All posts filed under: 5. árgangur 2005

Málþing um íranskar kvikmyndir

Málþing um íranskar kvikmyndir var haldið 6. október 2005 í samvinnu Deus ex cinema og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana með því að smella á tenglana hér að neðan. Bjarni Randver Sigurvinsson: Hið mennska í írönskum kvikmyndum (4,5 mb, mp3-skrá) Halldór Hauksson: Undir olífutrjánum eftir Abbas Kiarostami (3,9 mb, mp3-skrá) Teitur Atlason: Keimur af kirsjuberjum eftir Abbas Kiarostami (3,6 mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Stund sakleysis og fyrirgefningar (4,6 mb, mp3-skrá) Gunnar J. Gunnarsson: Í þágu friðar og menntunar. Um kvikmyndir Samiru Makhmalbaf (7 mb, mp3-skrá) Steinunn Lilja Emilsdóttir: Spegillinn eftir Jafar Panahi (2,7 mb, mp3-skrá) Elína Hrund Kristjánsdóttir: Konur í írönskum kvikmyndum (4,7 mb, mp3-skrá)

Bernska Ívans eftir Tarkovsky

Bernska Ívans

Bernska Ivan ser fyrsta mynd Tarkovskys og er gerð árið 1962. Hún hreppti Gullna ljónið í Feneyjum sama ár. Í kvikmyndinni Bernska Ívans koma fram alveg nýjar aðferðir í myndmáli og stíl. Myndin segir frá 12 ára dreng sem er knúinn áfram af brennandi þörf til að hefna látinna foreldra sinna og gerist njósnari fyrir rússneska herinn í síðari heimstyrjöldinni. Tarkovsky lýsti því sjálfur yfir að hann hefði ekki áhuga á táknum sem slíkum, heldur aðeins myndmálinu, þar sem hann vildi að áhorfendur öðluðust andlega upplifun við að horfa á myndir hans. Notkun drauma var Tarkovsky hugstæð, en draumar í myndum hans endurspegla oft aðra vídd. Bernsku Ívans er lokið þegar móðir hans og systir eru myrtar af nasistum en draumar hans um endurheimt sakleysi mynda andstæðu við óvæginn raunveruleika stríðsins Vænst þykir mér um drauminn þar sem Ivan og systir hans eru í hestvagni fullum af eplum sem hrynja til jarðar. Í ljós koma hestar í flæðamáli, rétt eins og varðhundar Óðins sem gæta hins heimsins. Hestarnir borða eplin, draumnum lýkur og við tekur …

Trúlega Tarkovskí

Dagskrá haldin í samstarfi við Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Bíósýningar í Bæjarbíói og málþing í Hallgrímskirkju. Innlýsingar   Oddný Sen: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnlaugur A. Jónsson: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnar J. Gunnarsson: Fórnin (innlýsing) Pétur Pétursson: Fórnin (innlýsing) Fyrirlestrar Astrid Söderbergh-Widding: Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega og ósýnilega í kvikmyndum Tarkovskís Gunnlaugur A. Jónsson: Nostalgía Tarkovskís í biblíulegu ljósi Pétur Pétursson: Speglanir í kvikmyndum Andrejs Tarkovskís

Fórnin eftir Tarkovsky

Fórnin eftir Andrei Tarkovsky

Andrei Tarkovsky hefur sagt um Fórnina að hún fjalli um sjálfsfórn að kristnum skilningi. Í viðtölum og eigin skrifum um myndina frá þeim tíma sem hún var frumsýnd er hann gagnrýninn á efnis- og framfarahyggju nútímans og bendir á að við getum ekki eingöngu byggt á hinu efnislega, við getum ekki lifað án þess að gefa svigrúm fyrir andlegan þroska okkar, við lifum ekki á brauði einu saman. Kvikmyndin Fórnin hafi sprottið upp úr slíkum hugmyndum. Tarkovsky hefur einnig sagt um Fórnina að hún sé líking, ljóðræn og geti því verið margræð þegar kemur að túlkun. Ég held þó að það megi halda því fram að myndin fjalli meðal annars um spurninguna hvort unnt sé að endurleysa fallna menningu frá því að tortíma sjálfri sér í blindri efnis- og tæknihyggju og trú á framfarir og leiða hana til endurnýjaðs andlegs lífs og trúar. Þar með snýst myndin líka um spurninguna um trú. Í margræðum vef Fórnarinnar eru ótal þræðir. Ég ætla að leyfa mér að draga fram fjóra þeirra sem ég tel mikilvæga, þótt ég geri mér …