Sælureitur Bergmans
Smultronställe er á sænsku fyrirbæri sem er ekki svo gott að útskýra en ég ætla nú samt að reyna það. Smultronställe er ekki bara frjósamur og fallegur staður þar sem hægt er að týna jarðarber heldur líka staður eða stund í fortíð einhvers, notalegur og eftirminnilegur staður sem viðkomandi heimsækir þess vegna aftur og aftur í huganum, svona uppáhalds minning, sælureitur hugans. Myndin sem við ætlum að horfa á hér á eftir „Smultronstället“, eða Sælureitur, frá árinu 1957 festi Ingmar Bergman í sessi sem listamann. Hún er af mörgum talin hans besta mynd frá sjötta áratugnum. Ég ætla ekkert að fullyrða um það, á erfitt með að gera upp á milli mynda sjálf, en Sælureitur er sannarlega ein af uppáhalds Bergman myndunum mínum. Ekki síst vegna þess að hún sameinar djúpar heimspekilegar vangaveltur um mannlega tilveru annars vegar og húmor, skemmtilegheit og rómantík hins vegar. Rétt eins og lífið sjálft. Myndatakan er með því besta sem ég hef séð. Snillingurinn Gunnar Fischer tekur myndina en samvinna Bermans og Fischer var löng og farsæl. Takið eftir …