All posts filed under: Innlýsing

Myndrammi úr Vier Minuten

Fjötrar og frelsi á Fjórum mínútum

Fjórar mínútur er verðlaunamynd eftir þýska leikstjórann Chris Kraus. Hún er ein þriggja mynda eftir Kraus sem er sýnd á þýskum bíódögum í Bíó Paradís, hinar eru Glerbrot sem er fyrsta mynd leikstjórans og Dagbækurnar frá Poll sem er sú nýjasta. Allt afar áhugaverðar myndir. Með fyrstu mynd sinni steig Kraus fram sem fullburða leikstjóri og við sjáum það vel í þessari mynd hvað hann hefur gott vald á miðlinum. Sem áhorfendur finnum okkur í góðum höndum. Hundrað og tólf mínútur Fjórar mínútur er eitt hundrað og tólf mínútur að lengd. Titillinn vísar til um það bil fjögurra mínútna langs loksatriðis myndarinnar. Til magnaðrar lokasenu „þar sem náðargjöf fær að njóta sín til fulls“ og við verðum vitni að kraftaverki endurlausnar og sigurs, svo vitnað sé í umsögn dómnefndarinnar sem veitti myndinni kvikmyndaverðlaun kirkjunnar árið 2005. Myndin fjallar um sekt og sorg, ofbeldi og atlæti, tónlist, náðargáfu, mennsku og ómennsku, fordóma og fyrirhugun – svo eitthvað sé nefnt. Fyrst og fremst má þó kannski segja að Fjórar mínútur fjalli um fjötra og um frelsi. Fjötrar …

Bernska Ívans eftir Tarkovsky

Bernska Ívans

Bernska Ivan ser fyrsta mynd Tarkovskys og er gerð árið 1962. Hún hreppti Gullna ljónið í Feneyjum sama ár. Í kvikmyndinni Bernska Ívans koma fram alveg nýjar aðferðir í myndmáli og stíl. Myndin segir frá 12 ára dreng sem er knúinn áfram af brennandi þörf til að hefna látinna foreldra sinna og gerist njósnari fyrir rússneska herinn í síðari heimstyrjöldinni. Tarkovsky lýsti því sjálfur yfir að hann hefði ekki áhuga á táknum sem slíkum, heldur aðeins myndmálinu, þar sem hann vildi að áhorfendur öðluðust andlega upplifun við að horfa á myndir hans. Notkun drauma var Tarkovsky hugstæð, en draumar í myndum hans endurspegla oft aðra vídd. Bernsku Ívans er lokið þegar móðir hans og systir eru myrtar af nasistum en draumar hans um endurheimt sakleysi mynda andstæðu við óvæginn raunveruleika stríðsins Vænst þykir mér um drauminn þar sem Ivan og systir hans eru í hestvagni fullum af eplum sem hrynja til jarðar. Í ljós koma hestar í flæðamáli, rétt eins og varðhundar Óðins sem gæta hins heimsins. Hestarnir borða eplin, draumnum lýkur og við tekur …

Fórnin eftir Tarkovsky

Fórnin eftir Andrei Tarkovsky

Andrei Tarkovsky hefur sagt um Fórnina að hún fjalli um sjálfsfórn að kristnum skilningi. Í viðtölum og eigin skrifum um myndina frá þeim tíma sem hún var frumsýnd er hann gagnrýninn á efnis- og framfarahyggju nútímans og bendir á að við getum ekki eingöngu byggt á hinu efnislega, við getum ekki lifað án þess að gefa svigrúm fyrir andlegan þroska okkar, við lifum ekki á brauði einu saman. Kvikmyndin Fórnin hafi sprottið upp úr slíkum hugmyndum. Tarkovsky hefur einnig sagt um Fórnina að hún sé líking, ljóðræn og geti því verið margræð þegar kemur að túlkun. Ég held þó að það megi halda því fram að myndin fjalli meðal annars um spurninguna hvort unnt sé að endurleysa fallna menningu frá því að tortíma sjálfri sér í blindri efnis- og tæknihyggju og trú á framfarir og leiða hana til endurnýjaðs andlegs lífs og trúar. Þar með snýst myndin líka um spurninguna um trú. Í margræðum vef Fórnarinnar eru ótal þræðir. Ég ætla að leyfa mér að draga fram fjóra þeirra sem ég tel mikilvæga, þótt ég geri mér …

