Kvikmyndir

Carlitos Way

Leikstjórn: Brian De Palma
Handrit: David Koepp eftir skáldsögu Edwins Torres
Leikarar: Al Pacino, Sean Penn og Penelope Ann Miller
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1993
Lengd: 145mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0106519

Ágrip af söguþræði:
Stórkostleg glæpamynd eftir hinn mistæka leikstjóra Brian De Palma. Fyrrverandi eiturlyfjakongur Carlito Brigante tekur trú í fangelsi og ákveður að snúa af veg syndarinnar og lifa heiðarlegu lífi. Hann hefur hug á því að kaupa hlut í fyrirtæki á sólríkum stað þar sem hann getur byrjað upp á nýtt. En fyrst þarf hann að vinna sér inn pening.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þessi mynd er á vissan hátt útlegging á orðum Guðs við Kain fyrir bróðurmorðið: „Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefur hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?“ (1M 4:7). Carlito á erfitt með að losna undan syndinni og misstígur sig á leiðinni. Hann stelur, drepur, fyllist hroka og brýtur lög gegn betri vitund. Að lokum nær syndin völdum og yfirbugar hann. Í myndinni er mikið gert úr þrá Carlitos eftir paradís og paradísarmissi hans að lokum.

Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 3, 1M 4:7, 1M 4:15
Guðfræðistef: synd, hroki, stolt
Trúarbrögð: Gyðingdómur
Trúarlegt atferli og siðir: signing
Trúarleg reynsla: að taka trú