Kvikmyndir

Evas øye

Leikstjórn: Berit Nesheim
Handrit: Berit Nesheim, byggt á sögu Karin Fossum.
Leikarar: Andrine Sæther, Bjørn Sundquist, Gisken Armand og Sverre Anker Ousdal
Upprunaland: Noregur
Ár: 1999
Lengd: 102mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0188605
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Eva er einstæð móðir og skuldum vafin. Hana dreymir um að geta lifað af listinni. Þegar vinkona Evu (sem er hóra) er drepin ákveður hún að stela peningum hennar þar sem hún þarf ekki á þeim að halda lengur. En lífið er ekki svo einfallt því einni synd fylgir önnur og svo koll af kolli.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Flestar myndir sem hafa nafnið „Eva“ í titlinum eru guðfræðilegar og þar varþessi mynd engin undantekning. Ég vil þó benda þeim sem ekki hafa séðmyndina á að ómögulegt er að fjalla um guðfræðileg stef hennar án þess aðljóstra upp um fléttuna. Þau sem ekki vilja vita hvernig myndin endar ættuþví ekki að lesa lengra. Nafn aðalpersónunnar vísar til sögunnar af Adam ogEvu. Hana dreymir um að geta haft það betra og lætur undan freistingum þegarhún rænir peningum látinnar vinkonu sinnar. En þjófnaðurinn gerir líf Evuekki auðveldara. Hún lifir í stöðugum ótta, þarf sífellt að hylja glæp sinnmeð lygum og hefur það á samviskunni að saklaus maður var dæmdur í fangelsifyrir morðið á vinkonu Evu, en Eva sá morðingjann en þorði ekki að látalögregluna vita. Við þetta bætist að Eva drepur saklausan mann en vegnamorðsins er hún dæmd í fangelsi. Við það missir hún dóttur sína og faðirhennar fær hjartaáfall.

Í myndinni eru peningarnir því n.k. epli og um leið og hún „bítur“ í epliðhrynur líf hennar. Ávöxtur syndarinnar er því aukin þjáning og meira aðsegja dauði, því sjálf myrðir hún saklausan mann og faðir hennar fær slagvið að heyra fréttirnar. Tengsl peninganna og ávaxtarins á skilningstré góðsog ills eru einnig gerð skír í kjallara Evu en hún hellir þeim á jörðina viðhliðina á kassa fullum af eplum. Tilviljun? Ég held ekki! Hér er syndin ekkiutanaðkomandi árás. Það er enginn snákur sem reynir að tæla Evu, helduraðeins hennar eigin græðgi og ágirnd. Myndin lýsir því vel veg syndarinnar,sem hefst sem einföld og „saklaus“ synd en endar sem martröð. Evas øyeminnir um margt á myndina A Simple Plan, en þar felst syndin einnig íþjófnaði á illa fengnum peningum látins manns og þar er ávöxtur syndarinnareinnig frekari þjáning og dauði.

Þess má að lokum geta að saklausi maðurinn sem er myrtur í myndinni heitirEgil Einarsson. Hljómar íslenskt!!!

Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 3
Persónur úr trúarritum: Eva
Guðfræðistef: synd
Siðfræðistef: hórdómur, lygi, morð, þjófnaður
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: epli
Trúarlegt atferli og siðir: jarðarför