Blóðhlaupin augu og Jesús Kristur

Voru hýðingar, pústrar og blóðsúthellingar, sem Jesús Kristur leið á förinni til Golgata, nauðsynlegur þáttur frelsunarinnar? Ef Jesús hefði sloppið við líkamlega þjáningu fram að sjálfri krossfestingunni, hefði hjálpræðisverkinu þar með verið klúðrað? Er þjáning Jesú meginatriði trúarinnar? Eða er það líf Jesú, dauðinn eða eitthvað annað? Hvert var og er hlutverk Jesú og hver er þinn Jesús Kristur? Mögnuð píslarsaga Píslarsaga Mel Gibson er rosaleg saga. Blóð Jesú Krists slettist á stéttar og torg. Hægra auga Jesú bólgnar sem næst úr augntóttinni. Vargfugl goggar í augu ræningjans á krossinum. Friðlaus andi Júdasar veinar. Hermenn píska Jesú látlaust alla leið frá Getsemanegarði, um hallir trúarleiðtoga og veraldlegra valdsmanna og til aftökustaðar. Jesús er hæddur og lítillækkaður og á hann er lagt þyngra tréfarg en á ræningjana. Kona, sem ætlar að líkna bandingjanum, er hrakin á brott. Þyrnikórónónu er ekki tyllt á höfuð Jesú heldur lamin inn í höfuleður hans. Hermenn ganga í skrokk bandingjans langt umfram heimild. Gripgaddar svipanna slíta húð og kjötstykki í barsmíðinni. Öllum, nema andlega þykkskrápuðum, líður illa í þessum langdregnu píslarsenum. …

Fáein orð um pínu Krists

Góðir hlustendur! Sem kaþólskur prestur var ég beðinn um að flytja ykkur örstutt erindi um viðhorf kaþólsku kirkjunnar til píslargöngu Jesú Krists, um hlutverk þessara atburða í trúarlífi kaþólskra manna, en eins og flestir vita er Mel Gibson kaþólskur maður, og trúarsannfæring hans kemur sterkt fram í þessari mynd hans um þjáningar Krists. Jesús bendir réttilega á að enginn hefur meiri kærleika en sá sem gefur líf sitt fyrir þá sem hann elskar. Þetta voru ekki tóm orð hjá honum, þvert á móti. Um leið og Jesús, sonur Guðs, kom inn í þennan heim og gerðist maður, ákvað hann að gefa líf sitt, að fórna sér, að taka á sig allar syndir mannkynsins og friðþægja fyrir hönd okkar allra. Þess vegna kynnti Jóhannes skírari hann á þessa leið: Sjáið Guðs lamb, sem ber burt syndir heimsins. Með því að elska Föður sinn og hlýða honum í einu og öllu, allt til dauðans, bætir hann fyllilega fyrir óhlýðni okkar allra. Fórn Jesú Krists er sterkari en synd og dauði og gefur okkur mönnum von um sættir …

Satan eða Lilit í Píslarsögu Gibsons?

Birtingarmynd Satans í píslarsögu þeirri sem við sjáum hér á eftir hefur vakið athygli margra. Fyrir mér er enginn vafi á því að þessi demóníska vera, sem virðist tvíkynja, sýni margvíslegan skyldleika við Lilit sem við þekkjum úr gyðingdómi. Í gegnum bókmenntir Gyðinga hefur mýtan um Lilit varðveist og þróast í meira en 2500 ár. Í því ferli hefur hún birst sem demón, barnamorðingi, fyrsta eiginkona Adams, ástkona lostafullra anda, brúður demónakonungsins Samaels, hetja feminsta og fyrirmynd og fylgdarvera sálarinnar í gegnum dimm herbergi glundurroða. Hennar hlutverk er í þremur víddum; á himni, á jörðu og í undirheimum. Hér fjalla ég um ímynd Lilit sem demon. Í Biblíunni kemur hún aðeins fyrir einu sinni, en það er í Jesaja 34:14. Verið að lýsa hefnadardegi yfir Edóm, sem muni verða lagt í eyði og verða dvalarstaður demóna. Sagt er að Lilit ein skuli hvílast þar og finna sér þar hæli. Lilit hefur sterklega verið tengd við Edens söguna og er þekktust fyrir að vera fyrsta eiginkona Adams. Sagt er að hún hafi verið hrokafull og rifist …

Píslir Krists í ljósi fjórða þjónsljóðsins

Góðir forsýningargestir! Í allri þeirri miklu umræðu erlendis sem átt hefur sér stað um þá kvikmynd sem við erum að fara að horfa á virðist mér sem mönnum hafi yfirsést yfirskrift myndarinnar eða þýðing hennar. Ég vek því sérstaka athygli ykkar á þessari yfirskrift. Hún er sótt í Gamla testamentið, í rit Jesaja spámanns, nánar tiltekið svokallað 4. þjónsljóð hans sem er að finna í Jesajaritinu k. 52:13-53:12. Kristur þjáist.Þjónsljóð það sem hér um ræðir er meðal áhrifamestu en jafnframt umdeildustu kafla alls Gamla testamentisins. Hin hefðbundna túlkun kristinna manna á umræddum texta var sú að hér væri um að ræða spádóm Jesaja um þjáningu og dauða Jesú Krists. Um leið vil ég minna á að Jesaja hefur oft í sögu kristninnar verið nefndur guðspjalla­maður Gamla testamentisins og rit hans kallað fimmta guðspjallið. Strax í 1. kafla (v. 5-6) Jesajaritsins er að finna texta sem í sögu kristninnar, einkum á miðöldum, var oft túlkaður þannig að hann segði fyrir um píslir Jesú Krists. Þar segir: „Höfuðið er allt í sárum . . . Frá hvirfli …

