Leikstjórn: Woody Allen
Handrit: Woody Allen
Leikarar: Woody Allen, Caroline Aaron, Kirstie Alley, Bob Balaban, Richard Benjamin, Eric Bogosian, Billy Crystal, Judy Davis, Hazelle Goodman, Mariel Hemingway, Amy Irving, Julie Kavner, Eric Lloyd, Julia Louis-Dreyfus, Tobey Maguire
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1997
Lengd: 95mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Technical?0118954
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Harry Block er rithöfundur sem þjáist af ritstíflu. Myndin greinir frá tveimur viðburðaríkum dögum í lífi hans. Atburðir þessa daga knýja hann til ákveðins uppgjörs við sjálfan sig sem leiðir til þess að hann öðlast nýja sýn á það hvernig maður hann er.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Deconstructing Harry er ein af athyglisverðari myndum Woody Allen síðustu árin (af nógu er að taka því Allen er afar iðinn við kolann, eins og margir vita). Myndina má skilja sem tilraun til að varpa ljósi á hinn „dæmigerða“ bandaríska millistéttar-nútímamann.
Í myndinni koma fyrir mörg trúarleg og siðferðileg stef. Í henni er t.d. að finna athyglisverða mynd af dauðanum sem birtist sem maðurinn ljáinn. Einnig birtist þarna áhugaverð mynd af djöflinum og helvíti. Það eru þó einkum spurningar siðferðilegs eðlis sem vert er að staldra við, en af þeim úir og grúir í myndinni. Meðal þess má nefna framhjáhald (sem Harry Block iðkar af miklum móð), mannrán, lygar o.fl. o.fl.
Guðfræðistef: djöfull, helvíti, dauði, guðshugtak, fyrirgefning
Siðfræðistef: lygi, framhjáhald
Trúarbrögð: Gyðingdómur, heittrúaður gyðingur
Trúarleg reynsla: sýn