga af leikurum úr Water en þess má geta að Mehtu mun líklega takast að klára þámynd á þessu ári. Tökum er lokið og er eftirvinnslan aðeins eftir. Það má þó búastvið því að Water verði ekki sýnd í heimalandi hennar.

Hugmyndin að Bollywood/Hollywood er sniðug. Mehta vill sýna fram á að í raun séþetta sama ruslið. Hún tók því Pretty Woman (Garry Marshall: 1990) og endurgerðihana með Bollywood stíl og indverskum gildum. Myndin er nokkuð fyndin á köflum envandinn er bara sá að það er ekki nógu vel unnið úr hugmyndinni. Það er ekki nóg aðendurgera klisjur til að gera grín að þeim, það verður að ganga lengra.

Tónlistin skemmtileg og dansarnir svona allt í lagi. Þótt kvikmyndatakan sé ekkislæm jafnast hún ekki á við flestar Bollywood myndir, en kostur þeirra felst ekki ísöguþræðinum heldur glæsilegri tæknivinnslu, dansatriðum og flottri tónlist. Reyndarer allt tæknilegt handbragð mun slakara í Bollywood/Hollywood en í bæði Bollywood ogHollywood. Klippingarnar eru sérstaklega vondar.

Þótt myndin sé byggð á Pretty Woman hjálpar líklega að hafa séð Bollywood myndiráður, enda margir brandararnir eru byggðir á vísunum í þær. Það er samt ekkiforsenda þess að geta notið myndarinnar. Myndin fylgir formúlu Bollywood myndafullkomlega og til að það fari ekki fram hjá áhorfendum er þeim bent á öll helstustefin í texta sem birtist með reglulegu millibili. Þess ber þó að geta aðBollywood/Hollywood gengur mun lengra en Bollywood myndir. Leikararnir sjást t.d.fara í sleik, nokkuð sem er afar sjaldgæft í Bollywood. Þá sést nekt í myndinni ogmeira að segja klæðskiptingar og indverskum gildum er snúið á hvolf. En bjóst svosem einhver við öðru frá Mehta?

Það er áhugavert að í eftirmála myndarinnar sjást kvikmyndagerðamennirnir meðleikurunum. Manni kemur ósjálfrátt Taste of Cherry (Abbas Kiarostami: 1997) í hug enhún endar á svipaðan hátt. Það væri gaman að vita hvort hér sé um meðvitaða vísun aðræða og ef svo hvað búi þá að baki þeirri vísun.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það er alltaf erfitt að ræða um trúar- og siðfræðistef í gamanmyndum þvímaður veit ekki hversu hátíðlega beri að taka trúarvísanir.

Myndin byrjar á samtali aðalpersónunnar Rahul Seth við föður sinn sem liggurbanaleguna. Faðirinn segir Rahul að fórnin sé skærasti kyndill indverskra dyggða ogað hann verði að vera tilbúinn að fórna sér fyrir fjölskyldu sína. Næst sjáum viðRahul tíu árum seinna þar sem hann kynnir væntanlega konu sina fyrir fjölskyldusinni. Fjölskyldan trompast vegna þess að hún er hvít og endar amman á því að spyrjaforviða hvort hann hafi komið með hvíta hóru inn á heimilið. Amman leggst síðan ábæn og biður guði hindúismans að bjarga málunum. Daginn eftir er sýnt í fréttum þarsem kærastan svífur upp í loftið eftir íhugun með krosslagðar fætur en dettur svoniður og drepst af slysförum.

Hvort þetta hafi bara verið slys eða inngrip æðri máttarvalda veit enginn en ammaner handviss um að hún hafi verið bænheyrð. Reyndar er hún einnig nokkuð viss umyfirburði hindúaguða. Eitt sinn hrópar einhver á heimilinu „Jesús Kristur!“ og erviðkomandi bent á að það megi ekki leggja nafn Guðs við hégóma. Amman svarar þá aðbragði: „Hann er ekki okkar Guð“ en er þá bent á að allir guðir séu jafnir. Amman erhins vegar alls ekki tilbúin að skrifa undir slíkt þvaður og svarar þrjóskulega:„Hindúaguðir eru nr. 1!“ Bænir og hugleiðsla gegna reyndar stóru hlutverki ímyndinni (sérstaklega til Kristna, Lakshmi, Hanumana og Ganpati) og kemur t.d.eftirfarandi fullyrðing fram: „Fjölskylda sem biður saman stendur saman.“

Rahul er að sjálfsögðu eyðilagður eftir dauða kærustu sinnar og getur ekki hugsaðsér að fara í annað samband. Móðir hans hótar hins vegar að stöðva giftingu systurhans ef hann verði ekki búinn að finna sér konu innan nokkurra daga. Systirin erólétt og því er mikilvægt fyrir hana að giftingin verði ekki stöðvuð. Móðirin telurekkert að því að kúga son sinn svona enda sé það helvíti að lifa einn og því bestfyrir hann að kvænast.

Rahul fær Sue Singh til að þykjast vera kærasta sín. Þau verða ástfangin að lokum enþegar hann grunar að hún hafi unnið fyrir sér sem vændiskona renna á hann tværgrímur. Amman hefur hins vegar heillast svo af Sue að hún álasar Rahul fyrir aðefast um heilindi hennar með þeim orðum að þegar maður elski fólk verði maður aðtreysta því fullkomlega. Að lokum verður ástin hefðum og indverskum gildumyfirsterkari og ákveður Rahul því að reyna að hlusta á samvisku sína og sjá hvorthann geti hugsað sér að halda sambandi sínu við Sue áfram. Íhugun hans er svo máttugað andar föður hans og fyrrverandi kærustu birtast honum og segja honum að hlustaávallt á hjarta sitt.

Rahul öðlast einhvers konar endurlausn við þetta allt saman og ríkur af stað til aðbiðja Sue. Það vill reyndar svo skemmtilega til að faðir Sue hafði einnig gengist ígegnum endurlausn á sama tíma, en ástæðan var ekki draugar heldur Bollywood mynd semhann sá.

Endann verðið þið síðan að sjá sjálf, þ.e. ef þið getið ekki getið ykkur til umhann.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 2M 20:7; 2M 22:28; 3M 19:12
Persónur úr trúarritum: Jesús, Guð, guðir, Kristna, Lakshmi, Hanumana, Ganpati (Ganesha),draugur
Guðfræðistef: fórn, gifting, endurlausn, stéttarskipting, samviska
Siðfræðistef: kynþáttafordómar, kúgun, hefð, blót, samkynhneigð, lygi, stéttarskipting,eiturlyfjaneysla, vændi, skírlífi, hræsni, eigingirni, heit, ást, traust,jafnrétti kynjanna
Trúarbrögð: kristni, hindúismi, Síkismi
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: helvíti
Trúarleg tákn: reykelsi
Trúarleg embætti: gúrú
Trúarlegt atferli og siðir: svif, bæn, íhugun, kyrjun
Trúarleg reynsla: sýn, endurlausn