Sælureitur Bergmans

Smultronställe er á sænsku fyrirbæri sem er ekki svo gott að útskýra en ég ætla nú samt að reyna það. Smultronställe er ekki bara frjósamur og fallegur staður þar sem hægt er að týna jarðarber heldur líka staður eða stund í fortíð einhvers, notalegur og eftirminnilegur staður sem viðkomandi heimsækir þess vegna aftur og aftur í huganum, svona uppáhalds minning, sælureitur hugans. Myndin sem við ætlum að horfa á hér á eftir „Smultronstället“, eða Sælureitur, frá árinu 1957 festi Ingmar Bergman í sessi sem listamann. Hún er af mörgum talin hans besta mynd frá sjötta áratugnum. Ég ætla ekkert að fullyrða um það, á erfitt með að gera upp á milli mynda sjálf, en Sælureitur er sannarlega ein af uppáhalds Bergman myndunum mínum. Ekki síst vegna þess að hún sameinar djúpar heimspekilegar vangaveltur um mannlega tilveru annars vegar og húmor, skemmtilegheit og rómantík hins vegar. Rétt eins og lífið sjálft. Myndatakan er með því besta sem ég hef séð. Snillingurinn Gunnar Fischer tekur myndina en samvinna Bermans og Fischer var löng og farsæl. Takið eftir …

Fjölskylduferð

Ég geri ráð fyrir að flestum þyki felast bak við orðið fjölskylduferð ánægjuleg sameiginleg upplifun einnar fjölskyldu, sem er stór eða lítil eftir atvikum. Hliðstætt og þó í enn frekara mæli gildir um orðið sælureitur. Það er staður sem kallar fram sælu eða sælar minningar eru bundnar við. Það er vel til fundið að kalla myndina Smultronstället Sælureit uppá íslensku, en heitið er þó í sjálfu sér órætt. Þegar ég hugsa um þessa mynd Bergmanns sem hér er til umfjöllunar leitar frekar á hugann fyrra hugtakið. Ég leyfi mér að setja það sem yfirskrift þótt ef til vill væri kannski best að láta þetta innslag heita: Ekki er allt sem sýnist. Hér er samt hvorki um að ræða fjölskylduferð né sælureit í sinni einsleitu, jákvæðu mynd. Enda var þess vart að vænta í mynd frá hendi höfundar sem seint verður sakaður um að láta sér nægja yfirborðsveruleika. Eins og í góðri predikun, lýkst inntak og merking sögunnar sem myndin segir upp í síðustu andartökum hennar. Þess vegna tekur áhorfandinn svo miklu meira með sér heim …

Líkbíll upprisunnar

Það er svo yndislegt við Sælureitinn hvað það er mikil von í myndinni. Þetta verður kannski endanlega ljóst í lokadraumi Ísaks, drauminum þegar Sara leiðir hann til foreldranna og þau veifa honum. Sjáið svipinn sem kemur þá á Ísak. Þarna er eiginlega að finna eins konar himnaríkisminni. Í ljósi þessarar vonar er íslenskunin á titlinum svo afskaplega viðeigandi: Sælureiturinn. Ekki Við leiðarlok, ekki Villt jarðarber heldur Sælureiturinn. Dauð þrenning En Sælureiturinn geymir líka kulda og dauða. Í myndinni er að finna dauða þrenningu. Þrjá einstaklinga sem vissulega eru lifandi, en eru samt dauðir. Hér á ég við móður Ísaks, Ísak sjálfan og soninn Evald. Kuldinn og dauðinn hefur erfst frá móður til sonar til sonarsonar. Erfist hann áfram? Takið eftir því á eftir þegar Ísak og Marianne heimsækja gömlu konuna og hún talar um hvað sér sé kalt. Hvernig hún talar um börn sín og barnabörn. Og hvernig Marianne upplifir heimili hennar eiginlega sem líkhús. Takið eftir því hvernig Ísak lýsir sjálfum sér eftir þriðja drauminn: „Mig hefur dreymt undarlega upp á síðkastið … Það …