All posts filed under: 15. árgangur 2015

The Walking Dead

Upprisa og örvænting. Hin tilvistarlega undiralda í The Walking Dead

Hvaða erindi á sjónvarpsefni um uppvakninga við nútímann? Fyrir nokkrum árum hefðu flestir svarað því til að það væri lítið sem ekkert. Þetta er jú fráleitt umfjöllunarefni. Látið fólk raknar aftur við en er engan veginn sjálfu sér líkt. Það ræðst á og rífur í sig annað fólk sem í kjölfarið tekur sömu umbreytingunni. Oj, kynni einhver að segja og það með nokkrum rétti. Engu að síður virðist vinsældum sjónvarpsþáttaraðarinnar The Walking Dead, [1] sem einmitt byggja á þessari atburðarás, engin  takmörk sett. Hún hefur slegið hvert áhorfsmetið á fætur öðru, leikararnir hafa hlotið virt verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum og lærðar fræðigreinar hafa verið ritaðar um þá. Er það óhugnaðurinn sem heillar svo mjög? Sumpart sennilega. En dyggir áhorfendur þáttanna vita að hann er aðeins á yfirborðinu. Undir streyma spurningar sem gera The Walking Dead að verulega spennandi greiningaráskorun fyrir guðfræðinga. Upprisa dauðra Augljósasta biblíustefið í The Walking Dead er upprisa dauðra sem kristnir guðfræðingar hafa  auðvitað fengist við  frá upphafi. Svo feiknarlega löng hugmyndasaga sé tekin saman í afar einfalt snið má …

Leikarinn Max von Sydow í hlutverki Jesú í The Greatest Story Ever Told

Jesús og Kristur á hvíta tjaldinu

Jesús Kristur hefur verið vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum frá árdögum kvikmyndanna. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf hans og starf. Þá hafa skírskotanir til sögu hans verið algengar og svokallaðir kristsgervingar hafa tíðum leikið stór hlutverk á hvíta tjaldinu. Í þessum myndum má greina margvísleg áhrif úr samtímanum, sem hafa haft mótandi áhrif á ýmsa þætti, meðal annars á þá mynd sem dregin er upp af persónu og starfi Jesú Krists. Píslarleikir gegndu um aldir mikilvægu hlutverki í trúarlífi almennings í Evrópu og breiddust með tímanum út um hinn kristna heim. Elsta Jesú-myndin, sem er frá lokum nítjándu aldar, var tileinkuð þekktasta píslarleik Evrópu, píslarleiknum í Oberammergau í Suður-Þýskalandi, en hann er ennþá settur á svið þar á tíu ára fresti. Í píslarleikjahefðinni fundu leikstjórar og framleiðendur kvikmynda um píslarsögu Krists fyrirmyndir að verkum sínum. Þetta er til dæmis sýnilegt í kvikmynd Mel Gibson um Píslarsögu Krists sem hefur mjög ákveðna skírskotun til elstu Jesú-myndanna. Af öðrum heimi Elstu kvikmyndirnar um ævi og starf Jesú Krists eru jafn gamlar og kvikmyndin sjálf. Fyrstu myndinar, …