Kvikmyndir

Charleston

Leikstjórn: Marcello Fondato
Handrit: Marcello Fondato og Francesco Scardamaglia
Leikarar: Bud Spencer, Herbert Lom, James Coco, Michele Starck, Renzo Marignano, Roland MacLeod, Geoffrey Bayldon, Ronald Lacey og Peter Glaze
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1977
Lengd: 89mín.
Hlutföll: 1.85:1
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Nokkrir misgreindir svikahrappar í London reyna að svíkja og pretta hverja aðra en þjófurinn Charleston sér við þeim öllum.

Almennt um myndina:
Þrátt fyrir fáein skondin atriði er þessi ítalska gamanmynd í heildina frekar slök. Bud Spencer er reyndar óvenju fínn að þessu sinni sem þjófurinn og svikahrappurinn Charleston og Herbert Lom er traustur sem eitt af fórnarlömbum hans. Flestir hinna aðalleikaranna ofleika hins vegar um of. Lengst af er hnefahöggunum stillt í hóf en gnægð er af barsmíðum að hætti ítalskra gamanmynda undir lokin.

Á myndbandsspólunni er einnig að finna evrópska treilerinn af gulmyndahrollvekjunni Deep Red (Dario Argento: 1974) og var það ánægjulegur fundur.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Helstu sögupersónur myndarinnar eru haldnar óseðjandi græðgi sem kemur þeim flestum í koll að lokum. Aðeins Charleston farnast vel enda virðast glæpir borga sig fyrir hann. Neikvæð mynd er því dregin upp af mannskepnunni sem er bæði breysk og syndug.

Guðfræðistef: manneðlið
Siðfræðistef: svik, lygi, fjárhættuspil, málverkafölsun, fjárkúgun
Trúarbrögð: múslimi, hindúi
Trúarleg embætti: prestur
Trúarlegt atferli og siðir: kvöldbæn